Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 37

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 37
Ég bý í húsi undir klöpp Einar Kárason og Guðmundur Andri Thorsson ræða við Olaf Gunnarsson Viðtaliö var tekið á útmánuðum 1987. Við tveir fórum nokkrar ferðir uppá heiði til skáldsins, sem hefur heimilisfangið „Stóra klöpp við Hólmsárbrú". Þar býr hann ásamt fjölskyldu sinni í snjóhvítu húsi með snjóhvítu þaki sem á þessum árstíma fellur vel inní umhverfið. Þetta er heljarmikið hús á tveimur hæðum sem faðir Ólafs átti á undan honum, og við sem komum í heimsókn þóttumst vita að þessi staður hefði oft verið Ólafi ofarlega í huga, til dæmis þegar hann samdi hinn eftirminnilega fyrsta kafla skáldsögunn- ar Milljón prósent menn. Á hlaðinu f agnar okkur hundur sem líkist úlfi og er á stærð við úlf og þótt við þykj- umst alls ósmeykir og segjum hvutti litli lætur enginn sannfærast. Ólafur segir okkur að tíkin sé meinlaus og afar góð- hjörtuð þrátt fyrir stærðina, minni sig reyndar á bolann Ferdínand sem alltaf er á flótta undan fiðrildi í blöðum frá Disn- eykompaníinu. Við fórum nokkrar ferðir og það voraði á heiðinni. Gestgjafinn var til í að ræða við okkur um bókmenntir, enda væru þær starf hans og líf, en var ekki snokinn fyrir hjal um allskyns annað fánýti sem við vildum hlera eftir. Það átti til dæmis við um atriði eins og æsku, uppruna, aldur og fyrri störf; viðmælandinn sagðist svo sem engu hafa að leyna, en ekki hafa heldur af miklu að guma nmfram hvern annan. En við vildum hafa allt með, fylla út í einhvers konar mynd - sem auðvitað var aðeíns okkar mynd af Ólafi Gunnars- syni þegar allt kom til alls - og vorum frakkir og aðgangsharðir, útsendarar Tenings, eins og harðsnúnir rannsóknar- blaðamenn. Og fyrsta spurningin var sem sé þessi: Ek: Maður hefur það á tilfinningunni að þú komir úr öðruvísi umhverfi en allir þessir MR-ingar, jafnaldrar þínir meðal skálda sem einhvern veginn stóð alltaftil að yrðu skáld. Hvernig varð þín leið inn í skáldskapinn? - Umhverfi og leið inn í skáldskapinn! Ja, ég held ég geti ekki svarað því öðru- vísi en að segja að Guð hafi sett mig á jörðina til þess að skrifa. Þar með á ég ekki við að með því hafi hann ætlast til að ég yrði öðrum mönnum merkilegri. Þvert á móti.Rútubílstjóri getur verið rútubíl- stjóri af Guðs náð og sama gildir um fólk í öðrum störfum... Gat: En uppruni þinn? - Já, hann er kannski um margt töluvert óvenjulegur. Foreldrar mínir voru orðin nokkuð fullorðin þegar þau eignast mig. Pabbi var 59 ára og mamma 48. Ég á fimm eldri systur. Ég get vel ímyndað mér að allar þessar systur hafi látið nokk- uð mikið með mig. Og aldrei að vita nema ég sé af því alvarlega markeraður. Að hafa fegurðardísir í kringum sig sín uppvaxtarár sem allar segja manni hvað maður sé fallegur og gáfaður og merki- legur hlýtur að rugla mann í ríminu. Það vill bera á því að maður lendi í veseni þegar maður ætlar síðan að fara að færa þettauppáheiminn. Gat: Hvernig manstu fyrst eftirþér? - Fyrsta minning mín er þessi: ég hef tæplega verið meira en 5-6 mánaða og ég ligg á bakinu í rúminu og læt síðan haus- inn síga á hægri vangann. Þá sé ég mömmu standa við eldhúsvaskinn. Ég sé hana svo greinilega fyrir mér og ég veit að þetta er ekki ímyndun vegna þess að þessum dyrum var lokað stuttu síðar, en ég gat löngu síðar bent á hvar þær höfðu verið. Önnur minning: pabbi var lengi læknabflstjóri í Reykjavík og einhvern tímann erum við á ferð, ég og pabbi og slatti af öðrum krökkum örlítið eldri aft- an í bflnum, og pabbi segir eitthvað á þessa leið: það er bara einn dropi eftir á bflnum af bensíninu, ætli við komumst nokkuð heim. Mér finnst þetta óhugnan- leg staðreynd. Það er einn dropi eftir af bensíni! Ég man að ég tönnlast á þessari véfrétt, ég sný mér við í framsætinu og set hausinn yfir bríkina og básúna þessi tíðindi aftur í bílinn, það er einn dropi eftir, heyriði það. Það er einn dropi af bensíni eftir. En það horfa steinandlit á mig úr aftursætinu. Ég held áfram að bjálfast, heltekinn af fréttinni, það er einn dropi eftir, og þá fara hinir krakk- arnir að pískra og benda. En pabbi minn kemur bílnum og öllum farþegum hans að bensíntanki og í öryggi. Ek: Hvernig krakki varstu? — Mér stóð fljótt stuggur af umheimin- um. Mér fannst veröldin sem tók við þeg- ar öryggi móður minnar sleppti saman- standa af einni hræðilegri hrekkjusvína- herdeild. Alls staðar fyrir utan húsið okk- ar fannst mér hrekkjusvínin liggja í ley ni. Það var tæplega að ég þyrði að hlaupa út á bakdyratröppurnar til að geta farið inn um dyrnar sem lágu upp á loft í húsinu til að heimsækja ömmu mína sem þar bjó á efsta lofti. Og þá er ég tekinn til við að yrkja, ekki nema fjögurra ára, og það órímað, þessi hending hér er frá 1951 eða 52: 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.