Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR
ÉG HUGSA UM ÞIG
Það er sunnudagur í dag.
í fyrsta sinn, í dag
var mér hleypt út í sólskinið
og ég-
í fyrsta sinn á ævinni
horfði ég stjarfur á himininn
og undraðist hve hann var fjarlægur
hve hann var blár
hve hann var víður.
Ég settist á jörðina
lotningarfullur
og skorðaði bakið við hvítan vegginn.
Núna kemur ekki til mála
að ég fleygi mér í sjóinn.
Enga baráttu núna
Ekkert frelsi, enga konu.
Jörð, sól og ég.
Ég er hamingjusamur maður.
1938
Ég hugsa um þig
og ilmur móður minnar stígur mér að vitum
móður minnar, hinnar fögru.
Þú situr í hringekjunni í mér á útihátíð
Hár þitt og pils sveiflast, þú hringsnýst
Af andliti þínu rjóðu missi ég sjónar og finn það aftur
Hvers vegna man ég þig
eins og hnífsstungu
þegar þú ert eins og núna
óendanlega fjarri mér?
Hvers vegna bregður mér
þegar ég heyri þig tala?
Ég krýp á kné ég horfi á hendur þínar
og mig langar að snerta þær
Ég get það ekki
Þú ert handan rúðunnar
Ég er undrandi áhorfandi, rósin mín
að harmleiknum sem þú leikur í skugga mínum.
VIÐ BROTTFÖR
Við brottför er ýmislegt ógert
við brottför
Gasellan úr veiðimannshöndum hrifin
liggur enn hreyfingarlaus
Ég tíndi glóaldin af grein
en þau eru enn óskræld
Ég blandaði geði við stjörnumar
en þær em ótaldar enn
Ég sótti vatn í brunninn
en í glösin er það enn ekki komið
Rósirnar liggja í körfu
en vasamir eru ekki mótaðir enn
Af ást emm við ekki ennþá fullsödd
Við brottför er ýmislegt ógert
við brottför.
ÞÚ ERT MÍN ÖLVUN
Þú ert mín ölvun
Þú ert alls ekki runnin af mér
Getur ekki runnið af mér
Vil ekki að renni af mér
Þungu höfði
Hrufluðum hnjám
Ötuðum fötum
fer ég til ljóss þíns sem Ijómar og slokknar
hrasa, velt, stend upp.