Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 48
LISTSKÖPUN Á LABBITÚR
VIÐTAL VIÐ RICHARD LONG
f
Á síöustu Listahátíð kom hingaö til lands
breski gönguhrólfurinn Richard Long og
helgaði sér hluta Nýlistasafnsins á þann
hátt sem hann er þekktastur fyrir. í far-
teski sínu haföi hann eöju úr ánni Avon,
sem rennur um heimahaga hans, og
með henni þrykkti hann hring með
lófunum á einn vegg safnsins. Síöan bar
hann inn íslenskt fjörugrjót og stillti því
upp [ annan hring á gólfinu fyrir framan
hinn enska hring.
Innan þessa hrings er veröld Longs,
svo vitnað sé í fleygar línur Steins. Þaö
er eftilvill helst til freistandi aö grípa til
Ijóörænna líkinga þegar fjallaö er um list-
sköpun Longs, svo mjög sem hún gerist
á áhrifasvæði Ijóðsins þar sem mætast
maður, náttúra og ævafornar táknmynd-
ir.
Sjálfur gerir Long lítið úr Ijóörænni
vídd veika sinna. Lýsingar hans á tilurö
þeirra einkennast einatt af stakasta lát-
leysi og raunsæi.
„Ég fjalla um hiö áþreifanlega, ekki tál-
sýnir eða hugmyndir. Ég geri mér mat úr
alvöru steinum, tímanum eins og hann
er, alvöru framkvæmdum," segir hann í
bæklingnum „Five six pick up sticks,
seven eight lay them straight" (1980).
Ef viö setjum myndlist Longs í list-
sögulegt samhengi, er nokkuð Ijóst aö
hún verður til þar sem mætast bresk
landslagslist, naumhyggja og gerningar,
en það stefnumót er aðeins upphaf að
mjög persónulegum þróunarferli. Rudi
Fuchs fjallar um þetta ferli af næmum
skilningi í sýningarskrá Guggenheim
safnsins frá 1986, sem hægt er að mæla
með við aðdáendur Longs.
Um list sína segir Long í bæklingnum
„Words after the fact“ (1982): „Hún er
einföld myndlíking fyrir lífið sjálft. Mann-
vera gengur áleiðis og skilur eftir sig
ummerki. Með því að ganga ákveðna
vegalengd, tína upp steinvölur, skynja
umhverfið á vissan hátt, geri ég grein
fyrir sjálfum mér og skilningarvitum
mínum. Náttúran hefur meiri áhrif á mig
en ég á hana. Ég er sáttur við að moða
úr algildum og ofur venjulegum fyrirbær-
um; gönguferð, uppröðun, steinum,
sprekum, vatni, hringjum, línum, dögum,
nóttum, vegum."
Long hefur nú komið til íslands þrisvar
sinnum. Árið 1974 birtist hann hér, velti
þá nokkrum steinum niður brekku og tók
mynd af slóð þeirra. ( sömu ferð dró
hann grjót saman í hringlaga kös ein-
hvers staðar uppi á hálendinu, reisti auk
þess við nokkrar steinhellur á svipuðum
slóðum. Sumarið 1982 kom Long aftur
til landsins og reisti þá við hellulaga
steina á Sprengisandi og nefndi „Próf-
steina-Skjólshús í stormi".
Hver veit nema þau ummerki séu nú
orðin hlutar af heimsmynd Einars Páls-
sonar.
Long er ekki gefinn fyrir viðtöl um
sköpunarverk sín. Prentuð viðtöl við
hann má telja á fingrum annarrar handar.
Pví kom það mér á óvart þegar Pétur í
Faco, hollvinur Longs, tjáði mér að hann
væri ekki frábitinn því að tala við mig
undir fjögur augu.
Við hittumst í Nýlistasafninu og löbb-
uðum yfir í kaffihús á Laugaveginum.
Long er hár, grannur og stórstígur, sker
sig ekki úr nema fyrir sérkennilegan
hárvöxt á kinnbeinum, leifar af
börtum. Honum liggur lágt rómur,
gerir sér far um að vera nákvæmur í
orðalagi. í fyrstu er listamaðurinn
eilítið taugatrekktur, en slappar fljót-
lega af og Ijóstrar þá upp um
kímnigáfu sína.
Al.
- Strákunum í Nýlistasafninu
fannst talsvert til um það að þú
skyldir ekki vilja hjálp við að setja upp
verkin á sýningunni, bera inn grjótið
og svo framvegis.
- Ég vil gjarnan gera þetta allt
sjálfur. Ég hef ánægju af því að reyna
á mig, ganga, hlaða grjótgarða, tína
saman sprek, kveikja varðelda. Lík-
amleg áreynsla, hún skiptir mig miklu
máli. Hún er hluti af sköpuninni. Það
má kannski segja að í verkum mínum
mætist, ja, eigum við að segja góðar
hugmyndir og talsvert púl? Leðju-
verkin eru kannski annars eðlis, þar
sem þau verða beinlínis til í hönd-
unum á mér.
- Þú ert sem sagt ekki einn af
þeim sem lætur aðra smíða fyrir þig i
verkin... f
- Nei, alls ekki. Ég er þess vegna
mjög ólíkur Donald Judd, sem vinnur
verk sín að hluta í gegnum síma,
pantar kassa í ákveðnu máli og svo
framvegis. Að því leyti er ég ekki
afsprengi borgarmenningar, ég nota
ekki alls kyns fjöldaframleiddan efni-
við. En ég tek það fram að ég er mjög |
hrifinn af Judd.
- Það er oft talað um þig sem sér-
46