Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 32

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 32
asta hlið framfara. En ekki er hægt að kalla hvaða samsöfn- un sem er framfarir, þróunin verður að vera að einhverju leyti til hins betra. Mér virðist að alhygðin sé í sjálfri sér góð. Það eitt að mannkynið öðlist vitund um sig sem eina heild felur einhvern ávinn- ing í sér. Segja mætti að eins konar gagn- kvæm viðurkenning manna eigi sér stað fyrir atbeina allra þessara fyrirbæra. Aukin samskipti gera mannkynið að æ þéttriðnara neti, menn sífellt hvern öðr- um háðari og allar þjóðir og alla samfé- lagshópa að einni mannkynsheild sem þroskar reynslu sína. Jafnvel má segja að hættan á gjöreyðingu af völdum kjarn- orkunnar geri okkur enn meðvitaðri um einingu mannkynsins, því að í fyrsta skipti finnum við okkur ógnað öllum sem einum og alls staðar. Alþjóðleg menning er ennfremur af hinu góða vegna þess að hún veitir öllum þorra mannkyns aðgang að lágmarkslífs- gæðum. Engin gagnrýni á tæknina mun geta vegið upp á móti hinum ótvíræða ávinningi sem lausn undan oki fátæktar- innar og almenn velmegun hefur í för með sér. Allt til þessa dags hefur mannkynið veitt annað hvort útvöldum menningarsvæðum eða þjóðfé- lagshópum eins konar umboð til að lifa í sínu nafni. En frá því fyrir tveim öldum í Evrópu og frá miðbiki tuttugustu aldar í Asíu, Afrfku og Suður-Ameríku er sá möguleiki nú í fyrsta skipti í sjónmáli að allur þorri mannkyns öðlist a.m.k. lág- markslífsgæði. Þessi heimsmenning er auk þess af hinu góða vegna eins konar viðhorfsbreyting- ar mannkynsins í heild gagnvart sinni eigin sögu. Mannkynið hefur lifað hlut- skipti sitt sem skelfileg örlög og ef til vill er það enn reyndin fyrir meira en helming þess. En sú staðreynd að fjöldi fólks hef- ur náð að öðlast vissa sjálfsvirðingu og sjálfstæði er fullkomlega óafturkræf og í sjálfri sér af hinu góða. Við sjáum við- gang mikils mannfjölda á alþjóðavett- vangi, sem áður fyrr var þögull og undir- okaður. Segja má að aukinn fjöldi manna viti að þeir skapa sér sína eigin sögu, skapa söguna; og í þessum skilningi get- um við sagt að þetta fólk sé raunverulega orðið fullveðja. Ég ætla ekki að hæðast að því sem ég áður kallaði neyslumenningu og við öll njótum að einhverju leyti. Fullvíst er að vaxandi fjöldi manna er í dag að nálgast þá lágmarksmenningu sem kemur hvað skýrast fram í baráttunni gegn ólæsi, þróun neysluhátta og lágmarksmenning- ar. Þar til á síðustu áratugum kunni að- eins lítið brot mannkyns að lesa, en nú getum við hins vegar vænst þess að innan fárra áratuga hafi mannkynið stigið langt yfir þröskuld lágmarksmenningar — og það er vissulega af hinu góða. Við verðum hins vegar að játa, að þessi sama þróun sýnir á sér annað snið. Sam- tímis því að alþjóðahyggjan eflir mannkynið þá veldur hún einnig eins konar lúmskri eyðilegging, ekki einungis hefðbundinnar menningar, sem ekki þyrfti að vera óbætanlegt tjón, heldur einnig þess sem ég vil í bili kalla hinn skapandi kjarna menningarhefðanna, þess kjarna sem við túlkum lífið út frá, þess sem ég vil leyfa mér að kalla strax hinn siðferðilega og goðsögulega kjarna mannkynsins. Af þessu sprettur tog- streita. Við höfum það einkar vel á til- finningunni, að heimsmenningin verki jafnframt sem eins konar eyðing eða uppblástur á kostnað menningarauðsins sem skapaði hina miklu siðmenningu fyrri tíma. Á meðal annarra uggvænlegra áhrifa kemur þessi ógnun fram með útbreiðslu lágkúrumenningar, sem er fá- ránleg ranghverfa þess sem ég hér að framan kallaði lágmarksmenningu. Hvarvetna út um heiminn rekst maður á sömu lélegu kvikmyndina, sömu sjálf- salana, sama plast- eða áldraslið, sömu afbökun tungumálanna með áróðri o.s.frv. Það er líkt og mannkynið nemi staðar í undirmálsmenningu um leið og fjöldinn nær neyslumenningarstigi. Þannig komum við að erfiðasta vanda þeirra þjóða, sem eru um það bil að hrista af sér ok vanþróunarinnar. Spurningin er hvort nauðsynlegt sé, til að komast á veg í átt til hins nýja tíma, að kasta fyrir róða gömlu menningarfortíðinni sem verið hefur tilverugrundvöllur þjóðarinnar? Vandinn birtist oft í mynd mótsagnar eða vítahrings. Vissulega náðist sigur í bar- áttunni gegn nýlenduveldunum og fyrir frelsinu einungis með því að leggja áherslu á aðgreind þjóðareinkenni, því að þessi barátta átti ekki aðeins rót sína að rekja til efnalegs arðráns, heldur átti hún sér dýpri rætur í þeirri ummyndun þjóðlegra séreinkenna sem nýlendutím- inn hafði leitt af sér. Þess vegna var í fyrstu nauðsynlegt að endurheimta djúp- stæð þjóðareinkenni og tengja þau aftur fortíð sinni, í þeim tilgangi að næra þjóð- lega endurvakningu. Af þessu sprettur þversögnin: Annars vegar verða þjóðir að festa rætur í jarðvegi fortíðarinnar, endurvekja þjóðarsálina og halda á lofti þessari endurvakningu anda og menning- ar gegn þjóðareinkennum nýlenduherr- anna. En til að eiga hlutdeild í nútíma- menningu er um leið nauðsynlegt að taka þátt í vísindalegri, tæknilegri og stjórn- málalegri rökhyggju, sem krefst þess oft- ar en ekki að þjóðir blátt áfram afsali sér menningarlegri fortíð sinni. Það er stað- reynd að sérhver þjóðmenning getur ekki í senn staðist og drukkið í sig holskeflu nútímamenningar. Þversögnin er því þessi: Hvernig á að tileinka sér nútímann og snúa aftur til uppsprettnanna ? Hvern- ig á að vekja upp aldna og hálfsofandi siðmenningu og taka þátt í alheimsmenn- ingu? En eins og ég benti á í upphafi, þá standa iðnvæddar þjóðir, sem fyrir löngu hafa fundið sjálfstæði sínu stað í rótgrónum stjórnmálastofnunum, frammi fyrir sömu þversögninni. Vitaskuld er það alvarleg þolraun að standa frammi fyrir öðrum menningarhefðum og á vissan 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.