Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 28

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 28
MILLI TVEGGJA HEIMA Jósef Ka Cheung Fung hefur verið búsettur á íslandi í tæp tfu ár og verið atkvæðamikiii í tónlistarlífi okkar, bæði sem kennari, gítarleikari og tónskáld. í viðtalinu segir hann frá lífi sínu og hvernig reynsla hans af tveimur ólíkum menningarheimum mætist í tónlistinni Það fyrsta sem mér kemur í hug þegar ég hugsa til æskuára minna eru hin mannlegu samskipti. í Hong Kong er alltaf mikið af fólki í kringum mann, vinir og ættingjar eru mjög nánir. Fjöl- skylda mín bjó þröngt; við höfðum eitt herbergi til afnota, foreldrar mínir bróðir og ég. Herberginu var skipt í tvær hæðir og bróðir minn hafði aðstöðu uppi en þar var lítið borð sem hann gat unnið heimaverkefni sín við. Foreldrar mínir og ég sváfum niðri. Þar var útbúið rúm sem samanstóð af viðarplanka, dýnum og sængurfötum. Að deginum til var öllu rúllað upp og notað sem sófi. Húsið sem við bjuggum í var mjög stórt og þar bjuggu margar fjölskyldur sem deildu saman salerni og eldhúsi. Mikill sam- gangur var meðal fólks í húsinu sem leiddi til þess að börnin kölluðu sér eldra fólk frænda og frænkur, þó að ekki hafi verið um neinn blóðskyld- leika að ræða. Vegna þrengslanna varð fólk að læra að búa saman í sátt og samlyndi. Þau tengsl sem mynd- uðust á þessum árum voru vináttu- sambönd til lífstíðar. Enn þá er ég vinur þeirra barna sem ólust upp með mér, en margt af eldra fólkinu er látið núna. Aldrei var skortur á leikfélögum og við fundum upp á hinum óliklegustu leikjum. Vinsælt var að leika sér að köngulóm, þetta voru litlar köngulær sem við settum í eldspýtnastokka og hleyptum svo út og létum þær berjast. Það var mikill 'heiður að vera eigandi hinnar sterkustu. Einnig lékum við okkur mikið á húsþökum með flug- dreka sem við útbjuggum. Ég flæktist um göturnar og alltaf var mikið af fólki í kringum mig. Þarna voru mikil þrengsli og ég þekkti ekki annan lífs- máta. Fólk bar raunverulega umhyggju hvort fyrir öðru. Ef einhver átti í erfið- leikum voru aðrir tilbúnir að hlaupa undir bagga. Mikil samvinna var meðal fólks, það varð að standa saman. Þessa umhyggju fyrir náung- anum hef ég ekki fundið á Vestur- löndum og sakna hennar. Ég finn fyrir nánd og vináttu milli fólks enn þann dag í dag þegar ég fer til Hong Kong, þó borgin hafi mikið breyst á þessum árum. Oft borðaði ég á veitingahúsum með foreldrum mínum. Það er kín- versk hefð að fara á tehús og borða morgunverð. Faðir minn var forn- munasali, hann hafði hvorki skrifstofu né verslun, en geymdi munina heima og hitti viðskiptavini á veitingastöð- um. Herbergið sem við bjuggum í var því oft troðið allskyns fornmunum. Faðir minn hafði mikla unun af tónlist og kom fram sjálfur með hljóm- sveitum á tehúsum. Á uppvaxtarárum mínum voru kín- verskir og enskir skólar í Hong Kono. Þegar ég tala um enska skóla á ég við að flestar kennslugreinar hafi verið kenndar á ensku og námsbækur einnig verið enskar. í skólanum sem ég gekk í voru flestar greinar kenndar á ensku. Þegar ég hóf skólagönguna kunni ég enga ensku, 98% íbúa Hong Kong tala kínversku og ég hafði aldrei haft tækifæri til að tala annað tungumál. Skólinn sem ég sótti var trúboðsskóli, allir kennarar voru kín- verskir, bekkirnir voru mjög stórir og miklum aga beitt. í neðri bekkjunum var okkur kennt að lesa og skrifa á kínversku en eftir því sem á námið leið varð áherslan á ensku meiri og einungis kennd kínversk saga og bókmenntir. Nemendur voru ekki þvingaðir til að tala ensku í neðri bekkjunum en í eldri bekkjunum var ætlast til að nemendur töluðu ensku sin á milli og hætta var á refsingu ef upp komst að þeir töluðu kínversku. Reynt var að fá okkur til að tala ensku og tileinka okkur sögu, landafræði og bókmenntir Breta. Þrátt fyrir þetta var lífsmátinn utan veggja skólans alltaf kínverskur. Það var móður minni að þakka að ég komst í góðan skóla. Á þessum árum var mikið um trúboð í Hong Kong og móðir mín frétti að ef hún gerðist kaþólsk kæmist ég í kaþólskan skóla. Var ég því skírður þegar ég var þriggja ára gamall. Móðir mín er líklega guðleysingi og ein- ungis skráð sem kaþólikki. í æsku heyrði ég mikið af kínverskri tónlist, bróðir minn spilaði á kínverska fiðlu, „ Erhu", og faðir minn söng mikið. Ég heyrði fyrst í útvarpi þegar ég var níu ára. í því var aðallega leikin 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.