Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 33

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 33
SJÓMENNSKA Ég vil aö skipið sigli burt frá gömlum sorgum og haldi til ýngra lífs. Ójá, það yrði eftir bestu óskum. Ég kann vel við mig. Ekki er ég betri en aðrir. Það skiptir mestu máli að ég er ekki sjó- veikur, því það er gott að vera á sjó og slappa af. Því meðan á siglíngunni stendur verður ekkert að gera nema vera til. Sjórinn bylur á skrokknum. Ég ræð við sjálfan mig. Skil ekki hræðsl- una. Vegna alls þessa friðar hlusta ég á sjóinn án þess að gráta. Ég hef ekki haft hugsun á að kaupa Qjafir. Það væri gaman að gefa Siggu litlu eittkvað til jóla þótt það sé of seint í þetta árið. Hún er samt ekki eldri en það að vera barn einsog allir þeir sem fagrir eru og verður vonandi aldrei eldri en það að vera úng. Mér líður ílla að hugsa um van- rækslu mína. Kerti gæti fært henni mikla hamíngju á jólum. Boltar og kerti og Ijós skapa alheim í huga hennar. Börnin dansa um fjöll. Boltar skoppa allt í kríng. Hefur Sigga litla bolta? Skipið er vagga og hoppar einsog bolti. Ég hoppa í kasti geisla einsog Sigga. Ég róla og róla í geislum útá hafið. Ég skil Siggu og veit að það er enginn staður nema tilveran. Eg lýsi öllu af forvitni um hafið og þess vegna skil ég ekki hræðsluna. Er ég einatt að hugsa um geisla? Er ég barn úr því ég skil ekkert nema filveruna? MAÐUR OG KONA Nokkru eftir að maðurinn heldur til vinnu gengur konan út með körfu til að kaupa í hana matvæli. Hús þeirra er úr timbri og járni. Ef einkver væri alvís mundi hann geta sagt kve stórt það er. En lífi þeirra er lifað í þessu húsi, sem enginn veit kvort er lítið eða stórt. Þau fara út til að bera grjót eða sækja mat, en þau lifa saman í húsinu, því líf þeirra fylgir þeim í húsið. Maðurinn kemur heim um hádegið en fer aftur að vinna og hann kemur ekki heim fyrr en að kvöldi. Og þá fara þau að lifa í húsinu. Þannig er málum háttað. Konan sést aldrei stíga dans útá götu. Hún sést aldrei gera annað á götunni en að gánga og halda á körf- unni sinni, þótt líklegt sé að hún hafi til að bera meðfæddar ástríður og þær vildu undir einstæðum kríngum- stæðum knýja hana til að stíga dans á götunni eða leika sér að því að rétta fram annan fót sinn en standa á hinum og kannski að sveigja líkam- ann, eða hegða sér einsog gatan væri henni frjáls og leikur væri ekki nema snar þáttur í lífi hennar. En hún gerir ekki annað en að gánga með körfuna sína. Og maðurinn hleypur aldrei með gjörð eða reynir að hlaupa annan mann uppi til að reyna við hann hryggspennu. Hann gerir aldrei annað en að gánga með matarkass- ann sinn og hann gengur ávallt hægt. Og konan hans hleypur aldrei og hún drekkur aldrei vín útá götu, og það eru engar kýr fyrir hana að mjólka eða sjúga og engir hestar fyrir hana að þeysa á um borgina. Og enginn fær að sjá línur lenda hennar eða barms þar sem hún gengur á götunni með körfuna sína. Kynlegt má það vera að þessi hjón skuli hafa byggt slíkt hús en hlaupa aldrei að gamni sínu þegar sólin kemur upp og þau kynni að kitla í maga. Og niðurgrafin brauðgerðar- húsin eru fyrir bakara að lifa í um daga og þá smitar deiglyktin andvarann yfir borginni. Maðurinn og konan hafa byggt húsið til að lifa í því þegar þau eru ekki úti að gánga með körfu eða mat- arkistil. Þau hlaupa ekki þótt sólin komi upp. Þau hafa byggt húsið til að lifa í þegar þau eru ekki úti, og þau munu sofa og éta og vinna og sofa og éta og vinna. Og borgin er byggð fyrir fólk til að lifa í, og menn sofa og éta og vinna. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.