Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 62

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 62
MIG LANGAR ÚT í GEIMINN í KVÖLD Ornette Coleman er óumdeilanlega einn af brautryöjendum í jazztónlist eftir síöari heimsstyrjöld. Þessi sér- stæöi altsaxófónleikari hefur á rúm- lega þrjátíu ára ferli jafnan fariö sínar eigin leiöir óháö tískustraumum, en haft gífurleg áhrif á hljóðfæraleikara og áheyrendur um allan heim. Hann fæddist í Forth Worth í Texas áriö 1930, sonur saumakonu og baseball- leikara. Hann er sjálflæröur aö mestu. Á táningsárunum fór hann aö leika með bebop-, rytma&blús- og dans- hljómsveitum í Texas og víöar í Suðurríkjunum. í lok 6. áratugarins setti hann jazz- veröldina á annan endann er hann mætti til New York-borgar meö kvart- ett sinn sem í voru auk hans Don Cherry á trompet, Charlie Haden á bassa og Billy Higgins eða Ed Black- well á trommur. Nú hljóma hljóðritanir þessarar sveitar fremur sakleysis- legar en í þá daga var talað um „and- jazz". Á 7. áratugnum starfrækti Cole- man tríó meö þeim David Izenson á bassa og Charles Moffett á trommur, hóf aö leika á fiölu og trompet auk saxófónsins og skrifaði og lét flytja fyrstu tónsmíöar sínar fyrir blásara- og strengjasveitir. Áriö 1971 tekur Coleman svo upp plötuna Science Fiction meö nokkrum samstarfsmönnum sínum frá fyrri árum, Cherry, Higgins, Black- well og Haden auk trompetleikarans Bobby Bradford, tenorsaxófónleikar- ans Dewey Redman, söngkonunnar Asha Puhtli og Ijóöskáldsins David Henderson. Þessi plata var glæsi- legur endapunktur á tilteknu skeiöi á ferli Colemans, tónlist sem leiftraði af krafti og sköpunargleöi. í janúar 1973 var Coleman staddur í Marokkó. í fjallaþorpinu Joujouka heillaöist hann af tónlist heimamanna sem léku á trumbur og eins konar óbó samkvæmt aldagamalli hefö og köll- uöu sig Panpípuleikarana. Þaö sem hreif hann mest var aö þarna voru notuð hljóöfæri sem ekki voru sam- stillt að evrópskum hætti en engu aö síður náðist hreinn samhljómur. Cole- man tók upp saxófón sinn og trompet, kveikti á segulbandinu og lék með hljómsveitinni lengi dags og nætur. Coleman fór fram á þaö aö þáverandi útgáfufyrirtæki, Columbia, gæfi út þennan spuna hans meö Marokkó- búunum á þremur hljómplötum í öllum útibúum sínum vítt og breitt um heiminn samtímis. Ráöamenn fyrir- tækisins tóku hugmyndinni íálega og enn eru þessar upptökur óútgefnar. Lítiö brot er þó aö finna á plötu Cole- mans, Dancing in your Head, frá 1976. Þess má og geta aö Brian Jones, gítarleikari Rolling Stones, hljóðritaði Panpípuleikarana í Joujouka og gaf út á plötu skömmu áöur en hann lést. Stuttu síðar hélt Coleman til Lund- úna og hljóðritaði meö Lundúnasin- fóníuhljómsveitinni undir stjórn David Measham sinfóníu sína Skies of America sem gefin var út á plötu árið 1972. Verkið er óöur til fegurðar him- insins og Coleman segist hafa samið þaö undir áhrifum frá dvöl sinni meö indíánaættbálki einum. Hann haföi líka viljaö lýsa fegurð Ameríku meö einhverju sem heföi engin landamæri. Himinninn væri án takmarka og hátt yfir erjur og flokkadrætti á jöröu niöri hafinn. „Mig langar út í geiminn í kvöld,“ verður Coleman stundum aö orði og er þaö lýsandi fyrir tónlist hans. í greinargerö á plötuumslaginu segir Coleman að verkið sé samið samkvæmt svokallaöri „harmolód- ískri" kenningu sem fjalli um laglínu, röddun og hljóöfæraleik sem feli í sér hreyfanleg form. Ennfremur segir Coleman aö í verkinu sé beitt harmo- lódískri módúlasjón sem þýöi aö skipt sé um tónhæö án þess að breyta um tóntegund. Hann segist hafa notaö efri hluta tónsviðsins vegna þess aö hann hafi langað til aö hljómsveitin myndaði mjög skýra hljóöímynd af jörð og himni og auk þess hugblæ nætur, stjarna og dagsbirtu. Hinir einstöku kaflar verksins séu ekki skrifaðir í neinni ákveðinni tóntegund og þar sé blandað saman transpóner- uðum og ótranspóneruðum hljóö- færum en allir leiki sömu tónbilin. Þannig er sama laglínan leikin í mörgum mismunandi tónhæöum samtímis, en það gefur verkinu ákaf- lega voldugan hljóm. Skær altsaxó- fónn Colemans svífur svo yfir öllu saman í nokkrum köflum, en öflugt slagverkið gegnir veigamiklu hlut- verki. Síðan hefur Coleman flutt verkið á tónleikum meö sinfóníu- hljómsveit og rafmagnshljómsveit sinni Prime Time í sameiningu. Um það leyti sem Skies of America 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.