Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 40

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 40
ið hálfkláraðri og stundum fullunninni póesíu. Þetta gerði útslagið, ég sat í sóf- anum hans með glasið mitt eins og hrifið leikskólabarn og tautaði í huga mínum, Rilke var fábjáni og mín innri rödd í 11— menni: ég er skáld. Ég fór heim og seldi mitt litla fyrirtæki í snarheitum. Það keypti Örn Bárður Jóns- son skólafélagi minn úr Verslunar- skólanum og mikill vinur, sem nú er sóknarprestur í Grindavík. Hann sagði einhvern tíma við mig í gríni. Hvernig er það með þig Óli og þetta gamla fyrirtæki þitt. Nú er ég búinn að selja það. Ekki veit ég hvað verður um nýja eigandann. Þú ert orðinn skáld og ég er guðsmaður. Hvurslags Gúru ætli sá verði sem tók við af mér? Ek: Hvernig leist nú þínufólki á þetta? - Það tók fréttum um algjöran rithöfund mjög illa. Ég þótti vera kominn í mikið vesen. Fjarskyldir ættingar tóku upp á því að mæta í molakaffi til mín því þeir vildu gjarnan fá að sjá hvernig geðveikur maður liti út. En nú stóð ég loksins í báð- ar lappirnar og stend í þær enn. Ykkur að segja. Samt hef ég nokkuð orðið var við að vont fólk heldur að ég sé heildsali sem tók til við að yrkja. Það er della. Ég er skáld sem stundaði kaupmennsku í 18 mánuði. En vilji einhver halda því fyrr- nefnda fram þá er honum það frjálst. En nú vill svo merkilega til að tíminn hefur lokað litla hippakjallaraherberginu þar sem teskálin var á gólfinu forðum. Allir sem þá voru hippar stunda nú hitt og þetta. Og jafnvel einn þeirra sem einna kröftugast æpti á mig er orðinn heildsali og mun gera það gott, eins og sagt var þegar ég fékkst við verslun. En ég bý í húsi undir klöpp og er þar flesta daga einn með sjálfum mér og guðdómnum og nýfæddum syni. Það syngur gola í ýlu- stráum og fuglar himinsins koma stund- um að heimsækja mig og hann Pétur litla sem fæddist 5. mars í fyrra. Við gerum það líka gott í sameiningu feðgarnir. Ek: Varstu í einhverjum skáldakreðsum þarna 74175? Eitthvað tengdur gamla Lystrœningjanum ? - Jú, ég og Allan Morthens, mikill vinur minn, við vorum með hugmynd að búa til blað, það var sumarið '74, svo fréttum við af öðrum sem voru að kokka eitt- hvað, Einar Ólafsson og fleiri. Það var haldinn fundur í Félagsstofnun stúdenta. Fjöldi manns mætti og settist að lang- borði og þetta var allt saman frekar vand- ræðalegt og mig minnir að Ólafur Hauk- ur hafi setið við borðsendann, eini mað- urinn með jarðsamband á staðnum. Þarna töluðu allir sitt tungumál, tveir gallharðir móhíkanar vildu brúka blaðið til að virkja verkalýðinn, svo fóru allir heim og ekki fréttist bofs í heilt ár, þang- að til Allan tók sig til og vélritaði upp fyrsta blaðið á Upptökuheimilinu í Kópa- vogi, hann vannþarþá... Ek: Svo komu Ástmegir þjóðarinnar saman íNorrœna húsinu þetta sumar. - Já, það er rétt og þar kynntist ég Degi og við urðum strax bræður, þar las ég upp í fyrsta sinn, utan skóla... Ek: Ástmegir þjóðarinnar voru klíka, eitthvað tuttugu eða þrjátíu ungskálda. Listaskáldin vondu urðu seinna fræg - voru þau ekki einhvers konar elítuklofn- ingur úr Ástmögunum? - Jú það er satt, og við Beddi (Bjarni Bernharður) sátum einmitt heima hjá Degi þegar forráðamenn Listaskáldanna koma að bjóða Degi að verða heiðurs- forseti í nýju grúppunni. Það var auðséð að við Beddi áttum ekki að fá að vera með, sem var eins gott því ég var of feim- inn til að lesa upp fyrir 1000 manns. Nú Dagur leit á mig og Bedda sem sátum hlið við hlið á bekknum og gat ekki ann- að en staðið með okkur og sagðist ekki vilja vera með. Seinna valsaði hann um bæinn og sagði að við Beddi hefðum ekki fengið að vera með af þeirri einföldu ástæðu að við vorum ekki með stúdents- próf. Gat: Og svo komu Milljón prósent menn út. — Já, en það var þrem árum seinna. Ég var í raun og veru búinn með þá bók í árs- byrjun '76 og þá var hún rétt um 120 síð- ur og ég fór að sýna handritið málsmet- andi fólki og fólkið sagði: Það vantarhitt og það vantar þetta, og ég hélt áfram að skrifa og alltaf lengdist bókin. Ég var eins og hrossið í sögunni hjá Nínu Tryggvadóttur sem lætur mála sig gult og lætur svo mála sig svart og svo segirkan- ínan: hvað er þetta maður, þú átt að vera blár. Og loks kom bókin út og var alltof löng, það væri gaman að fá tækifæri til að stytta hana niður í sínar gömlu, uppruna- legu 120 síður. Ek: Nú fékk hún mjög heiftúðuga krítík sem komflatt upp á marga. Hvernig get- ur staðið á því? — Kannski hún hafi bara átt það pínulítið skilið, ha? Hvers vegna ekki? Þetta er gölluð bók þó hún eigi góða spretti. En mig minnir að ég hafi verið með digur- barkalegar yfirlýsingar í viðtölum og það hefur kannski farið í taugarnar á fólki. Gat: Getur ekki verið að bókin hafi verið á skjön við bókmenntalegt andrúmsloft þá? — Jú það er kannski rétt, og Ljóstollur líka. Ég man eftir því 1980, eða var það '81, að ég kom heim frá Danmörku um jólin og það var þáttur í sjónvarpinu, nokkrir menntaskólakennarar voru samankomnir með pilsner á ölkollum og voru að syngja stúdentalög og þá rann það upp fyrir mér: þessir menn eiga menninguna, og þeir munu aldrei hleypa þér að, hættu bara að lemja þínum heimska haus við stein, menningin og skáldskapurinn er þeirra ídentítet alveg eins og það er þitt ídentítet og jafnvel þó svo þú kæmir og skelltir á borðið fyrir framan þá þrem doðröntum og einn þeirra héti: Moby Dick eftir Ólaf Gunn- arsson og sá næsti: Idjótinn eftir Ó.G. og sá þriðji Karamazovbræðurnir eftir Ólaf Gunnarsson, þá myndu þeir spýta í lóf- ana, taka sér penna í hönd og skrifa: Ólafur Gunnarsson ætlar sér að reyna að 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.