Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 21

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 21
Moria Sillito æpandi úr rúmi sínu ..." Yorkshire Post var eitt af örfáum dagblööum sem veitti þessari byrjun athygli en fannst hún því miöur „einum of kraftmikil". En Moria á eiginmann sem huggar hana og neöst á blaðsíðu tvö „sefur hún einsog lítiö barn í sterkum örmum unga mannsi- ns“. í mjög svo óvæntum ritdómi sem birtist í kvenréttindatímaritinu Refrac- tory Girl er vitnað í þessa línu og hún látin sanna ofurvægi hins „srnáa" og „lágkúrulega kvenfyrirlitningu “ sög- unnur. Mér fannst þessi lína hins vegar áhrifarík, ekki síst þegar þess er gætt aö hún lýsir þeirri huggun sem ég svo glaður vildi veita skapara hennar í næturhúminu. Ég þagna þegar stóll er dreginn eftir gólfinu. Bráöum kemur Sally niður, gengur inn í eldhúsiö og fyllir bollann af köldu, svörtu kaffi og fer síðan aftur og sest viö skrifborðiö. Ég príla upp á legubekkinn og kem mér í apalegar stellingar ef ske kynni aö hún liti inn. í kvöld gengur hún framhjá, þaö mótar fyrir henni í dyr- unum en bollinn sem skröltir í undir- skálinni, svo þaö sker í eyrun, segir hve vansæl hún er. Að ofan heyri ég þegar hún tekur blaöiö úr ritvélinni og setur nýtt í. Hún stynur þungt og ýtir á rauða lykilinn, tekur hárið frá aug- unum og byrjar á sinn staðfasta og dugmikla hátt aö vélrita fjörutíu orö á mínútu. Húsiö fyllist af tónlist. Ég feygi úr mér á legubekknum og gef mig kvöldverðarlúrnum á vald. Á þeim stutta tíma sem ég hafði viödvöl í svefnherbergi Sally Klee kynntist ég eldraunum hennar. Ég lá í rúminu, hún sat við skrifborðið, hvort á sinn hátt að gera ekki neitt. Ég lifði í vellystingum og á klukkutíma fresti óskaöi ég sjálfum mér til hamingju með þá forfrömun aö hafa breyst úr gæludýri í elskhuga og þar sem ég lá þarna á bakinu meö krosslagða hand- leggi og fætur hugleiddi ég möguleik- ann á frekari stöðuhækkun, frá elsk- huga til eiginmanns. Já, ég sá sjálfan mig fyrir mér þar sem ég sat með býran sjálfblekung í hendinni og undirritaði kaupleigusamninga fyrir hina fögru eiginkonu mína Ég mundi kenna sjálfum mér að halda á penna. Ég yrði reddarinn á staðnum. í sælu- vímu hjónabandsins hífði ég mig upp frárennslisrörin til að rannsaka þak- rennurnar og ég héngi í perustæðum til að setja nýtt veggfóður á loftið. Á kvöldin færi ég á krána sem löggiltur eiginmaður og eignaðist nýja vini. Ég mundi verða mér úti um ættarnafn til að hún gæti kennt sig við mig, fará að ganga í inniskóm inni og jafnvel sokkum og skóm úti. Ég vissi of lítið um erfðafræðileg lögmál og reglur til að kveða upp úr um möguleikana á fjölgun en ég var staðráðinn í að hafa sambandi við læknisfróða menn sem síðan mundu segja Sally Klee hvernig málum væri háttað. En á meðan sat hún andspænis auðu blaðinu, jafn föl og Moria Sillito þegar hún vaknaði með ópum og óhljóðum, en þögul og hreyfingarlaus stefndi hún óhjá- kvæmilega á vit þeirrar kreppu sem segði henni að standa upp og lulla niður eftir köldu kaffi. Áður fyrr brosti hún til mín óöruggu en uppörvandi brosi og við vorum hamingjusöm. En því betursem ég kynntist þjáningunni sem lá að baki þögn hennar urðu ákafar hrynur mínar - eða það gaf hún í skyn - til þess að hún átti í erfið- leikum með að einbeita sér og þá hættu brosin að streyma til mín. Þau hættu og þar af leiðandi hættu hugleiðingar mínar líka. Einsog þú hlýtur að hafa komist að raun um er ég ekki einn þeirra sem sækist eftir vandræðum. Sjáðu mig frekar fyrir þér sem einn af þeim er sýgur rauður úr eggjum án þess að brjóta skurnina, minnstu þess hve fimlega ég drekk. Ef frá eru talin þau heimskulegu hljóð sem ég gaf frá mér, og þau eru fremur þróunarfræðilegs eðlis en persónu- leg, sagði ég ekki neitt. Seint eitt kvöld skaust ég inn í baðherbergið stuttu á eftir Sally Klee. Óvænt hug- boð hélt mér í greip sinni. Ég læsti að mér, stóð á baðkarsbrúninni og opn- aði lítinn og ilmríkan skáp þar sem hún geymdi kvenlega einkamuni. Þeir staðfestu það sem ég vissi fyrir. Hettan hennar lá enn f plastskelinni, hreinsuð og einhvern veginn eins og hún hefði vanþóknun á mér. Þá hellt- ust síðdegisstundirnar yfir mig og kvöldin í rúminu og hugleiðingarnar breyttust allt í einu í saknaðaróð. Fyrst langur forleikur gagnkvæmra rannsókna, með kúlupennanum taldi hún í mér tennurnar og án árangurs leitaði ég að nitum í síðu hári hennar. Síðan hófst gáskafull könnun hennar á lengd, lit og þéttleika limar míns, taumlaus hrifning mín af hinum frá- bærlega gagnslausu tám hennar og feimnislega huldu endaþarmsopinu. Fyrsta „skiptið" (þetta er frá Moriu Sillito) varð svolítill misskilningur okkur til trafala vegna þess að ég hélt að við mundum athafna okkur a posteriori. En við leystum málið með aðferð Sally Klee og gerðum það „augliti til auglits", aðferð sem mér ( fyrstu fannst, einsog ég reyndi að gera ástkonu minni Ijóst, of náin, örlítið of „menntamannaleg". Samt sem áður var ég fljótur að láta fara vel um mig og áður en tveir dagar voru liðnir hljómaði í höfði mér: Og myndirnar sem augu okkar gátu af sér Áttum viö í sameiningu Á þessu stigi málsins var þetta sem betur fer ekki allt. „Sú reynsla að verða ástfangin er öllum sameiginieg en samt sem áður dýrleg." Þessa vellu fær Moria Sillito að heyra frá mági sínum, þeim eina úr stórri fjöl- skyldu sem verið hefur í háskóla. Hér verð ég að skjóta því inn, að þó Moria hafi oft heyrt orðið í sálmum frá því hún var í skóla, skilur hún ekki hvað „dýrlegur" þýðir. Eftir passlega þögn afsakar hún sig, hleypur upp á loft og inn í svefnherbergið. Þar finnur hún orðið í vasaorðabók og hleypur aftur niður í stofuna og segir í notalegum tón um leið og hún gengur inn um dyrnar: „Nei, það er rangt. Að vera ástfangin er einsog að svífa á skýjum." Einsog mágur Moriu Sillito var ég ást- fanginn og einsog verða vill við slíkar aðstæður leið ekki á löngu þar til hin óseðjandi ást mín fór að þreyta Sally Klee. Þá var þess heldur ekki lengi að bíða þar til hún fór að kvarta yfir því að líkamleg snerting okkar ylli henni 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.