Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 25

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 25
Nazim Hikmet Nazim Hikmet fæddist í Istanbúl árið 1902. Fullorðinsár sín var hann landflótta, lengst af í Moskvu, nema áratuginn 1928-1938. Þá naut hann frelsis heima. Árið 1938 var hann dæmdur til 28 ára fangelsisvistar fyrir kommúnistaáróð- ur. Vegna þrýstings menntafólks um allan heim var hann þó látinn laus þegar hann hafði afplán- að 13 ár. Skömmu eftir að hann losnaði úr fang- elsinu hvarf hann enn í útlegð og andaðist í Moskvu árið 1963. Fangelsisvist og útlegð eru þannig jarðvegur ljóða hans, en aldrei lét hann bugast, heldur efldist að trú á mannkærleikann og kommúnismann. Auk tækifærisljóða úr stéttabaráttunni eru ljóð hans ástarljóð til eigin- konu og sonar heima í Istanbúl eða til alls mann- kynsins. Ljóðin sem hér fara á eftir eru þýdd úr frönsku. Gunnar Harðarson las þýðingarnar yfir í handriti og benti mér á margt sem betur mátti fara. Þór Stefánsson PARÍSARGÁTA Hvaða borg er eins og vín? París. Þú færð þér í glas Það er súrt, Á öðru stígur það til höfuðs Á þriðja ertu negldur við borðið. Þjónn, aðra flösku! Og frá þeirri stundu, hvar sem þú ert hvert sem þú ferð ertu Parísarbytta, góði. Hvaða borg heldur áfram að vera falleg í óendanlegri rigningu? París. viltu deyja? Sonur Hikmets, í hvaða borg í Istanbúl í Moskvu og í París. Hvenær finnst manni París ljót? Þegar prentsmiðjur eru lagðar í rúst og bókunum brennt. Hvaða búningur hæfir París engan veginn? Svartir brynvagnar með rimla fyrir rúðum. í hvaða borg fékkstu hvítasta brauðið? í París, einkum morgunhornin: Þau eru eins og í Istanbúl hjá Chehzade-bakara. Hvað þótti þér vænst um í París? París. Félagi, hverjum færðirðu blóm? Minningu kommúnunnar, fegurðardís, fínlegri eins og reyr. Hvaða landa hittirðu í París? Namfk Kemal, Zíya Pacha, Mústafa Suphí, og svo móður mína í æsku: hún er að mála, hún er að tala frönsku hún er fegurst allra. Og svo hitti ég líka Mímí sautján ára. Hverju er París þá lík? Alþýðu Parísar. Trúir þú á París, Adamssonur? Ég trúi á París. 15. maí 1958. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.