Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 30

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 30
Paul Ricoeur Heimsmenning og þjóðmenning Vandinn, sem hér er vakið máls á, er hinn sami hvort sem í hlut eiga iðnvædd- ar þjóðir með rótgróinni stjóm eða þró- unarlönd sem nýlega hafa hlotið sjálf- stæði. Vandinn er þessi: Mannkynið sem heild stendur á þrösk- uldi einnar heimsmenningar. Þetta þýðir hvort tveggja í senn, gífurlegar framfarir fyrir alla og ægilegt átak til varðveislu menningararfsins og aðlögunar hans að þessari nýju skipan. Við finnum öll - mismikið og á ólíka vegu - fyrir spenn- unni sem ríkir á milli þessarar óhjá- kvæmilegu framvindu og framfara ann- ars vegar og kröfunnar um að vemda arf- leifð okkar hins vegar. Ég vil strax taka fram, að hugleiðingar mínar eru ekki sprottnar af andúð á alþjóðlegri nútíma- menningu; vandinn sprettur einmitt af hinu, að á okkur hvíla tvær gagnstæðar skyldur sem báðar eru jafn knýjandi. I Hver em einkenni þessarar heims- menningar ? Sumir hafa í fljótræði ein- kennt hana sem tæknimenningu. En tæknin er ekki grundvallaratriðið né ræð- ur hún úrslitum. Uppsprettan að viðgangi tækninnar er sjálfur andi vísindanna. Hann situr í öndveginu og sameinar mannkynið á mjög óhlutstæðu og alger- lega hugsuðu sviði, og á þeim gmndvelli gefur hann menningunni hin alþjóðlegu einkenni. Hafa verður hugfast að þótt vísindin séu grísk að uppruna og síðan evrópsk með þeim Galíleó, Descartes, Newton og fleirum, þá stafar geta þeirra til að sam- eina mannkynið ekki af hinum gríska eða evrópska uppruna þeirra, heldur af því að þau eru sameign allra manna. Þau leiða í ljós eins konar mögulega einingu sem ákvarðar alla aðra þætti þessarar menningar. Þegar Pascal skrifar að „líta megi á mannkynið allt sem einn mann er lærir og rifjar upp án afláts“, þá merkir það einungis að hver sem er geti komist að sömu niðurstöðu í rúmfræði eða vís- indalegu tilraunastarfi, svo fremi hann hafi á valdi sínu rétta þekkingu. Þess vegna er það algerlega óhlutstæð og hugsuð eining mannkynsins, sem leiðir af sér allar aðrar ásjónur nútímamenning- ar. í annað sæti setjum við vitaskuld þróun tækninnar. Skilja má þróun hennar sem endumýjun hefðbundinna verkfæra út frá niðurstöðum vísindanna og hagnýtingu þeirra. Þessi verkfæri tilheyra frumstæð- um menningararfi mannkynsins og lúta sjálf mjög sterku tregðulögmáli. Séu þau látin óáreitt, hættir þeim til að festast í sama farinu. Þau umbreytast ekki af sjálfsdáðum, heldur fyrir áhrif vísinda- legrar þekkingar. Það er hugsunin sem umbyltir verkfærunum og breytir þeim í vélar. Hér er komið að annarri uppsprettu alhygðarinnar. Maðurinn þróast í náttúr- unni sem tilbúin vera, þ.e.a.s. vera sem skapar öll tengsl sín við náttúruna með verkfærum sem vísindaleg þekking um- byltir í sífellu. Hann ereins konar alþjóð- leg uppfinning. í þessum skilningi má segja að tæknin eigi sér ekki heldur föðurland, ef við lítum á hana sem endur- nýjun hefðbundinna verkfæra með hag- nýtum vísindum. Jafnvel þótt hægt sé að eigna einhverri þjóð eða menningu upp- götvun ritlistarinnar, prentlistarinnar, eða gufuvélarinnar o.s.frv., þá tilheyrir hver uppfinning í raun öllu mannkyninu. Fyrr eða síðar skapar hún öllum aðstæður sem ekki verður breytt; útbreiðslu hennar má tefja, en ekki hindra með öllu. Þannig stöndum við frammi fyrir raunverulegri alhygð mannsins: um leið og uppgötvun líturdagsins ljós íeinhverjum heimshluta getur hún í sjálfu sér borist urn allar jarðir. Hver tæknibylting bætist við aðra og þess vegna lenda þær ekki í menning- arlegri einangrun. Og segja má að til sé ein alheimstækni, þótt tafir séu á henni í einhverjum hlutum heimsins. Þegar þjóðlegar eða þjóðernissinnaðar bylting- ar færa þjóð í átt til nútímatækni, færa þær hana af þessum sökum jafnframt í átt til ákveðinnarheimsmenningar. Ogjafn- vel þótt - og við komum brátt að því - markmiðið sé þjóðlegt eða þjóðernislegt, þá horfir það samt sem áður til aukinna samskipta, ef það er þáttur í iðnvæðingu; því að hún hefur í för með sér að þjóðir taka þátt í sameiginlegri tæknimenningu heimsins. Það er vegna þessarar út- breiðslu að okkur er í dag kleift að vita af öllum heiminum og - ef svo má taka til orða - hafa næma tilfinningu fyrir hnatt- lögun jarðarinnar. Á þriðja bekk þessarar heimsmenningar set ég það sem ég leyfi mér að kalla tilvist lögbundinna stjómmála. Að sjálfsögðu vanmet ég ekki hin ýmsu og ólíku stjórn- kerfi, en segja má að mitt í fjölbreytileik þeirra mótist ein mannleg reynsla og jafnvel ein stjórnmálatækni. Að því leyti sem ríki nútímans em ríki, eru þau sjáan- lega byggð upp á sama hátt. Fyrsti heim- spekingurinn sem hugleiddi þessa tegund 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.