Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 22
GLOUCESTERMENN I LÚÐULEIT
Gloucestermennirnir hafi
gengið alllangt í leit sinni að
tómstundagamni og í afriti af
bréfi dagsettu 18. ágúst 1891,
sem hann hefur sent Sjávar-
útvegsráðuneytinu í
Washington og tollyfirvöld-
um í Gloucester segir hann
m.a.:
Vegna aukinna siglinga
bandarískra skipa til ís-
lands til lúðuveiða hefur,
einkum í seinni tíð, borið á
slæmri hegðun og ósiðum
meðal áhafnanna. Mér
þætti því nauðsynlegt að
komið væri á nánari regl-
um um hegðun og hlýðni,
sem skipverjum væru
kynntar áður en þeir legðu
af stað frá Gloucester; t.d.
að menn verði að biðja skip-
stjórann um landgöngu-
leyfi og verði að snúa til
skips á þeim tíma sem skip-
stjórinn ákveður og að þeir
hegði sér vel og karlmann-
lega („manly") bæði um
borð og í landi...
Ástandið hér í sumar hef-
ur verið þannig að ekki
aðeins skipstjórarnir held-
ur einnig íbúar þorpsins
hafa verið í lífshættu vegna
drukkinna bandarískra sjó-
manna sem farið hafa í hóp-
um um þorpið, reynt að
brjóta upp glugga og hurðir
að næturlagi, mölvað rúð-
ur, grýtt hús og annað því-
umlíkt.17
Gram er ekki einn um þessa
skoðun sína, því svo virðist
sem Þingeyri hafi haft á sér
orð fyrir lauslæti og frá-
sagnir af ágangi Bandaríkja-
mannanna við íslendinga
einskorðast ekki við frásögn
hans. Frú Hlíf Matthíasdóttir,
sem er fædd og uppalin í
Dýrafirði, hefur sagt mér að
móðir hennar hafi orðið fyrir
áreitni Bandaríkjamannanna
þegar hún var eitt sinn að
sækja vatn og mun hún ekki
hafa verið ein um þá
reynslu.18 Af kirkjubókum
má og ráða að stundum hafi
kynni íslenskra stúlkna af
hinum erlendu sjómönnum
orðið ansi náin. Urðu um það
blaðaskrif í Þjóðviljanum
unga árið 1895. Upphaf þess
máls var ferð dansks læknis,
dr. Ehlers, til íslands sumarið
1894 til að kanna útbreiðslu
holdsveiki hérlendis. Kom
hann m.a. til Þingeyrar og eft-
ir heimkomuna skrifaði hann
grein í Ugeskrijt for Læge, þar
sem hann segir frá óþrifnaði
og ólifnaði á íslandi og nef nir
Þingeyri sem dæmi um hið
síðarnefnda. Var greinin
þýdd á íslensku og birtist m.a. í
Þjóðviljanum unga. 19 Upplýs-
ingar sínar hafði Ehlers frá
Sigurði Magnússyni, héraðs-
lækni á Þingeyri, en Sigurður
segir í ævisögu sinni að sér
hafi aldrei dottið annað í hug
en upplýsingarnar yrðu
álitnar trúnaðarmál.20 Dýr-
firðingar urðu, sem vonlegt
var, ekki upp með sér af lýs-
ingunni og skoruðu á lækninn
að standa fyrir máli sínu.
Hann gerði það og lýsti þar
undrun sinni að Dýrfirðingar
skyldu ekki snúa sér beint að
því að reka af sér slyðruorðið
frekar en ráðast gegn sér fyrir
að segja almælta hluti.21 Því
má kannski bæta við að
grunnt var á því góða með Sig-
urði og Dýrfirðingum, en
engu að síður er augljóst að
Þingeyri hefur haft á sér vafa-
samt orð vegna hinna erlendu
sjómanna.
ÍSLENDINGAR í
GLOUCESTER
Það var augljóslega algengt að
íslendingar væru í áhöfn
lúðuskipanna. Hins vegar er
aðeins á einum stað um það
getið í bandarískum heimild-
um, mér kunnum, að íslend-
ingar hafi farið vestur um haf
að vertíð lokinni. Það er í
skrásetningarbréfi frá 1886.
Þar segir að með skonnort-
unni Landseer hafi komið frá
ísafirði tvær stúlkur, Stina og
Holmfrida Johnson. Með
þeim í för sýnist hafa verið
eitt lamb á fæti! Tíu árum
seinna mátti lesa eftirfarandi
frétt í Gloucesterblaðinu
Fisherman:
Einhver hressilegasti hóp-
ur sem um getur og saman
hefur komið í McClure
kapellunni, voru íslend-
ingar sem hittust þar að
kvöldi þriðja janúar s.l.
Þeir voru þar í boði prest-
sins og frú Chalton. Kvöld-
ið leið við ýmis konar
ánægjulega skemmtun.
Kór söng íslensk þjóðlög.
Veitingar voru bornar fram
og allir skemmtu sér vel.
Gestirnir gáfu presti
fallegan ruggustól.22
Athyglisverðast við þessa frá-
sögn er að samkoman skyldi
haldin í janúar. Það sýnir að
íslendingar hafa haft vetur-
setu í Gloucester og nágrenni.
Ekki verður ráðið af frásögn-
inni hvernig þessi hópur hef-
ur verið saman settur, en þess
eru þónokkur dæmi að ís-
lendingar hafi sest að í Glouc-
ester. Frú Hlíf Matthíasdóttir
sagði mér af fjórum frænkum
sínum frá Svalvogum í Dýra-
firði, sem fóru vestur og sett-
ust að í Gloucester og ná-
grenni og er þeirra getið í
Vesturfaraskrám.2i Þess má
þó vænta að ýmsir hafi farið
vestur án þess að fara eftir
þessum „opinberu" leiðum,
m.a. kannski þær „Stina og
Holmfrida". Einnig gat Hlíf
Sumarnæturnar
vöktu áhuga Glou-
cestermanna og
þess er getið að
hinn langi dagur
auðveldi veiðarnar
þar sem hægt sé
að stunda þær
jafnt á nóttu sem
degi.
„Ástandið hér í
sumar hefur verið
þannig að ekki
aöeins skipstjór-
arnir heldur einnig
fbúar þorpsins
hafa verið i Iffs-
hættu vegna
drukkinna banda-
rlskra sjómanna
sem farið hafa í
hópum um þorpið,
reynt að brjóta
upp glugga og
hurðir að nætur-
lagi, mölvað rúður,
grýtt hús og
annaö þviumlíkt."
20