Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 42

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 42
um, hún var sögð af huga sem var sturl- aður. En núna finnst mér hún of svaka- leg. Svonaerþað. Gat: Enfinnst þér hún þá ekki standast enn? - Ég veit það ekki. Ég er hundleiður á henni, og er kannski ekki rétti maðurinn til að svara þessu. Ég mundi ekki skrifa hana svona í dag - ég mundi ekki skrifa hana í dag. En ef þetta væri gamalt hand- rit sem einhver vildi gefa út og ég mundi fara að vinna í henni, þá væri hún all- miklu öðruvísi. Þá væri til dæmis þessi fræga fyrsta setning ekki á sínum stað. En ég verð að skjóta hér inn góðri sögu um hvernig þessi fyrsta setning varð til, hún er svona: Ég er að drekka bjór á Öresundskollegíinu að kvöldi til með enskumælandi vini mínum, ljóðskáldi, þegar barið er að dyrum og inn kemur Steinar skáld Sigurjónsson nokkuð við skál. Eftir stutta stund er byrjað heilmik- ið rifrildi um Chekov og Dostojevsky. Steinar ber í borðið og segir: ég þoli ekki hann Dosta með allt þetta bölvaða drama sitt. Síðan fer Steinar á W.C. Þá segir hið enskumælandi skáld: When Steinar got fierce over Dostojevsky, I felt my cock creep together from fear. Ég hljóp í minnisbókína og þar hafa menn það, svona varð hún til, fyrsta setningin í Ljóstolli. Gat: Varstu eitthvað búinn að rannsaka þetta sögusvið? - Margt þarna kemur til mín úr dönsku blöðunum. Eins og nauðgunin, hún er samansplæst úr blaðafréttum. Það var og er gífurlega mikið um kynferðislegt ofbeldi í Danmörku. Ég las þessar fréttir og ég man að seinna þá gat ég sent Jóhanni Páli til gamans úrklippur... Gat: Tómatsósuflaskan.. ? - Nei það var saga sem ég frétti úr íslensku kauptúni - það gerðist í veru- leikanum... Gat: Var það 1. persónufrásögnin sem var svona harður skóli? - Nei. Það erfiðasta í þessu var að ná hörku í textann, slípa textann niður í röddina sjálfa. Gat: Þetta er ansi dökk mynd af karl- mennskunni í bókinni, alveg frá þeim elsta og niður íþann alyngsta, við sjáum visst hegðunarmynstur. - Jú,en viðsjáumþaðbaraígegnumein augu. Þetta var það sem Ólafur Jónsson var mikið að hamast í mér út af, eins og kemur fram í þessari grein minni í TJVIM sem er rétt ókomið, þetta er ekki bara til svona, sagði hann. En ég sagði alltaf: Það er alveg rétt, en þessi augu sjá það bara svona. Ef ég hefði farið að breyta því hefði þetta ekki orðið nein bók. Ek: Orðið bara einhver hversdagsleg uppvaxtarsaga ? - Já, eða hún hefði ekki orðið... Af ein- hverjum rótum skrifar maður. Mér dettur í hug ein hroðafengin bók, Last exit to Brooklyn, muniði eftir henni? Gat: Þérfinnst sem sagt öll sagan gerast íþessum eina haus? - Já já. Og þessi persóna er með ofskynjanir að einhverju leyti. Gat: En samt getum við skotist framhjá henni og séð hinar persónurnar... - Já finnst þér það? Gat: Hlýturþað ekki að vera? - Ja það finnst mér gott að heyra. Ek: Það er náttúrlega alltfullt afkarakt- erum þarna sem maðurfœr ekki á tilfinn- inguna að séu ímyndun stráksins, heldur eru þeir Ijóslifandi. - Já, enda á það auðvitað að vera. Eðli þessarar bókar er aðferð hennar. í henni er aðferð sem ég hafði flett upp á í rúss- nesku bókmenntatímariti, og heitirSkaz, sem Leskov notaði og Remisov og þessir rússar fyrir aldamótin, og það var rödd sem segir sögu og hefur öll séreinkenni sögumanns. Og ég gaukaði þessu að Ólafi Jónssyni, að ég væri nú að skrifa sögu sem væri Skaz í stíl - tekst mér það? Úr þessu varð mikið mál því hann skrif- aði mér til baka og hafði ekki hugmynd um hvað þetta orð þýddi - þetta Skaz. Gat: Ætli menn hérna almennt séu nokk- uð betur að sér en hann var, geturðu útskýrt þetta betur? — Já, ef Bjarni Felixson segði sögu þá væri hans Skaz „Kebb-bi-bingar" og allt þetta sem gerir hann svona sérstakan. Þar af leiðandi er allt sem þessi rödd segir sérstakt fyrir hann, sú rödd hefur orðið eins og hún er af umhverfinu. Ek: Þetta er sem sagt munurinn á 1. per- sónu sögu og svo aftur sögu þar sem venjulegur sögumaður segirfrá í 1. pers- ónu og er bara áhorfandi - rithöfundur- inn sem leigir forstofuherbergið og svo gerast dularfullir atburðir í húsinu? - Já. Einmitt. Þetta er absolútt 1. per- sóna í ýtrustu merkingu orðsins. Ek: Gildir ekkiþað sama um Gagaþó að hún sé sðgð í 3. persónu, þar er einhver undarlega innstilltur heili og við fylgj- umst með hvað hann sér, erþað ekki? - Nei. Það er dálítið annað. Gat: Hvernigferðu yfir íþá bók? — Með vinnu. Húnverðurtil. Húnfjallar um atómbombuna þó hún sé hvergi nefnd. Ég hafði lesið í blöðunum að menn voru að tala um að það væri orðið svo skelfilegt á jörðinni að mannkynið gæti ekkert annað gert en að kólonísera geiminn. Við yrðum að flýja á aðra plán- etu því jörðin væri búin að vera hvort sem væri. Og allt í einu hugsaði ég: þetta er það sem ég vil skrifa um. Ég skrifaði þá þessa bók sem er ósköp einföld því hún segir einfaldlega: ef það á að skipta s vona um plánetu þá erþað í raun og veru morð. Það að skipta um plánetu eins og þessir menn eru að leggja til er ekkert annað en það að bregðast þessari plánetu, og barns- morðið symbóliserar þann verknað. Það er það sem þessi karakter þarna gerir. Þetta var mín hugmynd bakvið þessa bók og ég hélt þegar hún kom út að menn myndu segja: jahá, þarna er bókin um þetta mál - en það voru voðalega fáir sem nefndu það, einhverjir ýjuðu samt að því. Og þá allt í einu sá ég mér til mikillar hamingju að bókin virtist hafa miklu fleiri hliðar heldur en ég hafði sjálfur tek- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.