Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 24

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 24
niður þröngan loftstigann heyrði ég lykilinn hennar Sally Klee leita að vogaraflinu í læsingunni. Eftir kvöldverðardúrinn vakna ég í þögn. Kannski hefur þögnin, þegar Sally Klee hætti að vélrita, vakið mig. Tómur kaffibollinn hangir enn á fingri mínum, seigar leifar dósamatsins þekja tunguna, á meðan munnvatnið, sem seitlaði út úr mér í svefni, hefur vætt ullarefnið í legubekknum. Ég klóra mig fram úr og þrái tannstöngl- ana mína (úr fiskibeini í geitarskinns- hulstri) en þeir eru á efstu hæð húss- ins og til að ná í þá þarf ég ganga framhjá dyrunum hjá Sally Klee sem eru opnar. Og hví skyldi ég ekki ganga hjá opnum dyrum hennar? Hví skyldi ég ekki sjást og af hverju er ekkert tillit tekið til mín á þessu heim- ili? Er ég ósýnilegur? Á ég ekki smá viðurkenningu inni fyrir hinn hljóðláta og hógværa flutning yfir í annað her- bergi. Getum við ekki heilsast, and- varpað og brosað, við sem bæði höfum þekkt þjáningar og missi? Ég ranka við mér frammi fyrir klukkunni í andyrinu og horfi á litla vísinn nálgast tíu. Sannleikurinn er sá að ég geng ekki framhjá dyrum hennar því mig sárnar að enginn skuli gefa mér gaum, af því ég er ósýnilegur og einskis virði. Af því mig langar að ganga framhjá dyrum hennar. Augu mín reika um útidyrnar og festast við þær. Að fara burt, já, endurheimta sjálfstæði mitt og virðuleik, að leggja af stað út á hringbraut borginnar með eigur mínar í fanginu, endalausar stjörnurnar sem gnæfa yfir höfði mínu og Ijóð nætur- galans syngjandi í eyrunum. Sally Klee hverfur lengra í burtu frá mér, henni er skítsama um mig, já og mér um hana, að skokka áhyggjulaus til móts við appelsínugula dögunina og áfram inn í næsta dag og enn áfram inn í næstu nótt, að fara yfir ár og brjótast gegnum skóga, að leita sér nýrrar ástar og finna hana, nýrrar stöðu, nýs hlutverks, nýs lífs. Nýtt líf. Sjálf orðin eru sem þung byrði á vörum mínum, því hvaða nýja líf gæti skipað sess hins gamla, hvað nýtt hlutverk gæti keppt viö það að vera fyrrverandi elskhugi Sally Klee? Engin framtíð getur jafnast á við fortíð mína. Ég sný við í áttina að stiganum og er næstum því strax byrjaður að reyna að útskýra ástandið á annan veg. Síðdegis í dag, í rusli yfir mis- brestum mínum, gerði ég það sem okkur var fyrir bestu, það var í þágu okkar beggja. Þegar Sally Klee kom heim eftir erfiðan dag hlýtur hún að hafa veitt því athygli að nokkrir kunnuglegir hlutir voru horfnir og henni hlýtur að hafa fundist sem eina huggun hennar í lífinu væri horfin án þess að segja orð. Án þess að segja eitt einasta orð. Hendur mínar og fætur eru í fjórða þrepinu. Það hlýtur að vera hún sem er særð, hún en ekki ég. Og hvað eru útskýringar annað en þöglir og ósýnilegir hlutir f höfði þínu? Ég hef tekið á mig meira en minn skammt af skaðanum og hún er þögul af því hún er í fýlu. Það er hún sem þráir útskýringar og huggun. Hún sem þráir að vera mikils metin, finna snertingu og andvörp. Auðvitað! Hvernig gat mér dottið annað í hug á meðan við deildum þögninni yfir máltíð okkar? Hún þarfnast mín. Eins- og fjallgöngumaður sem nær óklifnum tindi kemst ég að þessari niðurstöðu og geng örlítið móður að opnum dyrunum, fremur í sigurvímu en vegna áreynslu. Sveipuð Ijósinu frá skrifborðslamp- anum situr hún og snýr í mig baki. Olnbogarnir hvíla á skrifborðinu og hún heldur höfðinu með lófunum undir hökunni. Blaðið í ritvélinni er þakið orðum. Hún á enn eftir að taka það úr og setja í bláu möppuna með járnhringjunum. Þar sem ég stend fyrir aftan Sally Klee minnist ég frum- bernsku minnar skýrt og greinilega. Ég er að horfa á móður mína sem situr á hækjum og snýr í mig baki og það er þá, í fyrsta sinn í lífinu, sem ég sé yfir öxl hennar draugalegar verur einsog í þokumóðu út um þykkt glerið. Þær benda og tala í hálfum hljóðum. Ég geng rólegur inn í her- bergið og sest á hækjur rétt fyrir aftan stólinn hjá Sally Klee. Nú þegar ég er hérna virðist mér sú hugmynd alveg út í hött að hún muni nokkurn tíma snua sér við í stólnum og taka eftir mér. Þýðing: Einar Már Guðmundsson 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.