Ný saga - 01.01.1987, Side 33

Ný saga - 01.01.1987, Side 33
„EN ÞEGAR DAUIÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA ..." úr sendibréfi frá því um miðja 19. öld bregða ljósi á þær aðstæður sem fólk fyrr á öld- um bjó við. Dauðinn hjó svo miklu oftar skörð í raðir mannfólksins en við eigum að venjast nú, að það þótti jafn- vel fréttnæmt þegar því gekk sæmilega að halda í sér líftór- unni. Gífurlegur barnadauði var hér landlægur langt fram á 19. öld. Á ofanverðri 18. öld lætur nærri að þrjú af hverj- um tíu börnum fæddum hafi ekki náð eins árs aldri.4 Fram eftir aldri blakti líf barna á skari og barnamissir var því sem næst hversdagslegur við- burður. Barnadauðinn bitnaði að sönnu misjafnt á mönnum. Sumir sluppu en það gat gerst að fólk þyrfti að sjá á eftir flestum eða jafnvel öllum börnum sínum í gröf- ina. Dæmi eru um hjón sem á öðrum fjórðungi 19. aldar eignuðust fjórtán börn en ein- ungis eitt þeirra komst til þroskaára; það var stúlka sem dó um tvítugt.5 Enn aðrir „hafa ei misst nema 2 eða 3" eins og Hannes Finnsson, biskup í Skálholti komst að orði árið 1785.6 Oft stráféll æskufólkið þegar sóttir gengu um, t.d. árið 1852, en þá hafði blaðið Þjóðólfur þetta að segja: „Hin hryggilega barnaveiki hefur enn ár þetta legið þungt í landinu, og hefur sýnt sig sem réttan morðengil á þeim heimilum, sem hún hefur komið fyrir alvöru. Má því telja hana einhverja þyngstu þrautina, sem land vort á nú undir að búa."7 Þetta sumar varð prestur nokkur vestur í Dölum að tala yfir moldum sex barna sinna á einni viku en tvö lifðu af.8 Hverfulleiki hins unga lífs lýsti sér m.a. í því að foreldrar Dæmi eru um hjón sem á öðrum fjórðungi 19. aldar eignuðust fjórtán börn en einungis eitt þeirra komst til þroskaára; það var stúlka sem dó um tvítugt. Sjóslys voru tíðari og kostuðu hlut- fallslega margfalt fleiri mannslif en nú. Drukknun I ám var algengur dauð- dagi og árlega varð fjöldi manns úti. Sakleysisleg ferð á milli bæja gat hæglega endað í greipum dauðans ef á skall illviðri. skírðu oft hvert barnið á fæt- ur öðru sama nafninu ef þeim var mjög umhugað um að halda því nafni við. Um miðja 19. öld var meðal- ævi íslendinga um 35 ár og var það ekki síst vegna mikils barnadauða. Þeir sem komust til vits og ára áttu mun lengra líf fyrir höndum en meðalæv- in segir til um. Engu að síður var fólk afar óöruggt með lífs- aldur sinn og ekki að ástæðu- lausu: Það var einfaldlega alltaf einhver að deyja. Far- sóttir og hallæri herjuðu á landsmenn með nokkuð reglulegu millibili og felldu þá unnvörpum. Gagnvart sjúkdómum var fólk varnar- lítið; læknisþjónustu var ekki að fá að gagni fyrr en á ofan- verðri 19. öld. Ekki máheldur gleyma þeim stóráföllum sem skullu á íslensku þjóðinni. Annálaðastir eru Skaftár- eldar á 9. áratug 18. aldar en í kjöllar þeirra dóu um 10.000 manns. ísland var í raun sann- kallað pestarbæli og þurftu landsmenn að una slíku ástandi talsvert lengur en í- búar nágrannalandanna. Sú mikla fólksfjölgun sem hófst i Vestur-Evrópu á 18. öld náði ekki til landsins fyrr en nokk- uð var liðið á 19. öld. Á móti vegur að Frónbúinn þekkti stríðsdauða einungis af spurn. Til viðbótar aumu heilsu- fari greiddu hrakningar og slysfarir götu dauðans. Sjó- slys voru tíðari og kostuðu hlutfallslega margfalt fleiri mannslíf en nú. Drukknun í ám var algengur dauðdagi og árlega varð fjöldi manns úti. Sakleysisleg ferð á milli bæja gat hæglega endað í greipum dauðans ef á skall illviðri. Flest eru þetta að sönnu vá- gestir sem enn taka sinn toll og hafa reyndar nýir bæst í hópinn en það haggar ekki þeirri staðreynd hversu veik- ur sá þráður var sem fyrr á öldum batt menn við lífið. HVERNIG ER ÞÉR GEFIÐ UM DAUÐ- ANN? Þegar höfð er hliðsjón af þeim aðstæðum sem lýst var stutt- lega hér að framan þarf ekki að koma á óvart að fólk var mjög upptekið af dauðanum; hugsaði mikið um hann og var stöðugt á varðbergi gagnvart honum. Þótt í því felist auð- vitað mikil einföldun má kannski segja að munurinn á okkur sem nú lifum og þeim sem lifðu fyrir 150-200 árum og þaðan af fyrr sé sá að við gerum flest ráð fyrir að lifa vel og lengi en að síðarnefndir hafi verið viðbúnari því að deyja áður en þeir næðu gamalsaldri. Þegar lesin eru gömul sendibréf rekst maður oft á ummæli eitthvað í þess- umdúr: „Eféglifi",„efég tóri til vors" o.s.frv. Slíkt má enn heyra af munni manna en með tímanum hefur þetta orðið að innihaldslitlum frösum. Ræt- urnar liggja hins vegar í raun- særri varúð mótaðri af aðstæðum; dauðinn var svo að segja alltaf á næsta leiti. Þegar reynt er að átta sig á því til hlítar hvaða sess dauðinn skipaði í daglegri hugsun alþýðufólks verða mörg ljón á veginum. Nýtilegar heimildir eru ekki á hverju strái. Nefna má til þjóðsögurnar sem eru mikil gullnáma um hugarfar fólks á fyrri tíð. Þessar skemmtilegu heimildir bíða þess að verða nýttar meir en hingað til af sagnfræðingum. Þær sýna berlega að dauðinn var áleitið umhugsunarefni 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.