Ný saga - 01.01.1987, Page 79

Ný saga - 01.01.1987, Page 79
KONUR FYRIRGEFA KÖRLUM HÓR Vinnukonur þjón- uðu körlum á heimilinu. Leiddi það til lauslætis? Halldóra og Hallvarður skildu og í manntali 1860 er hann skráður húsmaður á Neðri-Þverá, fráskilinn með 5 ára dóttur sína Guðfinnu hjá sér.32 Skilnaðir af sömu sök- um voru nokkuð algengir, þó ekki hafi gefist tóm til að rannsaka þá sérstaklega að þessu sinni. I skilnaðarum- sókn Guðrúnar Jónsdóttur frá Járngerðarstöðum til kon- ungs árið 1817 kvaðst hún hafa flúið frá manni sínum og sex börnum þegar hann fórað vera með vinnukonu þeirra. Steinunn Magnúsdóttir á Kjarlaksvöllum í Saurbæ krafðist skilnaðar þegar Ólaf- ur bóndi hennar átti barn með vinnukonu haustið 1824, og sumarið 1839 vildi Una Bryn- jólfsdóttir í Rangárvallasýslu hvorki „biðja fyrir hans hór- dómsbrot né taka saman við hann aftur".33 Konur þurftu þannig ekki að fyrirgefa fram- hjáhald, þó þær gerðu það flestar. Þær fyrirgáfu, en hvers vegna? Mótmæltu sumar kannski með sættir og uppgjöf í huga, líkt og Hildur að Hofi í smásögu Guðmund- ar Friðjónssonar Hólmgöngu f rá 1921? Voru aðrar ef til vill framhjáhaldinu fegnar, eins og Ólöf í Ási í samnefndri skáldsögu hans frá 1907 ? Hún fékk þá sjálf að vera í friði.34 Við vitum lítið hvað þær vildu, aðeins hvað þær gerðu, ákváðu að gera eða neyddust til að gera. Þær héldu áfram að búa með manni sem sveik. Leið þeim illa, leið þeim vel eða leið þeim engan veginn? Þær gátu líka farið, en hvert? Og hvað beið þeirra þá? Það var ekki hlaupið að því fyrir konu að leysa upp heimili, hún yfirgaf ekki börn sín svo auðveldlega og hún átti tæp- lega í önnur hús að venda. Það þarf annars að athuga framhjáhald miklu betur. Viðbrögð giftra kvenna við framhjáhaldi eiginmanna eru aðeins eitt atriði af mörgum. Héldu þær ekki framhjá sjálf- ar líka, samanber Vatnsenda- Rósu og Steinunni á Sjöundá ? í Frakklandi var nokkuð um slíkt meðal bændafólks á 19. öld og gert var mikið grín að kokkálum, les cocus. Einnig lá mun þyngri refsing við framhjáhaldi kvenna en karla og rithöfundar voru með la femme adultére á heilanum.35 Af hverju ekki allt eins á ís- landi? Ennfremur verður að skoða aðferðir giftra manna: hvaða eiginmenn tóku fram- hjá og hverjir ekki? Héldu þeir hjákonur eða lögðust þeir með vinnukonum sínum eftir því sem kallaði að? Ekki er síður brýnt að fylgja eftir stúlkunum sem eignuðust börnin: hverjar voru þær og hvað varð um þær? Voru þetta að einhverju leyti sömu stúlkur og riðu út um helgar með piltum af næsta bæ? Og hvað sögðu þeir þegar giftir bændur settu þær undir sig? Framhjáhald tengist þannig óhjákvæmilega annars konar saknæmu og siðlausu kynlífi: barneignum ógifts fólks, nauðgunum og blóðskömm. Framhjáhald tengist líka gift- ingum fólks, einkum því hverjir völdust saman: hverj- ir fengu að njótast og var ein- hverjum það þvert um geð að giftast? Ef marka má íslensk- ar skáldsögur frá síðari helm- ingi 19. aldar var elskendum iðulega meinað að eigast, ást- ríður landsmanna lágu í fjötr- um. Umræður um öreigagift- ingar á Alþingi styrkja þann 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.