Ný saga - 01.01.1987, Page 21

Ný saga - 01.01.1987, Page 21
GLOUCESTERMENN í LÚÐULEIT Þess er að vænta að lesendur blaðanna hafi haft áhuga á slíkum fréttum úr norðri þar sem þeir hafa væntanlega margir sjálfir stundað kartöflurækt og haft skepnur jafnframt fiskveiðum á heimaslóð. Sumarnæturnar vöktu áhuga Gloucestermanna og þess er getið að hinn langi dagur auðveldi veiðarnar þar sem hægt sé að stunda þær jafnt á nóttu sem degi. Pringle segir þó í fyrrnefndri grein að höfgi svífi á sjómennina þegar kvölda tekur og að fugl- arnir gefi merki um að venju- legur háttatími sé kominn með því að stinga höfði undir væng.16 Sumarið 1893 segja Gloucesterblöðin frá inn- llúensufaraldri sem lagst hafi jafnt á innfædda sem lúðusjó- menn; margar skútur hafi verið nær mannlausar og lítt getað sinnt veiðum. A. Mackenzie, skipstjóri á Maggie E. Mackenzie segir í viðtali við Cape Ann Advertizer, að Gram kaup- maður ætli að reisa spítala á Þingeyri og muni það verða til mikilla bóta fyrir lúðuveiði- flotann. Blaðið hefur síðan eftir Mackenzie að við land- auðn liggi á íslandi vegna til- rauna dönsku stjórnarinnar til að fá „innfædda" til að flytjast vestur um haf til Kanada og borgi landstjórnin jafnvel farið fyrir menn og greiði fyrir þeim á allan hátt. í fyrrnefndri grein Boston Globe lýsir James Pringle Dýrafirði og komunni þangað svo: Stefnan er tekin á Dýra- fjörð, sem er á norðanverðu íslandi. Þar er lítið fiski- þorp og íbúarnir í allt svona um 500 manns, búa á hvaða grænum bletti sem hægt er að rækta. Flestir eru íbúarnir innfæddir en nokkrir Danir eru þar Svo virðist sem dönsk stjórnvöld hafi ekki viljað ýta undir þessar veið- ar frekar en aðrar veiðar útlendinga, hvorki við ísland né Grænland. Þingeyri við Dýra- fjörð um slðustu aldamót. innan um og eru kaup- mennirnir af því þjóðerni. Fólkið er allvel upplýst og hefur kirkju og skóla. Það lifir aðallega af fiskveiðum, en stundar einnig kvikfjár- rækt og flytur út umfram- framleiðsluna. Allt er ofið, spunnið o.s.frv. í höndun- um og allur fatnaður er heimaunninn. Þegar komið er til Dýra- fjarðar eru vertíðarbirgð- irnar settar á land og þeim komið fyrir í vöruskemmu herra Grams, kaupmanns- ins á staðnum, en hann sér um öll viðskipti fyrir Gloucesterflotann. Þegar áhöfnin er komin í land langar menn auðvitað til að teygja aðeins úr sér. Þeir leigja sér asna hjá innfædd- um og fara á „hestbak" yfir fjöllin, en það er svo til eina skemmtunin, sem staður- inn hefur upp á að bjóða. Þessi lýsing gefur e.t.v. til kynna að tungumálaörðug- leikar hafi háð samskiptum Þingeyringa og bandarísku sjómannanna og ekki hefur þeim þótt félagslífið á Þing- eyri uppá marga fiska. Þess er þó að vænta að heldur hafi lifnað yfir þorpinu þegar skútukarlarnir komu í höfn, en það gerðu þeir hálfs- mánaðarlega til að taka vatn og vistir. Fer nokkrum sögum af því, að þá hafi stundum orðið róstusamt í þorpinu. Gísli Kristjánsson reiknar lauslega út í ritgerð sinni að þegar mest var hafi skútusjó- mennirnir verið upp undir helmingi fleiri en íbúar Þing- eyrar og geta menn því sagt sér sjálfir að oft hafi verið líf í tuskunum þegar allar skút- ur voru í höfn. í ræðismannsskýrslum Grams eru dæmi um að 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.