Ný saga - 01.01.1987, Page 30
ir lok hennar sést ekki enn.
Mig minnir að sumarið 1848
hafi verið fluttur skoskur uxi
að Tjörnum í Eyjafirði til að
draga plóg, svo hægt væri að
gera nokkra túnasléttu. Vél-
bátar komu til sögu skömmu
eftir aldamótin, og bóndinn á
Þorvaldseyri keypti togara að
áeggjan Einars Benediktsson-
ar og nefndu gárungarnir
hann Fjósa-Rauð. Þannig
bentu þessi smávægilegu atr-
iði, sem aldrei er skrifað um í
sagnfræðiritum, til þess að ný
öld væri að ganga í garð.
Menn höfðu hugsjónir og þær
stækkuðu og jukust eftir því
sem fleiri fóru til annarra
þjóða til náms og fræðslu.
Þetta fólk kom heim með
fangið fullt af bjartsýni og
hugmyndum um nýjungar.
Jafnvel ljáirnir tóku breyting-
um til hins betra og juku hey-
feng á tíma, þegar landbúnað-
urinn var helsta viðfangsefni
landsmanna. Brátt gerðust
sjómenn og útgerðarmenn
umsvifamiklir þótt útgerð
Fjósa-Rauðs færi á hausinn.
Ekki löngu síðar gaf Thor
Jensen út ávísun á danskan
banka fyrir kaupverði á tog-
ara í Bretlandi. Ekkert var til
inni fyrir þessari ávísun, en
samtímis henni hélt af stað
togari Thors fullur af fiski og
hafði verið reiknað út að
farmurinn myndi greiða tog-
arann. Þetta gekk eftir og var
ávísunin í gildi þegar kom til
greiðslu. Þá var síld komin til
sögunnar og smámsaman
jókst þungi þess fólksstraums
til bæjanna, sem áður hafði
orðið að hverfa til Ameríku
um 1875 vegna þess að engin
aðstaða var þá við sjávgrsíð-
una til að taka á móti fólks-
fjölgun. Upp af þessum þjóð-
flutningum nýaldar spratt
síðan margvíslegur iðnaður,
ýmist með rætur í sjávarút-
vegi eða afurðum landbúnað-
ar.
Um 1940 hefur að mestu
verið sagt skilið við gamlan
tíma í landinu og eftirhreytur
hans geta ekki talist umtals-
verðar. Með líkum hætti og
við lok þjóðveldisaldar hefðu
átt að koma fram á sjónar-
sviðið sagnfræðingar, sem
bæði kynntu sér og skrifuðu
um aldahvörfin sérstaklega,
og þá menn sem þá voru fyrir-
ferðarmestir. í staðinn hefur
öll samtímafræði orðið að
pólitísku þvargi og mark-
lausri afrekaskrá einstakra
manna, eða að öðru leyti
Jón forseti. Hann kom til landsins árið 1907 og var fyrsti togari Alliancefélagsins, en Thor Jensen
var einn af stofnendum þess.
28