Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 11

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 11
sem það gæti haft. Drottinn minn dýri. Á þriðja degi hætti skápurinn að kæla. ísinn breyttist í vatn alveg eftir lögmál- inu. Skápurinn þoldi ekki að standa opinn; varð af því einhver fnykur sem settist í hálsinn og vildi ekki fara. Skyldi nokkrum manni nokkurn tíma hafa liðið svona illa? Loks guggnaði hann á skápnum, enda gagnslaus. Og reyndar á öllu. Sinnti Sköllóttramannaskránni ekkert. Hafði ekki snert hana frá því að hann kom í Skálann. Fyrst út af því að hann var svo lengi að byrja; þurfti að setja sig í stell- ingar. Svo út af ástinni miklu. Og allt fór úr böndunum. Hann kom engu í verk. Ráfaði um Skálann og hafði ekki eirð í sér til neins. Át ekki, drakk til skiptis te og kaffi; ropaði mikið. Einn morguninn vaknaði hann svo með skellur. Blettaskalli, hugsaði hann. Það var versta skeiðið; en tók fljótt af. Fór eftir hitastigi. Hvað gat hann sagt henni þegar hún kæmi? Skalli... blettaskalli. Sjúklegur skalli... alopecia arreata? Sýnt henni bækur Alheimssambandsins? Skýrslur líffræðinga og lækna? Sagt henni að þetta skipti í rauninni engu máli, nema að það kæmi svolítið niður á útlit- inu. Og útlitið væri aukaatriði. Það sem skipti máli væri hinn innri maður. Hún hefði alltaf sagt að hún elskaði hann af því að hann væri svo góður og gáfaður. Og hefði lesið Njálu og Grettlu og allt... Svo læsi hann svo vel. Hann sat gneypur á pollanum. Af hverju var hann að ergja sig með þessum hugs- unum? Þetta var hvort sem er löngu búið; gleymt og grafið. Nei annars, hugsaði hann og leit á tunglið. Honum var kalt á rassinum. Þetta var víst ekki gleymt og grafið. Enn skímdi á hann ofanverðan. Tunglið alveg kyrrt. Fæturnir dofnir. Hún tók auðvitað strax eftir því þegar hún kom næst. Varstu að reyna að klippa þig, spurði hún og hló. Og hvað gerði hann svo? Umlaði bara eitthvað eins og aumingi; mundi það ekki lengur. Vildi það ekki. Var illt í maganum og höfðinu og bakinu. Sagðist vera eitthvað veikur, gæti smitað hana. Voru aðrar leiðir? Svo lokaði hann sig af. Hún sagði ekkert fyrst. Hann var í herberginu sínu allan daginn; grúfði sig ofan í koddann; skoð- aði sig í spegli. Hugsaði. Um hvað? Ó, hann hélt að hausinn ætlaði í sundur. Hver minningin rak aðra. Þær hlóðust upp; urðu að einhverju suðandi þykkildi, runnu sundur og saman, tókust á; æptu og orguðu. Öll hans vesæla ævi í einni bendu. Var það hugsun? Mest langaði hann til að arga upp yfir sig, þeyta þess- um vöndli út úr hausnum á sér, út úr lífi sínu... Hann lá allan daginn. Hjálpaði henni ekki einu sinni með þvottinn. Hún skildi hann aldrei, hugsaði hann. Samt spurði húneinskis... Undir kvöld bankaði hún. Sagði að hann þyrfti ekkert að láta svona; oft hefði henni mistekist klipping. Það yxi aftur. Hann gæti bara verið rólegur. Svo bjó hún til kókó handa honum. Hann vissi að stundin væri komin. Reyndar löngu komin. Æ já. Best væri það gleymt. Skyldi vera hægt að skera það burt? Hann reis á fætur; næstum engin tilfinning í rass- kinnunum. Það var hrollur í honum. Samt var ekki kalt. Hann hafði skreiðst fram. Hún sagði að það yxi. Strauk í gegnum það. Gaf hon- um súkkulaðimola. Hann þagði. Hugs- unin var slæfð. Þau sátu. Hún talaði. Sagði að vorið væri komið, hún elskaði vorið. Þau gætu farið eitthvað saman í sumar, kannske norður. Eða til útlanda; það kostaði minna nú til dags. Svo yrði maður svo brúnn og sætur. Guð. Hann heyrði ekki í henni. Ekki þá. Var í einhverri leiðslu. Kvöldið leið. Hann mundi ekki hvort hann saup kókóið. Það var eins og hann væri á öðrum stað, sem samt var enginn staður; hann fann ekki fyrir búknum. Svo sagði hann það bara. Hún hafði horft á hann. Skalli? Já, já. Sjúklegurskalli. Alopecia arreata. Mjög fátítt. Eina dæmið á svæðinu. Það heldég nú. Hún kom ekki meira við það. Þögnin varð vandræðaleg. Bæði vildu segja eitthvað, en þögðu. Hún hafði ætlað að vera, en þurfti að fara. Mundi það allt í einu. Þau sæjust þá næst. Hún fór. Þau kysstust ekki. Snertust ekki. Sagði hann henni það vitlaust? Af hverju svona? Hún varð svo skrítin. Hefði hann átt að gera það öðruvísi? Blíðlegar? Hún kom nokkrum sinnum eftir þetta, en flýtti sér. Stoppaði stutt. Mátti víst ekki vera að því að dvelja; hafði öðru að sinna. Það var eins og klippt á þráðinn. Eða reistur veggur. Hann varð allurkald- ur innan í sér; þóttist standa algerlega á sama um hana. Hún var svo andlaus, öll í umbúðunum. Ætti að fá sér vinnu f búð, já þar sem væri fallegur pappír. Eða við fjárrúning. Auðvitað hafði það farið þannig. Hvern- ig öðruvísi? Hann teymdi skrattann áleiðis upp bryggjuna. Þegar hún kom í síðasta skiptið var hann með húfuna; sagðist vera að mótmæla hégómanum í veröldinni. Ætlaði að helga sig þeirri iðju; af nógu væri að taka. Öll áþreifanleg viðmið yrðu tekin úr umferð, þurrkuð burt, gerð hlægileg. Formerkjum kúvent. Það væri málið. Menn ættu að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir; virða kjarnann fram yfir hismið. Skalli skipti ekki máli... Hún hafði bara horft á hann. Hélt kannske að hann hefði bilast? Svo fór hún með rútunni. Hann bað hana vel að lifa. Sennilega þyrfti hann að bregða sér til Færeyja bráðlega; ekki víst að þau sæjust á næst- unni. En hann grenjaði upphátt næturnar fyrst á eftir. Var enn ekki farinn til Fær- eyja. Færi varla úr þessu. Nú væri að duga eða drepast. Nema það fari saman? Hann stansaði. Horfði niður eftir bryggj- unni. Var það bannað? Skipti það nokk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.