Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 50

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 50
- Ja, ég geri lítið af því að lesa mér til eða svoleiðis. Stundum veit ég ekkert um áfanga- stað fyrr en ég er kominn þangað. Þannig var það til dæmis þegar ég kom til íslands í fyrsta sinn, árið 1974. Þá fór ég á limferðamiðstöðina í Reykjavík, en gat ómögulega áttað mig á því hvert rúturnar fóru, það voru hvorki númer eða staðarnöfn á þeim. Eftir mikið japl og jaml og fuður leidd- ist mér þófið og steig bara upp í næstu rútu, án þess að hafa hugmynd um áfangastað hennar. Um kvöldið fór ég úr rútunni á síðustu stoppistöð og labbaði mig út í óbyggðirnar. Þegar ég fann stað sem mér leist vel á, velti ég steinum niður fjallshlíð, myndaði árangurinn og fór heim. - Svo að þú vissir ekki hvar þú varst þegar þú hófst gönguna? - Jú, ég var auðvitað með kort með mér og komst að því hvert við vorum að fara... - Hefurðu áhuga á stjórnmálum, mannlífi og siðum í þeim löndum sem þú sækir heim? - Öll myndlist gengur út á það að velja og hafna. Maður stendur frammi fyrir milljón möguleikum, bæði hvað efnivið og inntak varðar. Auðvitað getur maður sökkt sér niður f stjórnmál, þjóðfélagsmál og gert sér mat úr þeim í myndlist. Ég hef löngu lært að halda mig við náttúruna í hverju landi sem ég heimsæki. Ég er bara innstilltur á svoleiðis upplifanir. Sem þýðir ekki að ég sé ónæmur fyrir öðru sem gerist í kringum mig. Mér finnst virkilega spennandi að skoða hvernig ólík samfélög eru byggð upp og þróast. Það er til dæmis ekki nokkur lifandis leið að labba um Nepal, Kasmír eða Alsír og kæra sig kollóttan um lifnað- arhætti og siði þar. Mín myndlist gengur einfaldlega ekki út á það að gera þeim þáttum skil. Svo kemur fyrir að ég kem á fjar- lægan stað, segjum Nepal, og upp- götva að þar líta menn náttúruna svip- uðum augum og ég geri, að í mér er snertir af Búddista... - En þú vilt gjarnan láta tilveruna koma þér á óvart? - Ég hef tröllatrú á tilviljunum og hugboðum. Árið 1966, þegar ég not- aði hring í fyrsta sinn, gerði ég það alls ekki út frá sérstakri dulspeki eða hugmyndafræði, ég var alls ekki að spila á erkitýpíska merkingu hringsins og allt það. Ég fékk bara þá hugdettu að nota hring alveg upp úr þurru, fannst það bara sniðug hugmynd. - Þegar þú vinnur með eðjuna úr Avon ánni, réttara sagt, þegar þú teflir saman svona náttúrulegum efni- við heiman að frá þér og náttúrunni á þeim stað sem þú sýnir, eins og fjöru- grjótinu hér í Nýlistasafninu, hvað vakir þá aðallega fyrir þér? - Ég er mjög hagsýnn listamaður. Þess vegna moða ég úr þeim efnivið sem ég finn á hverjum stað. Fyrir mér er þessi efniviður staðurinn í hnotskurn. Ef ég er að vinna fyrir sýn- ingu, leita ég að grjóti á staðnum, finn þá yfirleitt mjög góða steina sem henta mér. En ég vil gjarnan hafa eitthvað með mér að heiman, til að ríma við það sem ég geri annars staðar, og fyrir mér er eðjan hluti af heimahögum mínum. Eðjuna get ég haft með mér í plastpoka hvert á land sem er. Ég blanda hana vatni og þrykki með henni á veggi. Eðjuverkin ganga alveg eins mikið út á vatn eins og eðju. - Þú gerðir mikið af því að „teikna" með vatni úti í eyðimörkinni og annars staðar. - Alveg rétt. Og geri enn. Síðast þegar ég var í Mexíkó gekk ég upp með á sem rann um gullfalleg gljúfur og „teiknaði" öðru hvoru á hamra- veggina með því að hella vatni niður eftir þeim. En ég get auðvitað ekki hellt vatni niður veggi inni í sýningar- sölum og nota eðjuna úr Avon ánni í staðinn. Það má líta á hana sem brún- litað vatn... - Hvað er það við eðjuna sem skiptir þig mestu? Er það sú stað- reynd að hún er frá heimahögum þínum, eða er það áferð hennar, litur eða eitthvað annað? - Þetta hefur allt sitt að segja. Ég er fæddur í Bristol, en Avon áin rennur gegnum borgina og út í Bristol sundið. Þarna er gríðarlegur munur á fjöru og flóði, einir 10-15 metrar, sem er einstakt í heiminum. f æsku var ég alltaf niður við ána og fylgdist með hrynjandi hennar, hvernig hún lagaði landið að sínum þörfum og skildi eftir sig mjúka eðju sem gældi við tærnar á manni. Frá því ég fyrst man eftir mér var áin hluti af vitund minni. Því tek ég hana með mér þegar ég þarf á henni að halda. - Kemur aldrei fyrir að þú farir á einhvern stað með ákveðna hug- mynd að verki í huga? - Það fer eftir eðli verksins. Ef ég einset mér að ganga einhvers staðar, segjum í Skotlandi eða á Dartmoor, eftir beinni línu í tólf klukkustundir samfleytt, eða þá að ganga frá upp- tökum einnar ár til upptaka annarrar, þá skipulegg ég auðvitað gönguna, kaupi mér landakort og merki leiðina inn á það. Svo fer ég á staðinn og geng samkvæmt áætlun. En ef ég fer segjum til Afríku, á einhvern stað sem engin kort ná yfir, þá labba ég bara af stað út í buskann og moða úr því sem ég rekst á á leiðinni. - Að ganga á vit hins ófyrirsjáan- lega? - Ég vil gjarnan geta valið úr ýmsum möguleikum. Til dæmis er meiri fjölbreytni í mínum verkum en margir gera sér grein fyrir. Ég rúlla steinum, raða þeim saman, geri gönguverk, bý til ósýnileg verk og líka mjög endingargóð verk, ég bý til verk fyrir sýningarsali og líka verk sem enginn kemur nokkurn tímann til með að sjá, ég geri verk sem eru til í tvær mínútur, eins og vatnsteikningarnar, eða ég geri verk sem væntanlega munu standa til eilífðarnóns. - Þú tekur ákveðna áhættu með því að ganga einhvers staðar úti í óbyggðum, kannski meðal þjóða sem hafa sjaldan eða aldrei séð hvítan mann. - Að vissu leyti geri ég það. En ég legg ekki á mig hættu af ásettu ráði, ég er ekki á höttum eftir ævintýrum. Það sem skiptir máli er tveggja vikna gönguferð um Nepal fjöll, allt annað, maturinn, veðráttan, er bara hráefni sem kemur ekki verkinu, gönguferð- inni, við. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.