Ný saga - 01.01.1987, Side 18
GLOUCESTERMENN í LÚÐULEIT
réðu Eskimóa til sín og
sumarið 1884 sótti danskt
herskip Eskimóa um borð í
tvær Gloucester skonnortur.
Samkvæmt grein Collins
var aðalveiðisvæði Glouces-
termanna sumarið 1884 frá
Dýrafirði að Skagagrunni. Þó
geta skipstjórarnir þess í dag-
bókum sínum að hafa fiskað
út af Patreksfirði og einn
minnist á að hafa komið í höfn
í Grímsey og stundað veiðar
þar í kring. Bandaríkjamenn-
irnir hafa því kannað miðin
Fersklúöu skipað
upp í Gloucester
um 1890.
vítt og breitt úti fyrir Vest-
fjörðum og Norðurlandi
vestanverðu.
Skonnorturnar þrjár
veiddu allar vel. Alice M. Will-
iams fékk 162.000 pund af
saltlúðuflökum, sem seldust
á $8.317,30 og komu $268,90 í
hlut. Concord seldi 152.425
pund af saltlúðuflökum, á
$7.884,87, en ekki er getið um
hlut. David A Story fékk
$7.600,00 fyrir 139.000 pund af
flökum og fengu skipverjar
$220 í hlut. Af tölum úr Glou-
cester blöðunum frá árunum
1884-1895 má ráða að þessi
afli hafi verið í meðallagi fyr-
ir skúturnar allan þann tíma
sem þær stunduðu veiðar við
ísland og þá að hluturinn hafi
verið á bilinu tvö til þrjú-
hundruð dollarar. Collins get-
ur þess í grein sinni til saman-
burðar að veiðin við Græn-
land þetta sumar hafi verið á
bilinu 73-83.000 pund af salt-
lúðuflökum, sem var helm-
ingi minna en veiddist við ís-
land.13 Var því ekki að furða
þótt Gloucestermenn færðu
sig af Grænlandsmiðum á
miðin við ísland eftir 1884. Til
þess að tryggja sig í sessi
komu þeir sér síðan upp
ræðismanni á Dýrafirði, Niels
Christian Gram, kaupmanni
þar, til að gæta enn hagsmuna
sinna, eins og síðar verður
vikið að. Collins verður tíð-
rætt um hversu mjög það
myndi auðvelda veiðarnar, ef
dönsk yfirvöld féllust á að
leyfa lúðuveiðimönnum að
landa salti, tunnum og öðrum
útbúnaði til skamms tíma —
gegn tryggingu. Slíkt myndi
gera veiðarnar ,,mun ánægju-
legri en ella". Collins tekur þó
fram að öll samskipti við ís-
lenska embættismenn hafi
verið hin ákjósanlegustu og
þeir hafi reynt að gera banda-
rísku sjómönnunum lífiðeins
auðvelt og þeim var unnt
innan ramma laganna.
í heild er tónninn í grein
Collins jákvæður gagnvart
lúðuveiðum landa sinna við
ísland. Hann telur tilraunina
sumarið 1884 hafa gefið góða
raun og sé þess að vænta að
enn fleiri skip frá Gloucester
muni leita til íslands sumarið
1885.
ENN TIL ÍSLANDS
Vorið 1885 lögðu sex Glou-
cester skonnortur af stað á ís-
landsmið. Það voru skút-
urnar þrjár, sem farið höfðu
sumarið áður og þrjár til sem
vildu freista gæfunnar á þess-
um nýju miðum. Skonnortan
Concord komst þó ekki á
leiðarenda og Alice M. Will-
iams fórst um haustið rétt í
þann mund sem halda átti
heirn aftur.9 Þó segir í frétt í
skýrslu bandarísku fiskveiði-
nefndarinnar árið 1886 að
veiðarnar þetta sumar hafi
gengið vel, þrátt fyrir þessi
óhöpp og ís á miðunum. Frétt-
inni lýkur svo: „Það virðist
örugglega mega spá því að
þetta nýja athafnasvæði, sem
fiskveiðinefndin vakti athygli
þeirra Gloucestermanna á,
muni í framtíðinni eins og tvö
sl. ár veita viðunandi afrakst-
ur."10 Skýrsla fiskveiði-
nefndarinnar styðst aðallega
við frásögn Charles B. John-
sons, skipstjóra á Marguerite
frá Gloucester og segir hann
að heildaraflinn hafi verið
582.000 pund af flökum, svo
meðalafli hefur verið um
116.000 pund, sem var heldur
lakara en árið áður.
Af frásögn Johnsons má sjá
hvaða gjöld skonnorturnar
þurftu að greiða. Ekkert
veiðileyfi var nauðsynlegt og
engin opinber gjöld voru
greidd utan vita- og hafnar-
gjalds. Vitagjaldið miðaðist
við stærð skipsins og þurfti
Johnson að greiða 30 kr. fyrir
Marguerite sem var 103 tonn.
Hafnargjaldið var 5 kr. og
greiddist í fyrstu þrjú skiptin
sem skip kom til hafnar, en
féll síðan niður. Eins og áður
þurfti að semja við einkaaðila
um geymslu á salti og öðru
því sem setja þurfti á land.
16