Ný saga - 01.01.1987, Síða 47

Ný saga - 01.01.1987, Síða 47
Á HEIMDALLI SUMARIÐ 1898 — VARÐGÆSLA OG VEISLUHALD á þessa ferð sem eins konar sumarleyfi, því að skipið hafði átta daga viðdvöl á Poll- inum og var ekki haldið til neinna eftirlitsferða þaðan, þó að brezkir togarar væru þá farnir að venja komur sínar á fiskimið Norðlendinga. í stað togaraveiða stunduðu yfir- menn skipsins skemmtiferðir og fóru m.a. í tveggja daga reiðtúr að Goðafossi. Eftir skemmtilega dvöl á Akureyri héldu Heimdallsmenn til ísa- fjarðar og tóku þar enn kol. Þaðan var svo haldið á fund skemmtilega fólksins á hval- veiðistöðvunum og m.a. siglt með fjölskyldu Ellefsens frá Sólbakka í Önundarfirði að Framnesi í Dýrafirði til þess að koma Bergfjölskyldunni á óvart! Útkoman í júlí var sú að Heimdallur var aðeins 10 sólarhringa á sjó en 21 í höfnum. I ágúst hélt gleðin áfram, því að varðskipsmönnum var boðið að taka þátt í þjóðhátíð Reykvíkinga, sem fram fór á Landakotshæð og víðar 2. ágúst. S.V. Hansen tók þátt í undirbúningi að róðrar- Á Akureyri 14. júll. - Jakob Havsteen konsúll, kona hans og dóttir I hópi danskra varð- skipsmanna. Dóttirin er fyrir miðju fremst, frú- in aðeins aftar til hægri, en konsúll- inn er I öftustu röð og ber kúlu- hatt. - í fremstu röð, lengst til vinstri, er Corfit- zen, skipstjóri á Vestu. Á myndinni eru einnig Jens- hjónin og Tvede málari. Beitiskipið Heimdallur á Faxaflóa sumarið 1898. keppni hátíðarinnar og var dómari í henni ásamt Mark- úsi Bjarnasyni, skólastjóra Stýrimannaskólans. Síðasta eftirlitsferðin út á Faxaflóa var farin 3. ágúst og fimm dögum seinna hélt skipið í síð- asta sinn frá Reykjavík þetta sumar. Nú var farið til eftir- litsstarfa við Austfirði með aðalbækistöð á Seyðisfirði en kolatöku á Eskifirði. Fór skip- ið allt norður að Langanesi og hafði þá um sumarið verið við alla strandlengju íslands að undanskyldu svæðinu frá Eyjafirði austur að Langa- nesi. Úthaldið í ágúst skiptist þannig, að skipið var 10 sólar- hringa á sjó og 17 í höfnum. Þegar rætt er um árangur gæzlustarfa varðskipa, verð- ur jafnan fyrst fyrir að fjalla um, hversu margir togarar eða önnur fiskiskip voru tekin við ólöglegar veiðar, færð til hafnar og sektuð. Sumarið 1898 tók varðskipið Heimdallur sex brezka togara og tvö línuveiðiskip í íslenzkri landhelgi og færði til hafnar. Þar voru skipstjórar leiddir fyrir innlenda dómara og dæmdir í sektir, sem námu frá 5 og upp í 100 sterlings- pund auk þess sem botnvörp- ur togaranna voru gerðar upptækar. Mestan feng fékk Heimdall- ur á Faxaflóa í maí, en þar voru teknir fjórir togarar á tveimur sólarhringum. Einn þeirra var Hulltogarinn Cuckoo, sem tekinn var við veiðar út af Keflavík 23. maí. Skipstjóri hans var sænskur og varð alveg óður („gal í hov- edet"), þegar hann heyrði dóminn, sem hljóðaði upp á 100 punda sekt. Hinir tveir togararnir voru teknir í ágúst, annar við Vestmanna- eyjar og hinn á Héraðsflóa. — Annað línuveiðiskipið var tek- ið við Dyrhólaey á fyrstu dög- 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.