Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 39

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 39
held ég að róttækni mín hafi dáið. Ek: Þúfórst út í bisness... — Mig minnir að einhvers staðar inni í mér hafi verið auðvaldspúki sem sagði: Ertu ekki með öllum mjalla maður! Hér ert þú að keyra yfir fjöll og firnindi um hávetur með sýnishornatöskur fyrir hann Ásbjörn frænda þinn með 20.700 í mán- aðarlaun en gætir hæglega haft tífalda þá upphæð fyrir nákvæmlega sömu störf. Svo ég rauk til og stofnaði mína eigin heildsölu. Þetta þótti það hræðilegasta sem eitt skáld gat gert og af gömlum vin- um var ég álitinn fífl og hver veit nema þeir hafi haft rétt fyrir sér. Það ríkti harð- ur hippatími í Reykjavík. Menn sátu í litlum kjallaraherbergjum á púðum með te í skálum á gólfinu og það var fírað af krafti. Hárið náði mönnum niður á bak og þið getið ímyndað ykkur hverslags andrúmsloft skapaðist á svona stað þegar inn gekk maður með þann hataðasta atvinnutitil sem hægt var að bera á þess- um árum: Heildsali. Enda man ég eftir því að einhvern tímann sat einhver réttlátur róttæklingurinn á móti mér í sófa með sína hvora músuna til beggja handa, ég hafði lent í rökræð- um við hann og var að hafa betur fannst mér, það hallaði á þennan mann sem var prúður maður og er í dag góðkunningi minn, ég tek það fram, og þegar hann finnur að hann er að missa fótanna þá tek- ur hann til við að æpa: Hann er heildsali! Hann er heildsali! Hann er heildsali! Og stúlkurnar litu á mig og byrjuðu að fnýsa eins og yngismeyjum er einum lagið. Og ég fann að ég byrjaði að roðna. Þetta var allt saman mjög skelfilegt. En ég hélt áframað reka mína heildsölu. Og það gekk hreint út sagt ótrúlega vel, peningarnir hreint og beint bulluðu inn. Ég man að einu sinni hringdi ég í Ásbjörn frænda minn, það var maður sem ég elsk- aði og ann enn hugástum, þvert ofan í það sem margir halda, og hann segir sæll herra minn hver er þénustan hjá þér í ár, og ég nefndi tölu sem var þrefalt hærri en hin raunverulega tala og Ásbjörn setur hljóðan. Svo segir hann: Þetta er meiri pípandi endaleysan, ég tala við þig eftir fimm mínútur góði minn, og ég segi olræt, og svo hringir hann aftur og segir nú: Þú ert helmingi hærri í þénustunni en ein af aðalbúðunum hjá mér, ég er hreint smábarn við hliðina á þér. Og svo sagði Ásbjörn við alla sína starfsmenn: Hann herra Óli frændi er mesta efni í bísnes- mann í allri veröldinni. Takiði ykkur þann herramann til fyrirmyndar. Gat: En hvað þá með skáldið íþér? - Það var kominn höggormur í mína Paradís. Verslun og skáldskapur eiga ekki geð saman. Þá rakst ég á þetta eftir Rilke: Ef menn vilja vita í einlægni hvort þeir eru skáld eða ekki þá eiga þeir að læsa sig inn í herbergi og spyrja þessarar spurningar: Get ég lifað án þess að yrkja? Og ef svarið verður neitandi þá skulu þeir hlíta því, hvað svo sem það kostar. Og ég sló til og lokaði á eftir mér dyrum og spurði mína innri vitund: Get ég komist af án skáldskapar, og mín innri vitund svaraði: Vitaskuld fíflið þitt! Svo ég hætti að yrkja og nú barst þessi frétt ofan í hippakjallarana: Hann er hættur að yrkja, og var ég nú af nokkrum gárung- um nefndur hinn dáni Ólafur. Það slær tóninn við hinn dána Rimbaud og segir sína sögu. En eftir því sem ég varð ríkari því sorg- mæddari varð ég og er þó varla hægt að tala um neitt skelfilegt ríkidæmi í þessu sambandi, og loks kom að því að við- skiptagyðjan sagði við skáldskapargyðj- una: Vfk þú frá syni mínum dækjan þín. Þá lyfti skáldskapargyðjan sínu mikla sverði og það bar við himin og sló á það bjarma frá sólu og hún hjó höfuðið af við- skiptagyðjunni. Og hausinn sá, er hann fauk af, að búkurinn var gjör af Burtons kexi frá Skotlandi og krukkum með Ger- ber barnamat og viðskiptagyðjunni varð það ljóst að hún var engin gyðja í raun og veru og það var hennar síðasta hugsun. Ég seldi fyrirtækið með öðrum orðum og setti hnefann í borðið og sagði: Ég er skáld og ég er rithöfundur og mun verða það þar til ég dey og það er ég enn þann dag í dag. 15 árum síðar. En synir mínir átelja mig stundum og segja: pabbi hvaða della var þetta í þér maður, ef þú hefðir haldið áfram með fyrirtækið þá værum við á nýjum Benz en í staðinn fyrir það þurfum við að nota rút- una. En í alvöru talað. Þetta var mikið uppgjör og ég man að það hafði mikil áhrif á mig að lesa Veislu í Farángrinum eftir Hem- ingway, og líka fannst mér gott að sjá í hversu mikilli dýrð eitt skáld gat búið. Ég heimsótti Sigurð Pálsson í París sumarið 1973, ég var í miklum vandræðum, kunni ekki að tala staf og frakkar eru ómælandi á annað en frönsku, svo ég hringdi í sendiráðið og þar var fyrir mað- ur sem kunni eitt íslenskt orð og það orð var Pálsson! Pálsson! og fyrir kraftaverk gat ég fengið heimilisfang Sigurðar sem opnaði fyrir mér dyrnar með kött á öxl- inni, hurð var opin út í kvöldrökkrið, það var verið að tilreiða kús-kús í litlum veit- ingastað handan götunnar. Sigurður fór af höfðingsskap og keypti handa okkur 2 lítra af hvítvíni, skrifborðið hans var þak- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.