Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 12

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 12
rétt hjá okkur, aðeins steinsnar þaðan sem hinir raunverulegu foreldrar hans - sem hétu Melianos - höfðu búið. Þegar við giftum okkur sagði Anna að við tækjum Adoni að okkur og færum með hann sem okkar eigin son. Ég vissi ekki alveg hvort hún meinti að ef ég vildi fá hana yrði ég að taka Adoni líka. En ég samþykkti það. Ég hugsaði með mér: allt í lagi, Anna getur haft Adoni en fyrr eða síðar eignast ég minn eigin son. En það sem Anna lét liggja á milli hluta var að hún gat ekki eignast börn. Hún var einbirni og bræður hennar fjórir, sem svo áttu að verða, fæddust allir andvana ófreskj- ur. Hvílík skömm það er manni að lifa í þrjátíuogfimm ár án þess að vita að foreldrar hans eru alls ekki foreldrar hans. Og hvílík enn meiri skömm að þurfa að láta segja sér það. Við sögðum alltaf: við segjum honum það þegar hann hefuraldurtil. En að „hafa aldur til “ varð alltaf aðeins hærri aldur. Það sem þú ýtir frá þér getur orðið óyfirstíganlegt. Við fórum að blekkja okkur: hann er í alvörunni sonur okkar; enginn annar á hann. Kannski hvílir bölvun á tökubörn- um. Sú staðreynd að þau eiga enga raunverulega foreldra birtist kannski, þó þau viti ekki af því, í nokkurs konar tregðu í uppvextinum. Hvað varð líka úr honum, þessum Adoni okkar? Sljór í skóla og feiminn við aðra krakka; þögull; leyndardómsfullur. Við vorum alltaf að bíða eftir að hann springi út einsog lítið blóm. Við sögðum við sjálf okkur: einn góðan veðurdag byrjar hann að eltast við stelpurnar; einn góðan veðurdag verður hann úti heilt kvöld og kemur ekki heim fyrr en seint; einn góðan veðurdag rís hann upp, rífst við föður sinn og segir, ég vil ekki heyra orð um þetta veitingahúsakjaftæði meir, og skellir svo hurðinni á nef okkar. Svona hefði ég viljað hafa það. Þannig koma alvöru synir fram við feður sína. En ekkert af þessu gerðist. Átján ára gamall, þegar við opnum veitinga- húsið og hann enn einsog skírlífur og reglusamur munkur, fer hann í þjóns- jakkann án þess að umla. Hann lærir að elda dolmades og soudsoukakía. Hann fer snemma á fætur til að taka til eftir nóttina. Hann pantar kjöt og grænmeti en hann er ekki aö grínast við kaupmennina heldur bendir bara með stóra, digra fingrinum sínum á það sem hann vantar. Á kvöldin þýtur hann ekki um og ærslast einsog þjónar eiga að gera heldur drattast hann milli borða einsog stærðar björn. Jafnvel í ytri háttum er þessi Adonis móðgun við nafn sitt. Hann er fölari en deigsletta; þrjátíuogfimmára gam- all er hann jafn þrekvaxinn og maður sem er tuttugu árum eldri. Þegar ég kynni þau fyrir áköfustu viðskiptavin- um okkar, þegar ég segi einsog stoltum grískum veitingahúseiganda ber: „Þetta er konan mín Anna og þetta er sonur minn Adonis" (því þá lygi hef ég breitt út um hálfa Camden), sé ég hæðnisglott leika um andlit þeirra því nafnið er svo fáránlegt. „Adonaki," segi ég við hann, „reyndu að virka dálítið hress - og þá meina ég hress.“ En það er engin leið að fá þennan grautarhaus til að gneista. Ég ætti svo sem ekki að vera að kvarta: hann leggur hart að sér við vinnuna; hann lætur matinn ekki fara til spillis og reikningarnir hans eru hárréttir; hann kippir töppum úr flöskum einsog hann reyti fjaðrir. Og það er ég sem í gegnum árin hef lært að vera hress. Öll kvöld er ég eitt bros, ég gantast við viðskiptavinina. Ég set kryddjurtarsprota á bak við eyrun - og ég get ímyndað mér þegar þeir segja: Þessi Kosta á veitinga- húsinu, hann er sko týpa. Og jafnvel þó síðdegis liggi ég í rúminu, í guln- uðum nærbolnum, einsog stór deig- klumpur, er það sem við manninn mælt að um leið við opnum leik ég hlutverk mitt með glampa í augum. Þannig erum við Grikkir: við lifnum við, setjum sýninguna á svið, einsog drúpandi blóm sem fær á sig vatns- gusu. Anna er á leiðinni upp stigann. Það brakar í þrepunum. Hún er jafnvel enn þyngri en ég. Hún ætlar að fá sér lúr. En Adoni hvílir sig ekki. Hann situr í veitingasalnum með fæturna uppá einum af stólunum, reykir sígar- ettu og les í dagblaðinu eða í einni af bókasafnsbókunum - „Leyndardómar fortíðarinnar", „Hvað er á bak við hugarorkuna?" - hægt og sígandi. Þó hann sé hægur er drengurinn spurull. Og hann kemst að niðurstöðum. Ó já. S Gefum honum tíma og hann mun skilja allt. Anna kemur kjagandi inn í svefn- herbergið. Ég læt sem ég sofi en fylg- ist með henni með öðru auganu hálf- luktu. Hún sparkar af sér skónum en fálmar svo með feitum handleggj- unum til að hneppa kjólnum frá. Hann dettur af henni án þess að hún hjálpi til, einsog þegar stytta er afhjúpuð. Þar sem hún stendur í undirkjólnum er hún einsog risastór mjólkurbúðing- ur, í hvítum gegnsæum umbúðum. Hún dregur fæturna á eftir sér að sinni hlið rúmsins, trekkir vekjaraklukkuna og stillir hana. Þetta gerir hún ef ske kynni að við svæfum yfir okkur. En ég hef aldrei vitað til þess að hún væri ekki vöknuð og farin fram úr án þess að vekjaraklukkan minnti hana á það. Þannig er hún: hún gerir það sem hún þarf að gera. Þessi risastóri skrokkur hennar er gerður til að svitna í eldhúsi og skrúbba pönnur. Við mennirnir viljum lifa í okkar hugarórum, fá okkar skammt af volgum kvenmannsilmi, en hvar værum við staddir ef þessara stórkostlegu vinnuhesta nyti ekki við? Hún kemur sér fyrir við hliðina mér og sér að ég er ekki sofandi. Ég opna augun. „Kostaki, þetta skiptir engu rnáli," segir hún. „Engu máli. Hver erum við þegar öllu er á botninn hvolft?" Líkami hennar angar af heitri feiti og þvottadufti. Hvernig stendur á því > að þessi vömb hennar-sem nú getur ekki fætt af sér neitt - mundi eitt sinn hafa getið af sér afstyrmi í stað karl- manna? Hvernig hefur hún orðið að þessu hrikalega kjötfjalli? Þó sagði hún eitt sinn - það er lyginni líkast - í lágvöxnu kjarrinu við Hymettos, þá var ég aðeins átján ára auli: „Elapethi mou," um leið og hún færði hönd mína á milli fóta.sér. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.