Ný saga - 01.01.1987, Side 63
Ósamræmi í frelsishug-
myndum oftúlkað
Guðmundur Jónsson
Síðan sjálfstæðisbarátt-
unni við Dani lauk hafa
íslendingar smám saman
farið að líta á samskiptasögu
þjóðanna tveggja í nýju ljósi.
Sagnfræðingar eru manna
iðnastir við að vega að þeirri
söguskoðun sem getin var og
fóstruð af stjórnfrelsishreyf-
ingunni á íslandi á 19. öld. Þá
lá saga landsins fyrir sjónum
manna sem frelsisbarátta
þjóðarinnar, sem í fyrstu var
borin frjáls en varð síðan að
þöla valdníðslu og arðrán
Norðmanna og þó lengstum
Dana. Nú rekja menn ekki
ósjálfrátt það sem miður fór í
landinu til erlendrar kúgunar
(eða erfiðra náttúruskilyrða
ef ekki vildi betur), en greina
allt eins togstreitu og and-
stæður milli landsmanna
sjálfra, íslenskt misrétti og
ófrelsi.
Nýjasta atlagan að sögu-
skoðun þjóðernishyggjunnar
er grein Guðmundar Hálfdán-
arsonar, sem hér er til um-
ræðu, og er athyglisverðari
en önnur skrif um þetta efni
að því leyti að þar er tekið
dýpra í árinni; hinni þjóðern-
islegu sögutúlkun á sjálfstæð-
isbaráttunni er snúið á haus.
Guðmundur heldur því fram
að sjálfstæðisbarátta íslend-
inga hafi ekki verið af frjáls-
lyndum toga spunnin heldur
hafi hún þvert á móti byrjað
sem andsvar bænda við frjáls-
ræðistilburðum dönsku
stjórnarinnar hér á landi, og
miðaði hún að því að verja
hefðbundna samfélagsskipan
gegn upplausnaráhrifum
erlendrar hugsjónastefnu.
Þessa nýstárlegu skoðun
Frelsiskempur á Þingvallafundi árið 1885. Hvers konar frelsi voru
þeir að berjast fyrir? Frá vinstri: óþekktur, séra Jakob Guð-
mundsson Sauðafelli, Jón Jónsson ( Múla, Benedikt Sveinsson
sýslumaöur, Pétur Jónsson á Gautlöndum og Jón Ólafsson
Einarsstöðum.
hefði Guðmundur þurft að
rökstyðja betur og fylgja eftir
orðum sjálfs sín: ,,Það er
einmitt eitt áhugaverðasta
verkefni í hugmyndasögu
þessa tímabils að kanna
hvernig íslendingar reyndu
að laga útlendar kenningar og
hugmyndir að sínum eigin
hugarheimi" (bls. 465). Mér
sýnist Guðmundur einmit
horfa fram hjá áhrifum
evrópskra stjórnmálahug-
mynda á íslenska stjórnmála-
menn og hvernig þeir sniðu
þær að aðstæðum hérlendis
(nema í undantekningartilvik-
um sbr. Jón Sigurðsson og
Arnljót Ólafsson), en þess í
stað telur hann að íslenskir
bændur hafi skellt skollaeyr-
um við útlendum frelsishug-
myndum og tekið að tygja sig
til baráttu gegn þeim.
Niðurstöðu sína byggir
Guðmundur á því að flestir ís-
lendingar um miðbik 19.
aldar voru andvígir kenni-
setningum frjálshyggju um
efnahagsmál og einstaklings-
frelsi. Á þetta hafa margir
réttilega bent. Hitt er einföld-
un hjá Guðmundi að ein-
skorða frjálshyggjuna við
þessar hugmyndir og halda
því fram að engar félagshreyf-
ingar á 19. öldinni verði með
réttu kenndar við eða hafi ver-
ið undir áhrifum frjálshyggju
nema þær játi hinni klassísku
ensku hagfræði. Hún var
vissulega mikilvæg uppistaða
í hugmyndavef frjálshyggj-
unnar, en ekki sú eina.
Sjálfstæðisbarátta íslend-
inga var með sínum hætti
hluti af stjórnmálavakningu
sem fór um Evrópulönd á 19.
öld og hélst í hendur við sókn
borgarastéttar í þjóðlífi álf-
unnar. Þessi barátta var háð
undir merkjum frjálshyggju
61