Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 18

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 18
Midnight’s Children eöa Óskari úr Blikktrommunni. Þeir Saleem og Óskar skáka báðir í skjóli afbrigðileika síns, ef svo má segja, - annar með nefinu, hinn röddinni - á meðan Tom Crick er að mörgu leyti „ósköp venjulegur" kennari, kennari sem aðstæðurnar þvinga til að leysa frá skjóðunni. V Sagan Sonurinn, sem birt er hér ann- ars staðar í heftinu, er úr smásagna- safninu Learning To Swim and Other Stories. Það eru ákaflega fjölbreyti- legar sögur, bæði hvað varðar stað og stund, en allar fjalla þær á einhvern hátt um fjölskyldumál, samband for- eldra og barna, samskipti hjóna o.s.frv. Seinasta saga Grahams Swifts, Out og this World, er af mörgum talin há- punkturinn áferli hans. Einsog í Water- land er hér á ferðinni fjölskyldusaga en gjörólík. Feðgin skiptast að mestur á um að segja söguna: Harry, gamall stríðsljósmyndari og dóttir hans Sop- hie sem liggur á bekknum hjá sál- fræðingi í New York. í gegnum frá- sagnir þeirra púslast fjölskyldusagan smátt og smátt saman. Um leið er sagan ákveðin ferð í gegnum stríðs- hrjáða Evrópu tuttugustu aldarinnar. Out of this World einkennist ekki af þeirri villtu frásagnargleði sem ríkj- andi er í Waterland. Frekar mætti tala um Ijóðræna hnitmiðun. Orðið knappur kemur einnig til greina ef lýsa á þessari bók. í heild má segja um skáldskap Gra- hams Swifts að hann sé fjölbreytileg- ur, óútreiknanlegur og því aldrei að vita hvað gerist næst. BÁRÐUR R. JÓNSSON FIMM LJÓÐ Festur upp á þráð rauðan, hann í gegnum augað gegnum daginn snöggt og allt vefst fyrir, en á morgun, ný nál sami þráður. Fátt sagt, og viturlegast að gera ekki neitt, þegar sturlunin reyrð silkiþræði knýr á dyr og opnast einsog augun á hrööum gangi eftir götunni bjartri, og næsti maður er allt sem þarf. Var það þarna áðan þegar þú hnaust um leið og fugl settist á stein að dró fyrir sólu, og þú náðir fínlega taki sem þú missir ekki og veist að lífið er annað en tími og vindrekin ský. Nýfallinn snjórinn eru spor þín, einsog rauðir skórnir dansandi iðar myrkrið. Horfi ég í myrkrið heyri tifið í skónum og gríp í snjóinn kaldan og gleyminn. Skin tímans falskt Ijósið veikt og örlögin biðu tvær nætur jafnvel lengur í lífi sem er þolinmæði í lífi sem er mitt lífi sem er lokið rétt einsog hurðin sem var lögð aftur og aftur aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.