Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 17

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 17
menntaskóla í London. í vitund hinna sögulausu nútíma unglinga sem hann kennir hefur mannkynssagan sungiö sitt síðasta vers og það eina sem skiptir máli er Hér og Nú. En Tom Crick hefur einnig verið sagt upp störfum, því stjórnvöld vilja skera niður sögu („are cutting down hi- *" story“). Skólastjórinn Lewis, einnig kallaður Lulu, segir að sagan, fortíðin, komi framtíðinni ekki að neinu gagni. En ekki nóg með það, því herra Crick er einnig flæktur í aðra sögu sem er sagan einsog hún gerist í dálkum síðdegisblaðanna. Konan hans hefur nefnilega brotið leikreglur hvunndagslífsins, hefur rænt barni og er orðin klikk. Sú klikkun hangir í rök- fræði textans, á sér sína skýringu í sögunni. Þegar svo þar við bætist að þessi sami Crick, sögumaðurinn sem heldur þráðum sögunnar saman, á sér einnig sína eigin sögu, - annars vegar sína persónulegu þroskasögu frá því hann var á sama róli og nemendur hans og hins vegar sína U fjölskyldusögu sem um leið er Eng- landssagan síðustu aldirnar - þá höfum við að mestu leyti þann kokteil sem skáldsagan Waterland er hrist saman úr. Vegna þrýstingsins frá nemendum sem vilja Hér og Nú, út frá stöðu hans í skólanum og vegna málsins varð- andi konu hans er sögukennarinn neyddur til (og honum finnst það til- valið) að horfa framhjá hinum stóru atburðum um landvinninga, stríð og efnahagsmál en líta þess í stað í eigin barm, á sína eigin sögu, þar sem einnig eru landvinningar, stríð og efnahagsmál, bara á öðru plani, í l smækkuðu formi. „Þess vegna lokuðum við kennslu- bókunum. Lögðum frönsku bylting- una frá okkur. Þess vegna sögðum við bless við þetta gamla útjaskaða ævintýri með öll sín mannréttindi, sínar stromphúfur, borðahnúta og þnlitu fána, að ógleymdri hvínandi fallexinni og þeirri sérkennilegu hug- rnynd að þá hafi heimurinn öðlast nýtt s. upphaf. Eftir að hafa fundið smitandi ein- kenni óttans hjá mínum ungu en á engan hátt áhyggjulausu nemendum, hóf ég mál mitt: Einu sinni var ..." Þegar sögukennarinn lokar sögu- bókunum og snýr sér á vit ævintýr- anna og frásagnanna breytir sagan með stóru essi, ef ekki um merkingu, þá um áherslu: saga mannlífsins, persónubundnar upplifanir og andinn samofinn efnisþræðinum, allt verða þetta aðalatriði á meðan hinir svoköll- uðu stóru atburðir verða aukaatriði. Allt í einu standa þeir andspænis hversdagslífinu og þurfa jafnvel að láta sér innskotssetningar nægja: sem samanburður, mótsögn eða ekki neitt. Eða með öðrum orðum: til að segja söguna innan frá, svo hjartsláttur mannlífsins heyrist og viðburðirnir njóti sín, er herra Tom Crick neyddur til að sveifla kennarapriki skáld- skaparins og gefa því sem er ósýni- legt auga. Aðeins þannig fá einstakl- ingarnir og persónurnar notið sín, - jafnvel hagsagan verður að ævintýri - enda skynjar maðurinn sig mun fremur sem persónu í skáldsögu en þátttakanda í mannkynssögu. Þetta ætti að vera augljóst mál íslendingum, öldum upp við íslend- ingasögur, og má í því samhengi benda á, einsog Halldór Laxness gerir í Perónulegum minnisgreinum um skáldsögur og leikrit, að forn sagnritun stendur mun nærri nútíma skáldsagnagerð en nútíma sagnfræði. [ skáldskapnum er mikilvægi við- burða nefnilega afstætt. Þar er hið smáa og hið stóra jafn rétthátt. En þetta sjónarhorn Grahams Swifts-að láta sögukennara segja sögu sem um leið og hún er ekki-sagan er sagan - það felur ekki bara í sér greinarmun og samanburð á sögu og frásögnum heldur gefur það einnig tímaskyni og siðfræði sögunnar athyglisverðar víddir. Þannig er sagan ekki sögð í „réttri “ tímaröð heldur út frá rökfræði sem tengist sálarlífi persónanna og/ eða viðbrögðum nemendanna sem eru að hlutsta á söguna. í grófum dráttum er sagan á þrem sviðum sem víxlast eftir því sem við á: Hið fyrsta mundi vera fjölskyldu- sagan með uppgang og hrun í þunga- miðju sinni - hið mikla ættarveldi sem rís en endar sem nokkrar bjórflöskur í bakpoka vangefins pilts sem flýr burt á skellinöðru og ölflaskan, tákn ættar- veldisins, endar sem morðvopn. Annað sviðið er síðan þroskasagan sem um leið er sakamálasaga með sektina í broddi fylkingar. Númer þrjú er síðan samtímasagan, Hér og Nú sögunnar, þar sem þær krossgötur sem kennarinn stendur á og ótti nemenda hans við gjöreyðingarstríð vega salt. IV Það hefur verið sagt að skáldskapur- inn hvíli ekki á neinni staðfastri visku en andmæli þvert á móti allri slíkri visku. Fremur en hinum stóra sann- leik leitar skáldskapurinn að spurn- ingamerkjunum. Skáldsagan Water- land er uppfull af frjórri efahyggju og einsog áður segir eru ekki margir höfundar sem nota spurningamerkið jafn oft og Graham Swift. Einn kaflinn í bókinni heitir: Um spurninguna hvers vegna? (About the Question why) En spurningar og innskotssetningar koma ekki í veg fyrir þann stíllega þéttleika sem vel má telja aðalsmerki enskra höfunda. Nei, spurningarnar og efinn lýsa fyrst og fremst hinni margræðu afstöðu skáldskaparins til veruleikans. Furður, fyrirboðar, fordómar, hjátrú og yfirnáttúruleg fyrirbæri eru ekki aðeins til skrauts heldur hluti af bygg- ingu sögunnar; partur af heimsmynd hennar ef svo má segja. Ættmóðirin sér hlutina fyrir og er því lögð inn á geðveikrahæli. En þeir sem í nafni heilbrigðis og skynsemi leggja kon- una inn á hælið fara í laumi eftir spá- dómum hennar. Fyrr í þessum pistli var minnst á skyldleika sögunnar Waterland við Midnight’s Children eftir Salman Rushdie. Og um leið og hún er skyld Midnight’s Children á hún fjöldann allan af frændum og frænkum af meiði prakkarasögunnar og grallararaunsæ- isins. En Tom Crick, sögumaður Wat- erland, greinir sig eigi að síður í mikil- vægum atriðum frá Saleem Sinai í 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.