Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 48
Á HEIMDALLI SUMARIÐ 1898 — VARÐGÆSLA OG VEISLUHALD
Á Dýrafirði 23. júlí. - Dönsku varðskipsmennirnir kunnu afar vel við sig í félagsskap norsku hval-
veiðiforstjóranna Ellefsens og Bergs og fjölskyldna þeirra. - Á þessari mynd eru Ellefsenhjónin til
vinstri framarlega og Berghjónin til hægri. Þrjár stúlknanna voru dætur Berghjónanna en tvær voru
dætur Ellefsenhjóna. Middelboe kapteinn er lengst til vinstri aftast og þriðji maður frá honum er
Norðmaðurinn Ravn.
um varðgæzlu Heimdalls við
landið og hitt var tekið við Þrí-
dranga í ágúst. Fyrra skipið
var fært til Vestmannaeyja og
skipstjóri þess sektaður þar
um 5 pund, en hinn skipstjór-
inn var yfirheyrður um borð í
Heimdalli og áminning látin
duga, enda höfðu varðskips-
menn skorið á línu hans.
Á gæzluferðum sínum
höfðu Heimdallsmenn auðvit-
að margháttar eftirlit með
skipaferðum, þó að ekki væri
um að ræða landhelgisbrot.
Þeir litu augljóslega viðskipti
íslendinga og brezkra togara-
manna með tröllafisk illu
auga, en virðast ekki hafa
treyst sér til að hindra þau,
enda skorti til þess lagaheim-
ildir. í maí voru þó tveir
brezkir togarar reknir út af
Krossvík og hafa þeir að lík-
indum verið þar við trölla-
fisksviðskipti. Andúð á þeim
íslendingum, sem stunduðu
þessi viðskipti, kemur fram í
ummælum dagbókarhöfund-
ar um Guðmund Einarsson í
Nesi, en hann er kallaður „vor
Trawler-Fjende" í frásögn
höfundar af reiðtúr fram í
Gróttu í ágúst. Þess má raun-
ar geta, að mánuði eftir að
Heimdallsmenn voru á ferð á
Seltjarnarnesi létu heima-
menn þar flytja fisk í land út
togaranum Cuckoo, áður-
nefndum landhelgisbrjóti. Lá
togarinn þá ýmist á Norður-
vík eða Bakkavík að sögn
hreppstjóra Seltirninga í
bréfi til Júlíusar Havsteens
amtmanns. Má fara nærri
um, að menn hefðu ekki þorað
að ráðast í slík viðskipti, ef
Heimdallur hefði verið við
landið, en hann var þá kom-
inn til Færeyja.
Afskipti Heimdalls af öðr-
um fiskiskipum við ísland en
brezkum voru minni en við
mætti búast. Kann þetta að
stafa af því, að Frakkar, sem
áttu á þessum árum flest skip
við ísland, höfðu sjálfir
gæzluskip við landið. Voru
þau oft á sama tíma í höfnum
og Heimdallur og þáðu
franskir og danskir yfirmenn
heimboð hvorir af öðrum.
Einu afskiptin af frönskum
skútukörlum þetta sumar
voru þau, að skipslæknir
Heimdallsmanna fór um borð
í franska skútu, sem stödd var
á Héraðsflóa seint í ágúst, en
þar um borð voru menn með
Heimdallsmenn...
litu augljóslega
viðskipti íslend-
inga og brezkra
togaramanna meö
tröllafisk illu
auga...
46