Ný saga - 01.01.1987, Page 76
KONUR FYRIRGEFA KÖRLUM HÓR
sækja um eða kom það aldrei
til tals? Bændur borguðu
margir umyrðalaust. Til
dæmis fékk Jón Einarsson í
Rangárvallasýslu fé að láni til
að greiða fyrir fyrsta hór-
dómsbrot, en treysti sér ekki
til að greiða fyrir annað brot
sitt, sem uppvíst varð um
sumarið 1823. Björn Björns-
son bóndi á Efranúpi í Mið-
firði ætlaði að borga refja-
laust fyrir annað hórdóms-
brot sitt, þó hann ætti 4 ung
börn og veika konu. í desem-
ber 1821 brunnu hins vegar
bæjarhúsin og þau hjónin sáu
sér ekki annað fært en að
sækja um eftirgjöf. Hana
fengu þau reyndar ekki af því
amtmaður mælti á móti og
benti Kansellíi á að Björn
teldist til betri bænda.15 Þær
konur voru líka til sem neit-
uðu að biðja fyrir manni sín-
um, heldur létu hann borga:
,,Þareð minn egtamaður Hin-
rik Guðmundsson ekki hefur
beðið mig um að biðja um
uppgjöf hórsektar sinnar, þá
er það aldeilis frá að ég leggi
þar til nokkur góð orð", lýsti
HallvörÁrnadóttir í Mölshús-
um yfir í október 1837.16
Eiginkona Hannesar á Litlu-
Háeyri á Eyrabakka neitaði
að biðja fyrir honum haustið
1854, fyrst hann lét ekki af
ferðum sínum til barns-
móðurinnar sem var í vist á
nálægum bæ. Ekki vildi eigin-
kona Ólafs Guðmundssonar á
Indriðastöðum í Skorradal
heldur fyrirgefa manni sínum
annað hórdómsbrot hans
haustið 1834 svo hann varð að
sækja um undanþáguna
einn.17 Þannig gátu konur
haldið áfram að búa með
manni þó hann tæki framhjá,
án þess endilega að fyrirgefa
honum breytnina.
Hvort umsókn um eftirgjöf
þótti vera enn frekari auðmýk-
ing fyrir konur, ofaná fram-
hjáhald bóndans, er hins
vegar óvíst. Fullvíst er þó að
það var fátækt sem fékk þær
til að sækja um. Þetta fólk gat
einfaldlega ekki borgað. Árið
1838 mæltist Guðný Eyjólfs-
dóttir i Stíflisdal í Þingvalla-
sveit til þess að Þorsteinn
Einarsson fengi eftirgefnar
sektir, því ella yrði hann ófær
um að ala önn fyrir nýfæddu
barni sínu og þeim hjónum.18
Fjórum árum áður fyrirgaf
Þorbjörg Eyjólfsdóttir í
Árnessýslu bónda sínum
vegna fátæktar og margra
barna, og Halldóra Jónsdóttir
vildi halda áfram búskap ,,til
að okkar fátæku börn ekki
komi sveitinni til þyngsla".19
Þorbjörg Jónsdóttir gat þess
1823 að tíundarupphæð
manns síns væri aðeins 5Vi
hundrað, en „fólks og ómaga
tala 7". Árið 1845 lét Guðrún
Árnadóttir sér aftur á móti
nægja fullyrðinguna: „Þareð
við búum við lítil efni og veitir
því þungt að betala allar
skuldir".20 Einna nákvæmust
og átakanlegust er umsókn
Kristínar Loftsdóttur frá 8.
mars 1848. Hún var þá um
sextugt og maður hennar ára-
tug yngri, en Guðrún barns-
móðir hans og vinnukona
þeirra hálfþrítug:21
Hérmeð dirfist ég í undir-
gefni að biðja herra sýslu-
mann minn að vera styrkj-
andi og mælandi fram með
því máli mínu við háyfir-
valdið, og auðmúkri bón, að
ektamaður minn Matthías
Hannesson búandi á Hofi,
sem brotið hefur nú með
barneign í hódómi, mætti
frí verða við lögsókn og
sektir sem þaraf fljóta. Ég
bið þessa af þeim orsökum
að hann er svo fátækur að
74
Þetta fólk gat ein-
faldlega ekki
borgaö.
Nokkrar konur
báðu jafnvel yfir-
völd um aö leyfa
barnsmóður hús-
bóndans að vera
áfram á bænum
svo búskapur
leggðist ekki nið-
ur.
hann getur ekki goldið sekt-
ina, nema ég, sem er holds-
veikur og þunglega þjáður
kararómagi hans, megi
missa í þeirri forsorgun og
framfærslu sem hann í
mörg ár sýnt hefur mér
með allri nærgætni og
umönnun, sem hann líka
framvegis til enda minna
vesælu lífdaga gjarnan vill
áframhalda eftir ýtrustu
kröftum og efnum. Svo sem
ég að mínu leyti hef fyrir-
gefið honum þetta brot, í
þeirri von að héreftir slíti ei
tryggð við mig eða sleppi af
mér hendi, vildi ég auð-
múklegast óska að háyfir-
valdinu náðugast þóknað-
ist að létta af honum sekt og
straffi fyrir mína skuld,
sem þoli ekki að útsvar sé
lagt á efni okkar sem að
mestu leyti ganga til míns
undirhalds.
Fyrst og fremst var því ver-
ið að hugsa um afkomuna og
heimilið, og sjónarmið Mar-
grétar Þorsteinsdóttur úr
Rangárvallasýslu var ríkj-
andi. Hún skrifaði í árslok
1834 vegna fyrsta hórdóms-
brots manns síns: „ég er full-
viss um að það er ekki vors
allra mildasta konungs vilji
að straffa mig saklausa fyrir
brot hans með sameiginlegu
eigna tjóni".22 Nokkrar kon-
ur báðu jafnvel yfirvöld um
að leyfa barnsmóður hús-
bóndans að vera áfram á bæn-
um svo búskapur leggðist
ekki niður. Sesselja Þórarins-
dóttir bað til dæmis um það
vorið 1846 að vinnukona sem
Eiríkur bóndi hennar hafði
átt tvö börn með fengi að
vera. Hún sagðist vera heilsu-
laus sjálf og oft rúmliggjandi,
þau ættu 3 óuppalin börn og
kotið væri rýrt. Vinnukonan
væri því með öllu ómiss-
j