Ný saga - 01.01.1987, Side 12
ÍRSKUR SVIKARI RÆÐISMAÐUR Á ÍSLANDI
ina mætti vinna betur. Tólg,
saltkjöt, lýsi, „heilu fjöllin" af
brennisteini, mosi, dúnn,
refaskinn, prjónles og þari,
allt var þetta arðvænlegt ef
rétt væri staðið að málum.
Ekki fer á milli mála að
Bretar höfðu áhuga á að
halda áfram íslandsverslun-
inni og átti sendiherra Breta,
Augustus Foster, viðræður
um það við Rosenkrantz.44- í
þeim kom fram að lítil von
væri til þess, að Danir mundu
losa frekar um verslunarhöft-
in. Þannig að ljóst mátti vera
að lítið mundi verða um versl-
un Englendinga á íslandi í
bráð.
Haustið 1818 var Reynolds
búinn að fá nóg af útlegðinni í
Danaveldi. Hann hélt í leyfis-
leysi til Englands til að sinna
einkamálum sínum.
Castlereagh varð ókvæða við
þegar hann spurði þetta.45
Reynolds var tilkynnt að
Castlereagh væri undrandi og
afar óánægður með hegðun
hans. Hann, sem væri „brjál-
æðingur", mætti ekki dvelja í
London þar sem óvarkárni
hans gæti valdið Castlereagh
vandræðum. Honum var
hótað öllu illu ef hann hypjaði
sig ekki strax til Kaupmanna-
hafnar, þar sem hann ætti að
nota fyrsta tækifærið til að
hverfa aftur til stöðu sinnar á
íslandi. Reynolds neitaði.
Hann sagðist frekar vilja
segja af sér en fara til íslands
„þar sem ómögulegt er að
dvelja og þar sem því miður er
engu starfi að gegna" 46 Ljóst
er að Castlereagh vildi alls
ekki hafa Reynolds í Englandi
og að Reynolds var í samings-
aðstöðu. Að lokum var samið
um það að auk ýmissa fríð-
inda, mundi Reynolds hverfa
aftur til Hafnar, dvelja þar
stuttan tíma en síðan mætti
hann setjast að hvar sem hann
kysi á meginlandinu.47 Það
var skýrt tekið fram að hann
þyrfti ekki að fara aftur til ís-
lands.
í Kaupmannahöfn sinnti
Reynolds embættisskyldum
sínum af trúmennsku. Þær
fólust hins vegar einungis í
því að heimsækja Rentu-
Hafnarfjörður.
Reynoldsfeðgarnir
fóru til Hafnar-
fjarðar um sumar-
ið 1818. Þar hafa
þeir að öllum lík-
indum hitt hinn
enskumælandi
Bjarna Sívertsen,
sem hefur getað
frætt þá um
verslunarmál ís-
lendinga.
*