Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 26

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 26
í flestum sögum lan McEwans má segja aö aðstæður séu þær að veru- leikinn sé á einhvern hátt farinn úr böndum eða persónurnar tefli á tæp- asta vað, brjóti boð og bönn og missi þannig tökin á umheimi sínum. Þessar þversagnir frelsins sem oftar en ekki eru viðfangsefni lan McEwans eiga sér hliðstæðu í stílnum. Um leið og hann er hömlulaus, birtir villtar til- finningar og hrylling úr dimmustu skúmaskotum sálarinnar, einkennist hann af agaðri hnitmiðun, er undir sterkri stjórn. Þannig eru sjálfar sögurnar mjög svo beinar og milliliðalausar, atburðar- ás þeirra skýr og greinileg á meðan persónur þeirra eru raddir sem vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga og tjá sig á mörkum huglægs og hlut- lægs veruleika. Þetta eru því ekki gægjugatasögur sem beinlínis fjalla um íbúana í næsta húsi. Aðstæðurnar eru öfgafullar, á ystu nöf. Þó er margt kennilegra en í fyrstu kann að virðast, því oftar en ekki eru aðstæður sagnanna einsog málverk af andlegu ástandi. Efniviður- inn er sóttur í nútíma rótleysi og bilun af ýmsu tagi. Raunsæi lan McEwans er tiifinningalegt raunsæi. VIÐFANGSEFNIÐ VELUR ÞIG „ Aö vera frægur rithöfundur er einsog að vera þekktur fyrir að stoppa upp dýr.“ Þannig svarar lan McEwan spurningunni um hinn skjóta frama sem hann hlaut, rétt rúmlega tvítugur. Það er kannski aðeins á íslandi sem vofa Garðars Hólm gengur Ijósum logum og heimsmetabók Guinness er lesin einsog Bókin um veginn. Þegar lan McEwan er spurður um þá dimmu veröld sem ríkir í verkum hans svarar hann því til að þegar hann setjist niður til að skrifa komi yfir hann rödd sem hann verði að hlýða. „Þeir sem halda því fram að sögur mínar fjalli allar um blóðskömm, sjálfsfróun, líkamlega bæklun o.s.frv. gleyma því að líklega er ég fyrst og fremst móralisti," segir hann en bætir því við að þessi afstaða þýði ekki það að sögupersónum hans sé refsað eða hampað eftir einhverjum fyrirfram- gefnum mælikvörðum. Þegar fyrsta bókin hans, smá- sagnasafnið First Love, Last Rites, kom út þótti hún miklum tíðindum sæta. Ekki síst fyrir þær sakir að þarna var kornungur höfundur sem ótvírætt hafði fundið sinn eigin tón; og nú löngu seinna er þessi sama bók First Love, Last Ftites af mörgum talin tímamótaverk í enskum bókmennt- um. Hún vísaði veginn inn á nýjar slóðir. En það var ekki einungis hæfni hins unga höfundar sem vakti athygli, heldur líka viðfangsefnin. Jafnvel æsifréttablöð mættu á staðinn og á vörum allra brann sama spurningin: „Hvers vegna skrifarðu einsog þú skrifar? “ En ungi, föli pilturinn átti engin svör við því og viðtölin voru aldrei prentuð. En kannski var feilnóta í spurning- unni, því einsog lan McEwan bendir á, nú tæpum tveim áratugum síðar, ráðsettur fertugur maður með fjögur börn: „í rauninni er það viðfangsefnið sem velur þig. “ Næsta bók lan McEwans var einnig smásagnasafn, In Between The Sheets. Hún kom út árið 1978, þremur árum eftir First Love, Last Rites. Titillinn er sóttur í Rolling Stones lag af plötunni Let it bleed. Sagan Flugleiðingar apans, sem prentuð er annars staðar í þessu hefti, er sótt í það safn. Sama ár kom Steinsteypugarður- inn, The Cement Garden, út. Sú saga hefst svo: „Það var ekki ég sem drab pabba. Þó er ekki laust við að stundum hafi mér fundist sem ég hjálpaði honum áleiðis. En fyrir utan þá staðreynd að dauða hans bar að um leið og mikilvæg tímamót urðu á þroskabraut minni, skipti hann litlu máli miðað við það sem síðar gerðist. Ég og systur mínar töluðum um hann út vikuna sem hann dó, og það er rétt að Sue grét þegar mennirnir á sjúkra- bílnum sveipuðu hann eldrauöu teppi og báru hann burt. Hann hafði verið veikgeðja og uppstökkur þverhaus með gular hendur og gulur í framan. Það er aðeins til að útskýra hvernig ég og systur mínar komumst yfir kynstrin öll af sementi að ég læt þessa litlu frásögn af dauða hans fylgja." í Steinsteypugarðinum greinir frá fjórum systkynum, sem fyrst missa föður sinn og síðan móður og búa afskekkt í stóru húsi. Móðirin hafði sjálf brýnt fyrir börnunum samheldni og samstöðu og búið þau undir að sjá um sig sjálf á meðan hún legðist á spítala. Gerðu þau það ekki gætu þau átt það á hættu að heimilið yrði leyst upp. Þegar móðirin deyr standa börnin frammi fyrir spurningunni: Hvað nú? í fávisku sinni og einangrun taka þau þá örlagaríku ákvörðun að grafa hana sjálf. HVER STAL SÖGUNNI MINNI? í Steinsteypugarðinum renna sjálf atburðarrásin og hugur sögumanns í einn farveg. Hvert smáatriði frásagn- arinnar er skipulagt út í ystu æsar og draumar og hversdagslegir fyrirboðar gegna stóru hlutverki. Stig af stigi magnast draumar sögumanns, verða skelfilegri og skelfilegri, þar til hann > að lokum býr í sinni eigin martröð. í Steinsteypugarðinum má segja að hið svonefnda magiska raunsæi hafi fundið sinn evrópska tón. Hver setn- ing felur í sér möguleika á ótrúlegu sagnaflæði en öllu er haldið í skefjum: „Einu sinni hafði húsið okkar staðið við götu sem var full af húsum. Nú stóð það í auðn þar sem brenninetlur uxu á milli beyglaðra bárujárnsbúta." Ekki varð komist hjá því frekar en fyrri daginn að Steinsteypugarðurinn vekti umtal og hneyksli, ekki bara vegna efnisins þar sem fjögur börn búa ein og sér með lík móður sinnar í kjallaranum, heldur var lan McEwan nú sakaður um ritstuld. Sagan átti að vera líkari bók Julian Gloags In my Mother's House en góðu hófi gegndi. Sjálfur segir lan McEwan: „Þlottin eru svipuð en það eru plott mjög oft.“ Viðfangsefni sögunnar segir hann vera þær aðstæður þegar engin félagsleg stjórnun er lengur fyrir hendi, engir foreldrar, enginn skóli, að hugmyndin ^ hafi verið að setja Flugnahöfðingja 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.