Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 35

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 35
menningarhefðir verði fyrir þrýstingi og eyðandi áhrifum þessarar siðmenningar, en þær hafa ekki allar sama mótstöðuafl, né heldur það sem mestu skiptir, sömu aðlögunarhæfni. Hætt er við að ekki geti öll menning samræmst heimsmenning- unni sem vísindi og tækni ala af sér. Mér virðist að greina megi viss nauðsynleg skilyrði sem ekki má vanta. Einungis sú menning sem getur meðtekið vísindalega rökvísi getur komist af og endurnýjast; aðeins sú trú sem reist er á röklegum skilningi getur aðlagast samtíð sinni. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að segja, að einungis sú trú sem tileinkar sér afhelgun náttúrunnar og tengir allan helgidóm við manninn, geti tekist á hendur að tæknivæða náttúruna. Ein- göngu sú trú sem metur tíma og breyting- ar og setur manninn í öndvegi gagnvart heiminum, sögunni og lífinu, virðist fær um að komast af og vara; ella verður holl- usta hennar við fortíðina ekkert annað en einfalt þjóðsagnaskraut. Vandinn er að endurtaká ekki einfaldlega hið liðna, heldur að eiga þar rætur til þess sífellt að finna upp eitthvað nýtt. Þá er þriðja spurningin eftir: Hvernig geta ólíkar menningarhefðir mæst, kom- ið saman án þess það verði öllum til óheilla ? í rauninni kynni að virðast að niðurstaða bollalegginganna hér að fram- an yrði sú að menningarhefðir séu ósam- þýðanlegar; en samt eru menn aldrei algerlega ókunnugir hver öðrum. Þeir eru vissulega framandi hver öðrum, en ávallt svipaðir. Þegar við komum til algerlega framandi lands, eins og þegar ég kom til Kína fyrir fáeinum árum, þá finnum við - þó að við séum algerlega utan gátta - að við erum ætíð á meðal manna. En þessi tilfinning er blind, hana verður að hefja upp á stig áhættunnar og sjálfráðar viðurkenningar á því sem er sammannlegt. Fræðimenn um Egypta- land tefldu í þess konar tvísýnu fyrrum, er þeir uppgötvuðu óskiljanleg tákn og héldu því fram sem meginreglu, að ef þessi tákn væru mannaverk, þá væri bæði hægt og ætti að þýða þau. Auðvitað kemst ekki allt til skila í þýðingu, en allt- af eitthvað. Engin ástæða eða lfkur eru til þess að málkerfi sé óþýðanlegt. Trúin á að þýðing sé gerleg að ákveðnu marki, er um leið viðurkenning þess að útlend- ingurinn sé maður; m.ö.o. er hún vissa um að samskipti séu möguleg. Það sem nú hefur verið sagt um tungumál - táknmál - á einnig við um gildi og þær grunnímyndir og tákn sem mynda menn- ingarinnstæðu þjóðar. Já, ég tel að með velvild og ímyndunarafl að leiðarljósi, sé unnt að skilja þá sem eru mér frábrugðn- ir; alveg á sama hátt og ég skil persónu í skáldsögu eða leikriti, eða raunverulegan vin sem er mér ólfkur. Ég get enn fremur skilið án þess að endurtaka, ímyndað mér án þess að upplifa, orðið annar á meðan ég er áfram ég sjálfur. Að vera maður er að vera fær um að líta á hlutina undir öðru sjónarhorni. Þá vaknar samviskuspurningin: Hvað verður um mín gildi er ég skil gildi ann- arra þjóða ? Skilningur er varasamt ævintýri þar sem öllum menningarhefð- um er búin sú hætta að týnast í óljósum samruna. Samt sem áður virðist mér að við höfum hér lagt drög að svari, þótt veikburða sé og til bráðabirgða; einungis lifandi menning sem er í senn trú uppruna sínum og fær um sköpun í listum, bók- menntum, heimspeki og andlegum efnum, getur staðið undir því að mæta annarri menningu - og ekki nóg með það, heldur getur slfk menning einnig ljáð þeim samfundi merkingu. Þegar sterkar hvatir til sköpunar koma saman, þá verður sjálfur samfundurinn skap- andi. Ég held að í allri sköpun sé eins konar samræmi, þótt samstillingin sé engin. Það er á þennan veg sem ég skil hina snjöllu kennisetningu Spinoza: „Því betur sem við skiljum einstök fyrirbæri, því betur skiljum við guð". Þegar maður hefur kannað djúp hins einstaka til hlítar, þá finnst manni að það sé í samræmi við öll önnur einstök fyrirbæri á þann hátt sem ekki verður með orðum lýst. Ég er sannfærður um að íslömsk veröld, sem tæki sig upp á ný, eða hindúsk veröld, sem með fornum hugsunarhætti blési lífi í nýja sögu, fyndi til þess sérstaka skyld- leika, sem allir skapandi menn eiga hlut- deild í, gagnvart okkar menningarhefð, evrópskri menningu. Ég held að efahyggjunni ljúki hér. Fyrir Evrópubú- ann sérstaklega, er vandinn ekki sá að eiga hlutdeild í eins konar óljósri trú sem allir gætu játast undir, heldur er verkefni hans það sem Heidegger orðar á þessa leið: „Við verðum að leita aftur til okkar eigin uppruna", við verðum m.ö.o. að leita aftur til hins gríska, hebreska og kristna uppruna okkar, til að verða verð- ugir viðmælendur í hinni miklu kapp- ræðu menningarhefðanna. Til að geta staðið andspænis öðrum verður maður fyrst að vera maður sjálfur. Af þessu er ljóst að ekkert er fjær lausn á vanda okkar en einhver óljós og ósam- kvæmur samruni. Innst inni er slíkur sam- runi ætíð eftirhreytur; hann felur ekki í sér neitt sem er skapandi; hann er einber sögu- leg uppákoma. í stað samruna berað rækja samskipti, tengsl þar sem ég til skiptis stend fastur á uppruna mínum og gef mig á vald ímyndunar annarra samkvæmt frá- brugðinni menningu þeirra. Mannlegan sannleik er einungis að finna í þessu ferli, þar sem menningarhefðir takast æ meira á með því sem er líflegast og mest skapandi með þeim. Saga mannsins mun í vaxandi mæli verða yfirgripsmikil útlistun, þar sem sérhver siðmenning mun efla heims- sýn sína í átökum við allar hinar. En þessi átök eru varla hafin, þau verða að öllum líkindum meginverkefni komandi kyn- slóða. Enginn getur sagt til um hvað verð- ur um siðmenningu okkar er hún hefur í raun tekist á við aðra ólíka siðmenningu með öðrum hætti en hernaði og yfirdrottn- un. En við verðum að játa að þessi fundur hefur ekki enn átt sér stað á grunni raun- verulegra viðræðna. Þess vegna erum við 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.