Ný saga - 01.01.1987, Page 57
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON OG KRAPOTKIN FURSTI
hugsun hans voru á skjön við
ríkjandi viðhorf meðal
jafnaðarmanna. Þetta var
einkar áberandi á „brautryðj-
endaárunum", á tímabilinu
1910-1917. Þar bar hæst þau
áhrif sem Ólafur varð fyrir af
kenningum rússneska furst-
ans Peter Krapotkins, eins
helsta hugmyndafræðings
anarkista. Hvernig skyldu
þau áhrif hafa birst í skril'um
Ólafs á þessum tíma? Það er
helsta viðfangsefni þessarar
greinar að leita svara við því.
í KAUPMANNAHÖFN
Árið 1906 hélt Ólafur
Friðriksson til Kaupmanna-
hafnar að nema bókhald og
dvaldist þar til ársins 1914.
Þar í borg kynntist hann
Guðjóni Baldvinssyni frá
Böggvisstöðum og sagðist
hafa talað við hann löngum
stundum um jafnaðarstefn-
una. Hann hafi verið minnis-
stæðastur þeirra manna er
hann kynntist í Danmörku.4
Guðjón féll frá langt fyrir ald-
ur fram og reit Sigurður
Norðdal grein í tímaritið Rétt
1917 í minningu hans. Þar
sagði að Guðjón hafi verð
anarkisti og einkum sótt hug-
myndir sínar til Krapotkins
fursta.5 Það má því Ijóst vera
að Ólafur hafði góðan aðgang
að kenningum hins rússneska
anarkista.
Árið 1910 var haldið í
Kaupmannahöfn þing 2.
alþjóðasambands sósíal-
demókrata (lögjafnaðar-
manna). Ólafur skrifaði um
það grein í blaðið Norðurland
en í henni má finna ákveðnar
vísbendingar um áhrif
Krapotkins á hugsun Ólafs.
Hann vitnaði meðal annars til
hinnar þekktu sjálfsævisögu
lurstans og sagði byltingar-
konuna Alexöndru Kollontaj
ágætt dæmi um rússneska
konu eins og þær sem
Krapotkin lýsti í fyrrnefndri
bók. Þá sagði Ólafur að hug-
mynd lögjafnaðarmanna væri
göfug. „Hitt er annað mál, að
vera samdóma lögjafnaðar-
mönnum um leiðina að tak-
markinu (þeir vilja sem kunn-
ugt er láta hið opinbera taka
að sér alla framleiðslu og
flutninga)".6 Ekki er fráleitt
að ætla að Ólafur hafi með
þessari athugasemd vísað til
hugmynda anarkista, sem
voru á móti sterku ríkis-
valdi.7
ANARKISMI í EIM-
REIÐINNI
Það verður ekki fullyrt hér
hvort áhrif Krapotkins á póli-
tíska hugsun Ólafs Friðriks-
sonar hafi verið djúptæk eða
Peter Krapotkin
1842-1921. Hann
hafði mikinn
áhuga á landa-
fræði, náttúru-
fræði og garð-
yrkju og notaði
þekkingu sína á
þessum sviðum
við pólitiska kenn-
ingasmíði.
langæ. Á hinn bóginn er víst
að kenningar furstans höfðu
greinileg áhrif á viðhorf Ólafs
til efnahagsmála. Ólafur reit
grein í Eimreiðina 1910 er
nefndist „Um fjárhag vorn og
framtíð". Fjallaði hún um
möguleika íslendinga til að
auka iðnaðarframleiðslu sína
með aukinni starfsemi hand-
verksmanna og smáfyrir-
tækja. Fljótt á litið mætti
ætla ao bjartsýni hans á
möguleika handv erksins hafi
stafað af „frumstæðum"
skilningi íslendingsins á iðju-
þróun heimsins. Svo var þó
ekki. Ólafur beitti þeirri hag-
fræðikenningu sem Krapotk-
in setti fram í bókinni Fields,
Factories and Workshops til
að rökstyðja álit sitt:
Það leit út, sem dagar allra
handiðna væru taldir, og á
þessu byggði Karl Marx þá
kenningu sína, að fyrirtæk-
in hlutu stöðugt að renna
saman og verða stærri og
stærri ... Við þessa kenn-
ingu halda flestir lög-
jafnaðarmenn (sósíalistar)
enn.8
Ólafur vitnaði neðanmáls 1
fyrrnefnda bók furstans þar
sem sagði að Marx hefði vís-
ast afneitað samrunakenn-
ingu sinni ef hann hefði lifað
fram yfir aldamótin 1900.9
Kenningar Krapotkins gengu
þvert á hugmyndir marxista.
Hann taldi að heimsmarkað-
urinn myndi skreppa saman
og þjóðirnar yrðu smám
saman sjálfum sér nógar um
iðnaðarvörur.10 Ólafur
byggði á þessu í grein sinni og
sagði „að einhverntíma í
framtíðinni rnuni íbúar hvers
lands framleiða allan eða
megnið af iðnvarningi, sem
þörf er á í því landi."11 Með
þessa framtíðarspá í huga
taldi hann líkt og Krapotkin
55