Ný saga - 01.01.1987, Side 17

Ný saga - 01.01.1987, Side 17
GLOUCESTERMENN í LÚÐULEIT í raun voru lúðuveiðarnar við ísland eingöngu stund- aðar frá Gloucester. Lúðu- skiptstjórar þaðan höfðu sí- fellt leitað lengra austur eftir nýjum miðum og afkoma margra byggðist á því að þau væru fengsæl. Það var því í sjálfu sér ekki undarlegt að þeir tækju forystu í veiðum við ísland. Það hefur þó senni- lega ekki spillt fyrir að Coll- ins var sjálfur gamall Glou- cester skipstjóri og hafði greinilega taugar til síns heimabæjar, þótt hann væri nú orðinn opinber starfsmað- ur. FYRSTA FERÐIN Vorið 1884 sigldu þrjár skonnortur frá Gloucester til lúðuveiða við ísland. Collins fylgdist af áhuga með árangri veiðanna og skrifaði um þær greinargerð, sem birtist í skýrslu fiskveiðinefndar- innar fyrir það ár.8 Hann byggir frá sögn sína á skips- dagbókum og viðtölum við skipstjórana þrjá. Hér verður stuðst við þessa skýrslu og dregið fram það helsta sem þar er sagt. Skipin þrjú sem fóru til ís- lands voru: Alice M. Williams 78 tonn; Concord 94 tonn og David A. Story, 87 tonn. Alice M. Williams lagði fyrst úr höfn hinn fyrsta maí, en hin tvö fóru af stað 12. maí. Hvert þeirra hafði 16 manna áhöfn, 14 doríumenn, kokk og skipstjóra. Auk þess réðu bæði Alice M. Williams og Concord sér íslenskan leið- sögumann þegar til íslands kom. Alice M. Williams varð að vonum fyrst á vettvang, kom til ísafjarðar 25. maí. Ekki var allt unnið þótt kom- ið væri á íslandsmið. Á ísa- firði var skipstjóranum til- kynnt að bandarískum skip- um væri óheimilt að taka vatn og vistir, landa salti eða koma í íslenska höfn nema einhver búsettur á landinu tæki skip- ið á leigu. Það varð svo að vera og var skipið leigt Egelhus nokkrum, Norðmanni, sem Kortið sýnir lúðumið Gloucestermanna áður en þeir tóku að sigla til íslands. Georgsbanki og Stóribanki þóttu sérstaklega gjöful mið. bjó á ísafirði. Honum voru greiddar400 kr. fyrir vikið, en í staðinn fékk skipið leyfi til að landa salti, taka vatn og vistir, fara inn á íslenskar hafnir og veiða innan þriggja mílna landhelgi. Af saltinu þurfti að greiða toll, þótt það væri síðar tekið um borð og notað til að salta veiðina. Sögðu íslendingar öllum bandarísku skipstjórunum að innan landhelgi væri mesta lúðu að fá. Þegar skipin fóru til veiða kom þó í ljós að það stóðst ekki. Bandarísku skonnorturnar veiddu mest á svæði 15-25 mílur frá landi. Collins taldi þessar upplýs- ingar hafa verið gefnar eftir bestu vitund, en þar sem „inn- fæddir" fari aldrei út fyrir þrjár mílur á opnum bátum sínum þá þekki þeir lúðu- gengd utan landhelgi aðeins af afspurn. En þær upplýs- ingar fái þeir frá enskum og frönskum sjómönnum, sem aðeins veiði lúðu í smáum stíl á handfæri. Concord greiddi einnig 400 kr. fyrir sams konar fyrir- greiðslu og Alice M. Williams. David A. Story reyndi í fyrstu að komast hjá slíku, en eftir fyrstu lerð á miðin urðu skip- verjar að gera sömu ráðstaf- anir og landar þeirra. Svo virðist sem dönsk stjórnvöld hafi ekki viljað ýta undir þessar veiðar frekar en aðrar veiðar útlendinga, hvorki við ísland né Græn- land. En þetta sama sumar bárust þær fréttir frá Græn- landi að frá og með vertíðinni 1885 væri Bandaríkjamönn- um óheimilt að landa fiski og koma fyrir útbúnaði þar, sem þó hafði verið leyft allt frá upphafi veiðanna þar 1866. Einnig ömuðust dönsk yfir- völd við því að erlend skip Ekki var allt unnið þótt komið væri á íslandsmið. Á ísa- firði var skipstjór- anum tilkynnt að bandarískum skip- um væri óheimilt að taka vatn og vistir, landa salti eða koma I (s- lenska höfn nema einhver búsettur á landinu tæki skip- ið á leigu. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.