Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 38

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 38
ínótt snjóaði og Esjan hefur klæðst í brúðarkjól. Gat: Þetta er ansi gott... - „að minnsta kosti hefur mömmu þótt þetta nógu merkilegt til að skrifa það niður. En öflugasta minning æsku minn- ar er samt sú að ég sá Engil. Ég er kannski fimm ára og ég man þetta vel. Það er nýbúið að veggfóðra stofuna og ég hef fengið franskbrauðssneið og er að borða hana og krumlurnar orðnar útmak- aðar í smjöri, ég snerti óvart betrekkið og það kemur á það ljótur fitublettur og ég er skammaður fyrir. Ég man að um nóttina vakna ég áhyggjufullur og fer að skoða blettinn, ég stend við blettinn og kanna hann af einbeitni þegar mér verður litið út um gluggann og á himninum yfir Ingi- marsskólanum sem nú er Tónmennta- skóli, þar er engillinn. Að baki honum er mynd af sjálfum jarðhnettinum. Ég segi þetta næsta dag við mömmu og systur mínar, það var Engill á himninum, það var Engill á himninum, en það ansar þessu enginn, sem von var. En ég get sagt það nú, vorið 1987 og sett hnefann í borðið orðum mínum til fulltingis: ég sá Engil. Síðan kemur langt tímabil sem er ósköp ágætt en ekkert spennandi. Ég var inni- púki. Skólaganga hentaði mér ekki nema sæmilega. Ég var alltaf að hugsa um eitthvað annað. Ég var hálfpartinn á skakk og skjön bæði við annað fólk og það sem ég átti að lesa. Gat ekki skilið að ég þyrfti að læra utanbókar langar upp- sláttarbækur um grasafræði sem hvort eð er var ósköp auðvelt að eiga upp í hillu og fletta í ef mann fýsti að vita eitthvað. Fannst skólagangan loddaraskapur og sat á aftasta borði og horfði reiður á kennar- ann og skrifaði ritgerðir sem hétu Járn- hæll kommúnismans, því ég hélt að allir kennarar væru vel til vinstri, en svo var þetta Erlendur Jónsson þegar allt kom til alls. Ek: Hvaðafótboltafélagi hélstu með? - Þetta er skrýtin spurning. Fótboltafé- lagi? Ég foraktaði knattspyrnu. Hins vegar var áratuga gamall stappi af Fami- lie Journal með Jonny pá Eventyr til heima, og þar var ég, ekki í fótboltanum. Systir mín ein var þá gjaldkeri hjá föður- bróður mínum, Ásbirni Ólafssyni stór- kaupmanni, og hún keypti alltaf dönsku blöðin, og ég beið spenntur eftir að sjá hana koma niður Frakkastíginn með strangann undir hendinni, alltaf í jökul- hvítum umbúðapappír, og svo byggði Jonny SM4, fljúgandi diskinn sinn og hélt á honum út í geiminn, og ég var um borð. Við yfirgáfum vetrarbrautina og stefndum á önnur stjörnukerfi. Það var hugarflug, EngiIIinn yfir Ingimars- skólanum var það hins vegar ekki. Ek: En þúfórst í Verslunarskólann, var það ekki? - Jú. Ég hafði samt fyrst lokið við gagnfræðapróf, en það var hvorki fugl né fiskur. Það er kannski helst hægt að segja að ég hafi verið viðstaddur gagnfræða- skólann, meira var það nú tæplega. Og allt í einu var hann búinn og ég hafði eng- an skóla að fara í lengur og nú beið mín ekkert annað en einhver skelfileg atvinna. Þetta var vorið 1965 og ég var sautján ára, í raun og veru ekkert annað en krakki og mig langaði ekki til neins, svo ég ákvað að komast inn í Verslunar- skólann og það var inntökupróf upp á líf og dauða. Þetta var dásamlegur tími, þar kynntist ég mörgu af því besta fólki sem ég hef fyrirhitt, og held sambandi við marga enn, en ég lærði ekki nokkurn skapaðan hlut, hugur minn stóð ekki frekar til bókhalds en iðnnáms, enda var ég nú að byrja að yrkja af fullum krafti. Gat: Hvernig gerðist það? - Það vildi þannig til að ég var á göngu- túr þegar skáldskapurinn kemur skyndi- lega yfir mig og ég mælti langt órímað Ijóð af vörum fram. Ég hljóp fram í æðis- kasti og skrifaði það niður. Gott ef það hét ekki Fegurð lífsins, eða eitthvað því- umlíkt. Hreint hræðileg póesía. En fal- lega naíf. Ég var nefnilega ósköp naíf junglingur og hef síðan reynt að passa upp á barnið í mér. Þó það hafi stundum verið nokkuð erfitt. Ég færði dagsetningu und- ir ljóðið. Það var 23. apríl 1967, svo segja má að ég eigi tuttugu ára skáld- skaparafmæli eftir nokkra daga. Síðan komst ég að því mér til mikillar hamingju að á þessum degi létust þeir báðir árið 1616, Shakespeare og Cervantes. Er hægt að velja sér betri dagsetningu? Gat: Var skáldskapurinn kannski eitt- hvað ífjölskyldunni? - Öðru nær, nei tilhugsunin um skáld- skap var mínu fólki mjög fjarlæg. Það var einna helst amma mín sem hafði skáldskapareyra. Hún var gömul kona, fædd 1873 og mundi eftir Sölva Helga- syni. Grímur Thomsen var hennar maður. Hins vegar hafði hún ekki góðar taugar til Halldórs Laxness. Það gerðu skrif um lús. Ég hefði seint þorað að segja við hana að ég væri skáld. Enda mín ljóð ekki eitt hveitikorn miðað við Thomsen og þess vegna yrki ég þau ekki lengur. En ég orti af fullum krafti 1967-70 og gaf út litla ljóðabók en það skrýtna var að ég leit ekki á mig sem skáld. Hafði í raun og veru aldrei dottið í hug að taka mér það nafn. Né heldur aðhylltist ég þá hug- mynd að skáldskapur gæti verið ævistarf, sú hugsun var bara ekki til með mér. Ég var kannski á skakk og skjön við skáldin yfirleitt og fannst ég ekki tilheyra þeim, og nú var komin hippatími í Reykjavík og ég tilheyrði ekki heldur hippum. Einhvers konar unglingarót- tækni reið að vísu yfir mig á tímabili. Ég var heltekinn af aðdáun á Che Guevara eins og margir. Ég vann á sumrin hjá Ásbirni frænda mínum við eitt og annað, sölumennsku innheimtu etc, og kynntist konu minni á þessum tíma og við eignuð- umst okkar fyrsta son og ég þurfti að fara að vinna fyrir heimili og um líkt leyti 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.