Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 35

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 35
- Jú þessvegna byrjar fyrsta Ijóðið í fyrsta kafla á þessu. „Ég hef ekkert að segja, en.“ Ég veit ekki vel hvert ég á að fara, finn sterkt fyrir ein- hverjum skorti. Reyndar einkennir þetta Ijóðagerð þessa áratugar. En ég hef sterka þörf fyrir að tjá mig. Þess vegna er hætta á því að maður flýi upp í bláleitar hæðir, muldrandi dul- arfull orð, en hafi ekkert að tala um umfram einhverja persónulega kreppu, sem kannski er sprottin út frá því að hafa ekkert að segja... - Er kaldhæðni í kokhreystinni? „Héðan mun ég tala.“ Minnir á sókn- armanninn Majakovsky. - Já ég hugsa kaldhæðni sem brynju en jafnframt reyni ég að setja lesandann upp í horn og neyða hann til að hlusta. Þetta vísar náttúrulega líka á kreppuna. Já þetta með Maja- kovsky. Það er eins og hann hafi tekið það þesta frá Whithman og Baudelaire, prédikunarstílinn og myndmál borgar- innar. Bætt svo sjálfum sér við, og sjá; tröll á herðum risa. Mér finnst hann hefja sig yfir þá báða. Það kemur náttúrulega fleira til um þau miklu áhrif sem hann hefur haft. Fú- túrisminn og hrokinn gagnvart hefð- inni er nokkuð sem menn þurfa á að halda þegar svona mikið hefur verið gert. Mörgum núna finnst þeir ekki hafa efni á kokhreysti, finnst þeir litlir og heimurinn stór. - Öfundarðu Majakovsky af aöstöðunni, að lifa þá tíma sem hann lifði. - Já þetta hafa verið draumatímar og draumastaða. Að vísu ekki eftir 1921 eða 22. En að trúa á eitthvað, og geta sagt það með sannfæringu. Og þessir menn voru í þeirri stöðu að tinnast þeir vera stórir gagnvart þessu. Með hálf-ónýtan heim í hönd- onum og tilbúnir að rústa honum og trúðu því að hægt væri að byggja al- oýjan. Það er erfitt að trúa slíku nú á tímum. Þeir sem taka upp þessa rödd núna gera það kannski í meiri vörn. Með vonleysið lúrandi á bak við slagkraftinn. - Nú segirðu vörn. Þarftu að afsaka þig. - Ja núna geturðu varist með lang- drægum vopnum. Maður leitar auð- vitað logandi Ijósi að hugsjón til að geta sótt. Það þarf efni til að geta farið í prívat krossferð. Mér sýnist ekki að aðrir hafi það heldur. Þessvegna er staðan í grundvallaratriðum önnur. - Langar þig til að hafa miklar lausnir á takteinum. Verða menn ekki bara kerruhestar hugmynda. - Jú það er hættulegt að trúa of stíft á eitthvað eða vera of heitur út í eitthvað. Tökum til dæmis Allen Ginz- berg sem fulltrúa Beatskáldanna. Gerir margt ágætt jú jú. En setningar eins og „America go and fuck your self with atomic bomb.“ Þetta stingur mig. Hvar er skáldskapurinn í þessu? Menn mega ekki vera of reiðir til að geta ort. Þessir menn gerðu stórkost- lega hluti í stöðnuðu Ijóðaformi, komu með nýtt tungutak inn í Ijóðmálið. En líða kannski fyrir það núna, því þeir unnu ekki nægilega úr nýjungum sínum, lifðu kannski of hratt. Svo gerist það hér á íslandi, sama ár og Howl kom út, þá kemur þetta fræga viðtal í L 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.