Ný saga - 01.01.1987, Page 4
TIL LESENDA
Ný saga. Tímarit Sögufélags 1. árg. 1987
Útgefandi Sögufélag
Garðastræti 13 b
101, Reykiavík
s. 14620
Pósthólf 1078 R 121
Prentað á Islandi 1987.
ISSN 1010-8351.
RITSTJÓRN:
Agnes Siggerður Arnórsdóttir, Eggert Þór Bernharðs-
son (ábyrgðarmaður), Guðmundur Hálfdánarson,
Guðmundur Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir, Ólaf-
ur Ásgeirsson, Ragnheiður Mósesdóttir, Sumarliði
Isleifsson, Sveinn Agnarsson.
Útlitshönnun og forsíðumynd: Guðjón Ingi Haukssön
BA, teiknari FÍT.
Setning, umbrot, filmuvinna, litgreining, prentun og
bókband: Prisma, Hafnarfirði.
Letur: Meginmál: Aster 10° á 11° fæti. Fyrirsagnir:
Aster 27° á 28° fæti. Millifyrirsagnir og heiti höfunda:
Aster 12°. Tilvísanir og skrár: Aster 9° á 10° fæti. Mynda-
textar: Helvetica 9° á 10° fæti. Áhugavakar: Helvetica 8°
á 9° fæti.
Pappír: Finn coat, semi-matt 100 gr.
Ný saga kemur út einu sinni á ári. Greinar sem birtast
í ritinu má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljós-
myndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambæri-
legan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis við-
komandi höfundar.
Sögufélag var stofnað árið 1902. Hlutverk þess er að
gefa út hvers konar rit um sagnfræði, einkum sögu ís-
lands, heimildarit, fræðirit, yfirlits- og kennslubækur
og tímaritin Sögu og Nýja sögu. Félagsmenn eru þeir
sem greiða áskriftarverð tímaritanna en félagar fá
einnig bækur Sögufélags með 20% afslætti af útsölu-
verði. Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn eða
hafa efni fram að færa í tímaritin geta snúið sér til
skrifstofu og afgreiðslu Sögufélags að Garðastræti 13
b.
SÖGIJFÉLAG
1902
Sögufélag gefur nú út tvö límarit, Sögu síðari hluta árs
og Nýja sögu á þeim fyrri. Saga hefur komið út í um
aldarfjórðung og þjónar mikilvægu hlutverki sem vett-
vangur íslenskrar sagnaritunar. Miklar breytingar
hafa einkennt fjölmiðlun hérlendis undanfarin ár.
Sögufélag vill taka þátt í þeim breytingum, svara kröf-
unt tímans og leggja sitt af mörkum til þess að íslensk
sagnfræði nái athygli sem flestra. Þess vegna kemurNý
saga út.
Efni ritsins skiptist í megindráttum í tvennt. Annars
vegar eru sjálfstæðar greinar, hins vegar fastir þættir.
Greinarnar eru af ýmsu tagi en að jafnaði styttri en
þær sem birtast í Sögu. Föstu liðirnir eru fjölbreyttir.
1 þættinum Sjónarhóll kynnir þekktur Islendingur við-
horf sín til sögu og sagnfræði. Sjón og saga er annar
fastur liður í ritinu. Þar verður rýnt í ljósmyndir og
reynt að gera grein fyrir heimildagildi þeirra á nýstár-
legan hátt. I þættinum Skiptar skoðanirverða kallaðir
til sérfræðingar sem lýsa skoðunum sínum á ýmsum
álitamálum innan sögunnar. Af bókum er af öðrum
toga spunninn. Þar verða ekki hefðbundnar ritfregnir
eða -dómar heldur rætt um bækur sem eiga sér einhver
sameiginleg einkenni. I þessum fyrsta bókaþætti er
fjallað um nýjar íslenskar ævisögur og einkenni
þeirra. Þátturinn Afmæli, eða öllu heldur tímamót,
verður á dagskrá eftir því sem tilefni gefst. Nú minn-
umst við þess að sex hundruð ár eru liðin frá ritun
Flateyjarbókar. Loks mánefna Póstinn. Hann tekur við
stuttum bréfum enda er aðstandendum Nýrrar sögu
mjög í ntun að halda nánu sambandi við lesendur.
Ný saga er nú að stíga sín fyrstu skref. Vonandi
takast góð kynni með henni og íslensku söguáhuga-
fólki.
Ritstjórn
2