Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 29

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 29
„Sniðugur strákur. Bíddu, sjáum til, kveiktu á annarri." Svaraði hann. Ég hlýddi og bar logann upp að augum. Hann hrifsaði í ermi mína og sagði í skip- unartóni. „Krjúptu." Ég kraup. Hann þreif í hár mitt og rykti höfðinu aftur. Hann beygði sig yfir mig forvitinn og strekktur, sveðjan seig hægt þar til blaðið snart annað augnalokið. Ég lagði aftur augun. „Haltu þeim opnum.“ Sagði hann skip- andi., Ég opnaði augun aftur. Loginn sveið augnhárin. Þá sleppti hann mér allt í einu. „Allt í lagi. Þau eru vístekki blá. Komdu þér burt.“ Eins og hendi væri veifað var hann horfinn. Ég hallaðist upp að veggnum með höfuð í greipum mér. Þegar ég hafði loksins jafnað mig hljóp ég af stað, ég hrasaði og datt, ég hljóp í heilan klukku- tíma um yfirgefinn bæinn. Þegar mig um síðir bar aftur á torgið sá ég hvar eigandi gistihússins sat enn framan við dymar. Ég gekk inn án þess að yrða á hann. Dag- inn eftir hafði ég mig á burt úr þessum bæ. MEXÍKÓDALUR Úr flokknum Örn eða sól? Dagurinn opnast, breiðir gagnsæjan lík- ama sinn út. Ljósið tjóðrað við sólar- steininn. Það lætur höggin ganga á mér með ósýnilegum sleggjum. Ég er ekki annað en hlé milli sveiflna. Hvass, mál- vana punktur, rekinn milli tveggja tillita. Þau horfast nákvæmlega hjá, en mætast í mér. - Ætli þau nái að lokum sáttum? Ég er eintómt rými, orustuvöllur. í gegnum þennan líkama sé ég minn annan. Það bjarmar af steininum. Sólin slítur augu mín út. Tvær stjömur taka að mýkja sínar rauðu fjaðrir í tóftum augna minna. Glæsileiki, spírall vængja og grimmileg- ur goggur. Og nú syngja augu mín. Reynið að rýna í þann söng, fleygið yður á bálið. XIII Úr flokknum Verk skáldsins Tilantlán byggði ég endur fyrir löngu, úr steinvölum, grasi og skami. Ég minnist virkismúranna, sólskífa á gulum hurðum, óþefjar úr þröngum götum, háværra íbúa, hallarinnar grænu. Ég man líka fórnarmusterið sjálft rautt að lit, háhofin fimm gnæfðu í himin líkt og úr opnum lófa og vegimir óteljandi allstað- ar að. Þessi gráa borg Tilantlán læsti klónum, beit kjafti í jörð, við rætur hvítra hamra. Þessi borg dufts og drauma. - íbúamir vom slægir, ástríðuheitir og formfastir. Þeir tignuðu hendumar sem sköpuðu þá, en skelfdust fætuma sem kynnu að eyða þeim. Kenning guð- fræðinnar miðaði öll að því einu, að tak- ast mætti að kaupa ást hinna Fyrstu og tryggja náð hinna Síðustu. Fómimar, sem þeir færðu svo blóðvolgar fram, dugðu þeim ekki þann blessaða morgun er hægri fótur minn kramdi þá alla og söguna með, grimman aðal, uppreisnir, heilaga tungu, þjóðsöngva og helgileiki. Aldrei hafði prestana órað fyrir því, að hendur og fætur væm sín hvor hlið, sama guðs. íslensk gerð: Sigfús Bjartmarsson 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.