Ný saga - 01.01.1987, Page 4

Ný saga - 01.01.1987, Page 4
TIL LESENDA Ný saga. Tímarit Sögufélags 1. árg. 1987 Útgefandi Sögufélag Garðastræti 13 b 101, Reykiavík s. 14620 Pósthólf 1078 R 121 Prentað á Islandi 1987. ISSN 1010-8351. RITSTJÓRN: Agnes Siggerður Arnórsdóttir, Eggert Þór Bernharðs- son (ábyrgðarmaður), Guðmundur Hálfdánarson, Guðmundur Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir, Ólaf- ur Ásgeirsson, Ragnheiður Mósesdóttir, Sumarliði Isleifsson, Sveinn Agnarsson. Útlitshönnun og forsíðumynd: Guðjón Ingi Haukssön BA, teiknari FÍT. Setning, umbrot, filmuvinna, litgreining, prentun og bókband: Prisma, Hafnarfirði. Letur: Meginmál: Aster 10° á 11° fæti. Fyrirsagnir: Aster 27° á 28° fæti. Millifyrirsagnir og heiti höfunda: Aster 12°. Tilvísanir og skrár: Aster 9° á 10° fæti. Mynda- textar: Helvetica 9° á 10° fæti. Áhugavakar: Helvetica 8° á 9° fæti. Pappír: Finn coat, semi-matt 100 gr. Ný saga kemur út einu sinni á ári. Greinar sem birtast í ritinu má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljós- myndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambæri- legan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis við- komandi höfundar. Sögufélag var stofnað árið 1902. Hlutverk þess er að gefa út hvers konar rit um sagnfræði, einkum sögu ís- lands, heimildarit, fræðirit, yfirlits- og kennslubækur og tímaritin Sögu og Nýja sögu. Félagsmenn eru þeir sem greiða áskriftarverð tímaritanna en félagar fá einnig bækur Sögufélags með 20% afslætti af útsölu- verði. Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn eða hafa efni fram að færa í tímaritin geta snúið sér til skrifstofu og afgreiðslu Sögufélags að Garðastræti 13 b. SÖGIJFÉLAG 1902 Sögufélag gefur nú út tvö límarit, Sögu síðari hluta árs og Nýja sögu á þeim fyrri. Saga hefur komið út í um aldarfjórðung og þjónar mikilvægu hlutverki sem vett- vangur íslenskrar sagnaritunar. Miklar breytingar hafa einkennt fjölmiðlun hérlendis undanfarin ár. Sögufélag vill taka þátt í þeim breytingum, svara kröf- unt tímans og leggja sitt af mörkum til þess að íslensk sagnfræði nái athygli sem flestra. Þess vegna kemurNý saga út. Efni ritsins skiptist í megindráttum í tvennt. Annars vegar eru sjálfstæðar greinar, hins vegar fastir þættir. Greinarnar eru af ýmsu tagi en að jafnaði styttri en þær sem birtast í Sögu. Föstu liðirnir eru fjölbreyttir. 1 þættinum Sjónarhóll kynnir þekktur Islendingur við- horf sín til sögu og sagnfræði. Sjón og saga er annar fastur liður í ritinu. Þar verður rýnt í ljósmyndir og reynt að gera grein fyrir heimildagildi þeirra á nýstár- legan hátt. I þættinum Skiptar skoðanirverða kallaðir til sérfræðingar sem lýsa skoðunum sínum á ýmsum álitamálum innan sögunnar. Af bókum er af öðrum toga spunninn. Þar verða ekki hefðbundnar ritfregnir eða -dómar heldur rætt um bækur sem eiga sér einhver sameiginleg einkenni. I þessum fyrsta bókaþætti er fjallað um nýjar íslenskar ævisögur og einkenni þeirra. Þátturinn Afmæli, eða öllu heldur tímamót, verður á dagskrá eftir því sem tilefni gefst. Nú minn- umst við þess að sex hundruð ár eru liðin frá ritun Flateyjarbókar. Loks mánefna Póstinn. Hann tekur við stuttum bréfum enda er aðstandendum Nýrrar sögu mjög í ntun að halda nánu sambandi við lesendur. Ný saga er nú að stíga sín fyrstu skref. Vonandi takast góð kynni með henni og íslensku söguáhuga- fólki. Ritstjórn 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.