Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 52

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 52
 hugsað mér að klára helminginn, fara svo í kaffipásu áður en ég lýk við afganginn. - Þegar þú komst til landsins fyrir nokkrum dögum, varstu búinn að ákveða hvar þú ætlaðir að leita fanga, upp til fjalla eða niðri í fjöru? - Eiginlega ekki. Pétur (í Faco) fór með okkur í smá bíltúr, og þá hugsaði ég með sjálfum mér, ég verð að gera eitthvað með grjóti, grjótlandslagið er svo einkennandi fyrir ísland... - Þú hefur ekki látið þér detta í hug að nota hraungrýti? - Jú, ég velti því fyrir mér. Svo fór ég niður í fjöru úti á Reykjanesi, sá þar bæði fjörugrjót og hraun. Mér fannst einhvern veginn meir við hæfi að nota fjörugrjót, það átti heima við ströndina, en hraunið ekki. Svo fannst mér fjörugrjótið bara svo fallegt. Ég get eiginlega ekki skýrt þetta nánar. Útlit steinanna sjálfra skiptir mig höfuðmáli, það er alltaf meginatriðið hvort sem ég raða saman hringjum eða hleð vörður. - Tekurðu þetta fjörugrjót heim með þér að sýningu lokinni? - Ég vona að einhver vilji eignast það. Frá og með sýningunni er það náttúrlega ekki fjörugrjót lengur, heldur listaverk. í mínum huga getur það ekki aftur orðið að grjóti. - Þegar steinunum er síðan aftur raðað saman, þurfa þeir þá ekki að liggja nákvæmlega eins? - Alls ekki. Með hverju verki fylgir eins konar vottorð, þar sem stendur hvernig fólk á að bera sig að við að setja það saman. En lýsingin á verkinu er mjög almenns eðlis, hún gefur aðeins til kynna að það sé sett saman, segjum úr þremur sammiðja steinhringjum með tiltekið þvermál. Ennfremur læt ég þess getið í vottorðinu að steinana í hringjunum hafi ég valið af handahófi og að eigendum sé frjálst að raða þeim saman í hringina eftir eigin höfði. Þegar búið er að raða þeim saman á ný, er sennilega enginn steinn á sínum upprunalega stað í röðinni. Mér finnst það stóri kosturinn við steinverk mín, til dæmis hringina, að sérhver uppröðun þeirra er nýsköp- un. Þó taka verkin, eða hugmyndirnar á bak við þau, engum breytingum. Þau eru eins og japönsku steinbeðin sem munkarnir raka á hverjum morgni. Yfirborðið er síbreytilegt en beðin ævinlega hin sömu. - Steinverk eftir þig eru nú í háu verði, ekki satt? - Kannski má segja það. Annars er alltaf svo erfitt að alhæfa um verð á listaverkum. Fyrir það fyrsta ákvarðar galleríið mitt hvað verkin eiga að kosta. Ég geri ráð fyrir að ég sé í sama verðflokki og margir jafnaldrar mínir. En talsvert langt fyrir neðan marga ungu expressjónísku málar- ana, Schnabel og þá. Allt er þetta afstætt. Borið saman við það verk sem ungur íslenskur myndlistar- maður fær fyrir verk sín, jú, þá má kannski segja að ég sé í háu verði. En borið saman við verð á nýjum sportbíl, þá er ég sennilega ódýr. - Hefur velgengnin haft mikil áhrif á lifnaðarhætti þína og þankagang? - Það finnst mér ekki. Það má kannski segja að hún hafi gert mér kleift að ferðast víðar en ella. En ver- aldleg gæði hafa aldrei skipt mig miklu máli. Ég hugsa að ef ég hefði brennandi áhuga á að komast á ein- hvern stað hinum megin á hnettinum, mundi ég komast þangað með ein- hverjum hætti, þó svo ég ætti litla peninga. Ég er ekkert að segja þetta mér til hróss, ég held að nægju- og útsjónarsemi af þessu tagi sé mjög einkennandi fyrir millistéttar Breta af minni kynslóð. Velgengnin hefur engin áhrif á myndlist mína. Þótt ég ætti hundrað milljónir færi ég ekki að setja saman stærri hringi eða raða saman gullklumpum... - Það væri alveg á skjön við allan þinn þankagang. - Fullkomlega. Ég er alltaf að reyna að búa til listaverk úr litlu, næstum engu. Það er hrygglengjan í viðhorfi mínu til lífsins og listarinnar. Listsköpunin á að vera hversdagsleg, eins og labbitúr. Hver sem er getur labbað og tínt steina upp af götu sinni, gert úr þeim mynstur af einhverju tagi, tjáð með því viðhorf sín. Það þarf enga verkkunnáttu til. - Hefurðu meiri áhuga á varan- legum verkum nú en í upphafi ferils þíns? - Nei, ég held sé meira fyrir að afmá öll ummerki eftir mig í náttúr- unni. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir náttúrunni, reynt að raska ekki því jafnvægi sem í henni er að finna. En ég er orðinn enn meðvitaðri um það hve viðkvæm hún er. Þegar ég reisi við einhverja steina úti í óbyggðum, set ég þá aftur á sinn stað þegar ég er búinn að mynda þá... - Þú lætur ekki þitt eftir liggja... - Nei, það er lóðið. Viðtal: Aðalsteinn Ingólfsson 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.