Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 4

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 4
TIL LESENDA Þaö er engin nýlunda aö íslenskir rit- höfundar spreyti sig á því aö þýða bækur eftir enska höfunda. Árið 1136 lauk Geoffrey of Monmouth við eina vinsælustu lygisögu sinnar aldar, Historia Regum Britanniae (Bretakon- unga saga), og hélt því statt og stöðugt fram að hann hefði í hvívetna haft það sem sannara reyndist. Ekki var að því að spyrja, sagnaþjóðin beit undireins á agnið, og Breta sögur, eins og sagan heitir á íslensku, voru þýddar strax um 1200. Gunnlaugur munkur Leifsson í Þingeyraklaustri, sem eignuð er Ólafs saga Tryggva- sonar, bætti um betur og sneri Merlínusspá Geoffreys í Ijóð, en hún er lögð í munn hinum sívinsæla galdramanni Merlín sem þjónaði Artúr konungi og riddurum hringborðsins. Töfraraunsæið er þá kannski ekki svo nýtt í bókmenntunum eftir allt saman! Og nú, átta öldum síðar, situr mör- landinn við sama keip: töfraraunsæið ríður bókmenntunum á slig og Breta- sögur eru þýddar í gríð og erg; engum blandast að vísu hugur um að þær séu einn lygavefur frá upphafi til enda, en samt eru þær lesnar og þýddar af jafnmiklu kappi og forðum. Sá kostur var tekinn að dreifa kynn- ingu á breskum höfundum á tvö hefti. Yfirlit yfir helstu hræringar í breskum bókmenntum er veitt með viðtalinu við Malcolm Bradbury og í þessu hefti eru kynntir þeir Graham Swift og lan McEwan, bæði með sögum og greinum og hefur Einar Már Guðm- undsson haft veg og vanda af þeirri kynningu. McEwan hefur hlotið nokkra eftirtekt hér á landi, en Swift er að heita má óþekktur nema í tiltölu- lega fámennum hópi. í næsta heftir verður svo vikið að Julian Barnes, Timothy Mo og Kazuo Ishiguro. Frumsömdum íslenskum skáld- skap hefur ekki verið algjörlega ýtt til hliðar að þessu sinni, því að í heftinu eru örsögur eftir Steinar Sigurjónsson og smásaga eftir Garðar Baldvinsson, svo og Ijóð eftir nokkra höfunda. Þá er einnig rætt við Jón Stefánsson sem hefur hlotið nokkra athygli fyrir Ijóða- bækur sínar tvær sem hann hefur gefið út en hin síðari þeirra kom út í haust. Tónlist fær og nokkurt rúm í blaðinu. Af íslenskum tónlistar- vettvangi kemur í þessu hefti viðtal við Jósef Ka Cheung Fung, sem hefur verið búsettur hér um árabil og leikur meðal annars í norræna kvart- ettinum; af erlendum vettvangi umfjöllun um bandarískan jazzistann Ornette Coleman. Á síðustu Listahátíð sýndu hértveir heimskunnir listamenn í boði Nýlista- safnsins, Bandaríkjamaðurinn Donald Judd og Bretinn Richard Long. Um þann síðarnefnda segir í sýningarskrá Nýlistasafnsins að hann búi ekki til hlutina heldur „geri“ þá „með“ sjálfum sér og er það að sönnu. í þessu hefti er birt viðtal sem Aðal- steinn Ingólfsson átti við hann meðan á sýningu þeirra félaga stóð. Donald Judd er einn kunnasti fulltrúi þess sem kallað hefur verið minimalismi (naumhyggja). Hann hefur, auk þess að sinna listsköpun, skrifað mikið um listir. í tilefni af stórri yfirlitssýningu í Þýskalandi, sem nefndist Bilderstreit (Myndasenna), skrifaði hann greinina sem hér birtist. Greinin olli nokkru fjaðrafoki í sumar enda ganga sjón- armið Judds að mörgu leyti þvert á viðteknar skoðanir um gildi stórra yfir- litssýninga sem hafa notiö vaxandi vinsælda meðal almennings á Vestur- löndum. Heimspekin á sér sína fulltrúa í blaðinu sem oft áður. Á þessu ári hefði þýski heimspekingurinn Martin Heidegger orðið tíræður og af því tilefni meðal annars hélt Félag áhuga- manna um heimspeki sérstakan fund í september síðastliðnum. Þar flutti Þorsteinn Gylfason erindi, að vísu ekki um Heidegger heldur Wittgen- stein sem einnig hefði orðið tíræður á árinu, en birtir nú í Teningi erindi það um Heidegger sem hann flutti ekki í Félagi áhugamanna um heimspeki. Jafnframt er birt þýðing hans á spak- mælum Heideggers úr bókinni Aus der Erfahrung des Denkens, sem Þorsteinn nefnir Hugraunir á íslensku. Ritstjórn 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.