Ný saga - 01.01.1987, Page 21
GLOUCESTERMENN í LÚÐULEIT
Þess er að vænta að lesendur
blaðanna hafi haft áhuga á
slíkum fréttum úr norðri þar
sem þeir hafa væntanlega
margir sjálfir stundað
kartöflurækt og haft skepnur
jafnframt fiskveiðum á
heimaslóð.
Sumarnæturnar vöktu
áhuga Gloucestermanna og
þess er getið að hinn langi
dagur auðveldi veiðarnar þar
sem hægt sé að stunda þær
jafnt á nóttu sem degi. Pringle
segir þó í fyrrnefndri grein að
höfgi svífi á sjómennina
þegar kvölda tekur og að fugl-
arnir gefi merki um að venju-
legur háttatími sé kominn
með því að stinga höfði undir
væng.16 Sumarið 1893 segja
Gloucesterblöðin frá inn-
llúensufaraldri sem lagst hafi
jafnt á innfædda sem lúðusjó-
menn; margar skútur hafi
verið nær mannlausar og lítt
getað sinnt veiðum. A.
Mackenzie, skipstjóri á
Maggie E. Mackenzie segir í
viðtali við Cape Ann
Advertizer, að Gram kaup-
maður ætli að reisa spítala á
Þingeyri og muni það verða til
mikilla bóta fyrir lúðuveiði-
flotann. Blaðið hefur síðan
eftir Mackenzie að við land-
auðn liggi á íslandi vegna til-
rauna dönsku stjórnarinnar
til að fá „innfædda" til að
flytjast vestur um haf til
Kanada og borgi landstjórnin
jafnvel farið fyrir menn og
greiði fyrir þeim á allan hátt.
í fyrrnefndri grein Boston
Globe lýsir James Pringle
Dýrafirði og komunni þangað
svo:
Stefnan er tekin á Dýra-
fjörð, sem er á norðanverðu
íslandi. Þar er lítið fiski-
þorp og íbúarnir í allt
svona um 500 manns, búa á
hvaða grænum bletti sem
hægt er að rækta. Flestir
eru íbúarnir innfæddir en
nokkrir Danir eru þar
Svo virðist sem
dönsk stjórnvöld
hafi ekki viljað ýta
undir þessar veið-
ar frekar en aðrar
veiðar útlendinga,
hvorki við ísland
né Grænland.
Þingeyri við Dýra-
fjörð um slðustu
aldamót.
innan um og eru kaup-
mennirnir af því þjóðerni.
Fólkið er allvel upplýst og
hefur kirkju og skóla. Það
lifir aðallega af fiskveiðum,
en stundar einnig kvikfjár-
rækt og flytur út umfram-
framleiðsluna. Allt er ofið,
spunnið o.s.frv. í höndun-
um og allur fatnaður er
heimaunninn.
Þegar komið er til Dýra-
fjarðar eru vertíðarbirgð-
irnar settar á land og þeim
komið fyrir í vöruskemmu
herra Grams, kaupmanns-
ins á staðnum, en hann sér
um öll viðskipti fyrir
Gloucesterflotann. Þegar
áhöfnin er komin í land
langar menn auðvitað til að
teygja aðeins úr sér. Þeir
leigja sér asna hjá innfædd-
um og fara á „hestbak" yfir
fjöllin, en það er svo til eina
skemmtunin, sem staður-
inn hefur upp á að bjóða.
Þessi lýsing gefur e.t.v. til
kynna að tungumálaörðug-
leikar hafi háð samskiptum
Þingeyringa og bandarísku
sjómannanna og ekki hefur
þeim þótt félagslífið á Þing-
eyri uppá marga fiska. Þess er
þó að vænta að heldur hafi
lifnað yfir þorpinu þegar
skútukarlarnir komu í höfn,
en það gerðu þeir hálfs-
mánaðarlega til að taka vatn
og vistir. Fer nokkrum sögum
af því, að þá hafi stundum
orðið róstusamt í þorpinu.
Gísli Kristjánsson reiknar
lauslega út í ritgerð sinni að
þegar mest var hafi skútusjó-
mennirnir verið upp undir
helmingi fleiri en íbúar Þing-
eyrar og geta menn því sagt
sér sjálfir að oft hafi verið líf
í tuskunum þegar allar skút-
ur voru í höfn.
í ræðismannsskýrslum
Grams eru dæmi um að
19