Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 53
hófí. Síðan voru þessirpunktar stækkaðir
upp svona þúsundfalt og þá gerðar nýjar
blýklisjur eða hvað það nú heitir- svona
fyrir gamaldags bókþrykk. Mig langaði
að sjá hvað ég gæti borið minnst á borð
en efnt þó til veislu í bókmenntalegum
skilningi - ljóðrænar þagnir, - gjörið þið
svo vel. Ég valdi Laxness vegna þess að
hann var örugglega nógu sterkur, bæði til
að næra og líka til að þola svona sníkju-
Blaðsíða úrbókinni Circles. Stedelijk Museum Amsterdam, nóv.l973ljan,1974, 21 x
21 cm.
gróður.
En Niður?
Niður er skrásetning á hugtakinu „niður“
í landfræðilegri merkingu. Ef þú ert úti í
geimnum, þá er ekkert til sem heitir
niður. Þar er bara að eða frá. Niður er frá
hæsta fjallstindi til mesta sjávardýpis, og
ef þú ferð lengra en það, þá ertu farinn að
fara inn í jörðina. Mér finnst gaman að
finna fyrir þessum vaxandi þrýstingi eftir
því sem aftar dregur í þeirri bók. Það
stendur til að endurútgefa hana í Þýska-
landi á næstunni hjá sama forlagi og var
með Once around the Sun.
Hvað um Or ?
Hún varð til í Devon þegar við fjölskyld-
an fórum í sumarfrí til vina okkar þar.
Þau buðu mér að gera bók því þau voru
með litla prentsmiðju og útgáfustarfsemi
þama. En ég vissi ekki hvað ég ætti að
51