Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 25
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
UM RITLIST IAN McEWANS
AF ERLENDUM TUNGUMÁLUM
Spyrjiröu enska rithöfundinn lan
McEwan viö hvaö hann starfi segist
hann kenna ensku sem erlent tungu-
mál. Og því ekki þaö? Það er á
margan hátt auðveldara fyrir rithöf-
undinn aö titla sig sem kennara en rit-
höfund. Bæöi vill svo til aö þessar
fveir aðilar búa oft í einni og sömu
persónunni; margir rithöfundar veifa
kennaraprikum í verkum sínum og
eins hljóta rætur kennarastarfsins að
liggja í fornri sagnahefð.
En svar þetta hefur einnig hagnýtt
Qildi. Aöspuröur þarf kennarinn aöeins
aö segja hvað fag hann kennir. Aftur á
móti getur rithöfundurinn átt þaö á
hættu aö þurfa aö þylja upp öll nöfnin
á bókunum sínum; og þá heldur viö-
mælandinn að öllum líkindum að
hann sé aö tala viö hálfvita, þ.e.a.s.
hætti höfundurinn sér út á þann hála
ís aö romsa upp úr sér öllum þeim
undarlegu bókarheitum sem hann
kann að hafa valið verkum sínum.
Eöa einsog lan McEwan lýsir þegar
hann hitti ungan mann í fyrsta sinn
sem hann fór í skíöaferöalag: „Hann
hlutstaði tómlátur á meöan ég roms-
aöi upp titlunum, klappaði mér síöan á
öxlina og sagði: „Desmond Bagley,
þaö er minn maður.““
En hér hangir fleira á spýtunni. Ekki
bara persónulegir hagir á skíöaferöa-
lögum. Regar lan McEwan segist
kenna ensku sem erlent tungumál
tjáir þaö líka ákveöið viöhorf til ritlist-
arinnar: rithöfundurinn umgengst
móðurmál sitt sem um framandi
tungu sé aö ræöa. Og þaö er
nákvæmlega sú umgengni viö tungu-
máliö sem greinir skáldskap frá
flestum öörum greinum ritlistar, t.d.
blaöamennsku. Skrýtla í dagblaði,
sem ef til vill vekur hlátur meö
morgunkaffinu, er aö öllum líkindum
flatneskja í skáldsögu.
Eins er ekki sjálfgefiö aö góö saga,
sem sögö er manna í millum, veröi
borin uppi af prentstöfum. Máliö er
alls staöar það sama: tungumálið er
einsog krakki sem lætur ekki aö stjórn
en krefst samt að veröa komiö til
manns. Þaö læðist inn um bakdyrnar
og setur sínar rökfræðilegu skoröur.
Rithöfundurinn er því kannski
kennarinn og nemandinn í einni og
sömu persónunni. Um leið og hann
gerir uppreisn þarf hann aö lúta aga.
UM BILUN AF ÝMSU TAGI
Hér er ekki minnst á tungumálið af
ástæöulausu, því þaö er einmitt hin
nákvæma notkun hans á því, efnistök
hans og stíll, sem gert hefur lan
McEwan aö þeim kraftaverkakarli sem
hann í ritsmíðum sínum er.
Sé penninn kraumandi hraösuöu-
ketill er hann í höndum snjókarls sem
hvergi bráönar. Af lærðum mönnum
hefur stíl hans verið líkt viö tennisleik
Björns Borgs; hvert skot svo
úthugsað aö hiö óvænta kemur ekki
einu sinni á óvart.
Ekki síður en íslendingar dragnast
Englendingar meö þunga bókmennta-
hefð á herðunum. Fráfæðingu skáld-
sögunnar á enska skáldsagan sér
nær óslitna sögu. Þetta skapar
enskum bókmenntum vissa sérstööu.
Kraft hins nýja geta Englendingar nær
ávallt sótt í eigin hefö. Þegar þeir gera
uppreisn gegn henni eru þeir jafnan
að endurvekja forna þætti hennar.
Einhvers staöar sagði T.S. Eliot
eitthvað á þá leið aö hlutverk skáld-
skaparins væri aö finna tungutak er
hæföi samtíð sinni. Og þaö er
nákvæmlega það sem segja má um
skáldskap lan McEwans: í verkum
hans hefur hiö göfuga enska bók-
menntamál fundið tón sem hæfir sinni
samtíð. Götumáli og villtum hug-
myndum er haldið í böndum ótrúlega
agaðs ritstíls.
Jafnvel þeir sem gagnrýna lan
McEwan haröast, og lan McEwan er
mjög umdeildur höfundur, neita ekki
fimi hans í sögusmíð og stíl. Þeir tala
hins vegar um úthugsuö óþokka-
brögö og fádæma ruddaskap.
Hér skal ekki lagt neitt endanlegt
mat á þaö en eflaust þarf ekki mikiö til
að hrista upp í breskum skírlífis-
seggjum og vera kann aö þeir hafi
eitthvaö til síns máls - þaö hafa skír-
lífisseggir alltaf - því sögur lan
McEwans gerast ekki beint í alfarar-
leið og mikið rétt, sumar þeirra bjóöa
upp á hneykslan af ýmsu tagi.
Þar er ekki mikiö um ensk teboð og
samræður um rigningu fremurfátíöar.
Yfir sögum hans hvílir nútíminn eins-
og reykur úr verksmiöju. Stillinn er
stærðfræðilega úthugsaöur en ein-
kennist um leið af órökrænum of-
skynjunum. En þessar ofskynjanir eru
aldrei úr lausu lofti gripnar heldur
undantekningalaust greyptar í sálar-
ástand persónanna.
23