Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 25
Nazim Hikmet
Nazim Hikmet fæddist í Istanbúl árið 1902.
Fullorðinsár sín var hann landflótta, lengst af í
Moskvu, nema áratuginn 1928-1938. Þá naut
hann frelsis heima. Árið 1938 var hann dæmdur
til 28 ára fangelsisvistar fyrir kommúnistaáróð-
ur. Vegna þrýstings menntafólks um allan heim
var hann þó látinn laus þegar hann hafði afplán-
að 13 ár. Skömmu eftir að hann losnaði úr fang-
elsinu hvarf hann enn í útlegð og andaðist í
Moskvu árið 1963. Fangelsisvist og útlegð eru
þannig jarðvegur ljóða hans, en aldrei lét hann
bugast, heldur efldist að trú á mannkærleikann
og kommúnismann. Auk tækifærisljóða úr
stéttabaráttunni eru ljóð hans ástarljóð til eigin-
konu og sonar heima í Istanbúl eða til alls mann-
kynsins. Ljóðin sem hér fara á eftir eru þýdd úr
frönsku. Gunnar Harðarson las þýðingarnar yfir
í handriti og benti mér á margt sem betur mátti
fara.
Þór Stefánsson
PARÍSARGÁTA
Hvaða borg er eins og vín?
París.
Þú færð þér í glas
Það er súrt,
Á öðru
stígur það til höfuðs
Á þriðja
ertu negldur við borðið.
Þjónn, aðra flösku!
Og frá þeirri stundu, hvar sem þú ert
hvert sem þú ferð
ertu Parísarbytta, góði.
Hvaða borg
heldur áfram að vera falleg í óendanlegri rigningu?
París.
viltu deyja?
Sonur Hikmets, í hvaða borg
í Istanbúl
í Moskvu
og í París.
Hvenær finnst manni París ljót?
Þegar prentsmiðjur eru lagðar í rúst
og bókunum brennt.
Hvaða búningur hæfir París engan veginn?
Svartir brynvagnar með rimla fyrir rúðum.
í hvaða borg fékkstu
hvítasta brauðið?
í París,
einkum morgunhornin:
Þau eru eins og í Istanbúl
hjá Chehzade-bakara.
Hvað þótti þér vænst um í París?
París.
Félagi, hverjum færðirðu blóm?
Minningu kommúnunnar,
fegurðardís, fínlegri eins og reyr.
Hvaða landa hittirðu í París?
Namfk Kemal, Zíya Pacha, Mústafa Suphí,
og svo móður mína í æsku:
hún er að mála,
hún er að tala frönsku
hún er fegurst allra.
Og svo hitti ég líka
Mímí sautján ára.
Hverju er París þá lík?
Alþýðu Parísar.
Trúir þú á París, Adamssonur?
Ég trúi á París.
15. maí 1958.
23