Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 23

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 23
yflr og strikaði mikið út og ég varð nátt- úrlega fjúkandi vondur. Svo átti hann gott bókasafn sem maður gat legið í. Þetta hefur verið um ’82. Annars er það þannig að eftir því sem ég er lengur í þessu, því skemmra finnst mér vera frá því ég byrjaði af einhverju viti, ef ég er þá byrjaður enn af viti. Hvað lastu? Ég las meira og minna allt sem að kjafti kom. Ég hef alltaf lesið margt annað en skáldskap og það hefur ekki síður mótað mig heldur en hann. Það er að ljúkast upp fyrir mér smátt og smátt hvað svokallað- ar heimsbókmenntir hafa haft grunn áhrif á mann í raun og veru. Þá á ég við sem mótandi þáttur í því sem maður er sjálfur að skrifa. Ég held að ef lestur er eins gíf- urlega mótandi og talið er, þá segi það sig sjálft að það sem maður las sem bam, sitji fastar en það sem augun námu seinna. Og í þá daga var tilviljun að „viðurkennt" stórvirki flyti með í bóka- bunkanum, þótt auðvitað kæmi það fyrir. Þú hefur þá rétt verið farinn að yrkja þegar Jyrsta bókin kom út? Já, fyrsta bókin, Svarthvít axlabönd, kom út 1983 á Sauðárkróki. Útgefandinn var Guðbrandur Magnússon, ritstjóri fréttablaðsins Feykis. Hún verður víst endurútgefin hjá Máli og menningu í vor ásamt Maríuglerinu og Blindfuglinum í einni bók. Sem betur fer var ég ekki byrj- aður strax í upphafi menntaskóla eins og svo margir. Ég veit ekki hvers konar van- skapnaður það hefði orðið, því mörgum þykir víst nógu slæmt það sem komið hefur frá mér upp úr tvítugu. Ég geng frá handritinu að þessari fyrstu bók að mestu leyti minn fyrsta vetur hér í Reykjavík. Ætli það segi ekki sitt um innihald bók- arinnar. Hún er sennilega einn vitnis- burðurinn enn um saklausa sveitadreng- inn sem lendir í ljótu og vondu borginni sem ætlar að gleypa hann! Annars þótti mér þessi bók vond lengi vel eftir að hún kom út, en eitthvað fór ég að glugga í hana um daginn og sá þá að minnsta kosti að innan sinna þröngu marka var hún ekki svo slæm. Og svo kemur Svigrúmið eins og stökkbreytt afbrigði sem hefur orðið fyrir óbætanlegri geislun. Guðmundur Andri Thorsson sagði um þá bók í ritdómi að henni vœri best lýst með því að baða út höndunum. Orðið vœri flugeldur sem þyti á loft og splundraðist í margar áttir. Hvað segirðu um það? Ætli hann hafi ekki átt við þessa tilraun sem ég var að gera með að láta tvö orð standa sitt hvoru megin við eitt tiltekið og togast á um það merkingarlega. Mér finnst þessi tilraun varla standast núna, en eitthvað lærði ég nú af henni samt, held ég. Eitt einkenni á bókum þínum eru hin nánu tengsl þeirra við myndlist. Það eru ekki bara myndir í Ijóðunum lieldur eru sum Ijóðin beinlínis myndir. Ætli megi ekki segja að myndir einhvers konar gegni mest áberandi hlutverki í Svigrúmi og Höfuðlausninni. En allra handa myndgerð hefur ævinlega höfðað sterkt til mín og þar af leiðandi held ég að í hinum ljóðabókunum þremur sé ekki síður að finna myndræn áhrif þótt þau komi að vísu í minna mæli fram í letur- fletinum. Ég sá fljótlega að tilraunir með slíkt lágu einnig inn í tómar blindgötur. En ég hugsa að það kunni að loða lengi við mig blær sem tengist einhverju myndrænu sem liggur einhvers staðar undir yfirborðinu í textanum. Myndir hafa einfaldlega alla tíð verið stór hluti af mínu lífi og því víkst ég ekki undan í samræmi við það sem við töluðum um áðan. Málverkið hefur ekki freistaðþín? Jú, ég hefði getað hugsað mér að tjá mig í málverki, en ég held að ég hafi ekki haft réttu hæfileikana. En líklega togar það alltaf í mig. Nú virðist svipað vera uppi á teningnum í Höfuðlausninni og í Svigrúminu eða er það kannski misskilningur? Við fyrstu sýn eru þetta býsna keimlíkar bœkur. Að sumu leyti má segja að ég hafi verið Mynd: Þorkell Þorkelsson að fullnýta svæði sem ég kom inn á í Svigrúminu. En jafnframt finnst mér nú að kveði við nokkuð annan tón. Ég held að margir þeir sem lesa þessar bækur leggi ofuráherslu á útlit textans á blaðinu og setji þess vegna sjálfkrafa samasem- merki milli þessara tveggja bóka. Mér finnst sjálfum Höfuðlausnin kannski skyldari Maríuglerinu í eðli sínu. Það fer að örla á einhverjum frásagnarkenndum eigindum. Ég held að það sé kominn tími til að einhver lesi þessar bækur án þess að vera sífellt að ergja sig á uppsetningunni og saka mig um formdýrkun, þeir sem setja svoleiðis lagað fyrir sig og sjá ekki undir yfirborðið, eru sjálfir ansi fastir í formi er ég hræddur um. Annars er það ekki það að ég hafi ekki haft mjög gott af þeirri gagnrýni sem kom upp í sambandi við þetta á sínum tíma. Þegar í Höfuðlausninni örlar áfrásagn- arkenndari Ijóðum segirþú. Þau eru hins vegar áberandi í Maríuglerinu svo ekki 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.