Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 20

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 20
Klee því að gott kaffi sé kjarni ritstarfa. Sjáiði Balzac (það held ég að hún segi við sjálfa sig) sem skrifaði nokkur þúsund skáldsögur með þeim afleiðingum að nú blasa kaffireiknin- garnir við aðdáendum hans úr gler- búrum friðsælla útborgarsafna. Þegar ég hef mulið baunirnar þarf ég að þæta smá salti út í og þjappa síðan blöndunni saman í silfrað holrúm ryð- frírrar stálvélar, sem er sérpöntuð frá Grenoble. Á meðan þetta hitnar á hellunni stend ég bakvið borðstofu- dyrnar og gæist á Sally Klee. Hún hefur krosslagt handleggina og lætur þá hvíla á borðinu fyrir framan sig. Ég geng nokkur skref inn í herbergið í von um að hún gefi mér gaum. Kannski var samband okkar dauða- dæmt frá upphafi. Á hinn bóginn voru unaðssemdir þess - einkum og sérí- lagi fyrir Sally Klee - ótrúlegar. Og þó svo að hún telji að ég hafi verið of þrálátur, of æstur, of „ákafur", og þó svo að ég fyrir mína parta telji að hún hafi notið mín betur vegna þess hve óvenjulegur ég var („litla skrýtna svarta leðurtyppi“ og „munnvatn þitt bragðast einsog þunnt te“) en sjálfs mín vegna, álít ég að hvorugt okkar hafi neins að iðrast. Einsog Moria Sillito, kvenhetjan í fyrstu skáldsögu Sally Klee, segir við jarðarför eigin- manns síns: „Allt er breytingum háð.“ Er hin hægláta, sjálf- birgingslega en þegar öllu er á botn- inn hvolft harmræna Moria vísvitandi að vitna rangt í Yeats? Ég vona því að það dragi engan slóða á eftir sér þó nú síðdegis hafi ég yfirgefið hið víðáttumikla herbergi Sally Klee og flutt yfir í litla herbergið mitt á efstu hæð hússins. Já ég vil gjarnan klífa stiga og ég fór án þess að segja múkk. í rauninni (til hvers að neita því?) var mér vísað á dyr en þó hafði ég mínar eigin ástæður til að pakka saman. Þrátt fyrir allar sínar góðu stundir var þetta samband farið tengja mig alltof nánum böndum við vandr- æði Sally Klee í sköpunarstarfinu og að lokum varð velviljuð hnýsnin mér ofviða. Hin listræna meðganga er einkamál og hnýsni mín var - og er kannski enn - óskammfeilin. Sally Klee lítur upp frá borðinu og eina örskotsstund horfumst við í augu. Með því að kinka kolli gefur hún til kynna að hún sé tilbúinn að fá kaffið. Við Sally Klee dreypum á kaffinu í „þungaðri þögn“. Þannig er það að minnsta kosti sem Moria og maðurinn hennar Daníel, ungur framkvæmda- stjóri á upþleið í töppunarverksmiðju staðarins, dreypa á tei sínu og átta sig á þeim tíðindum að ekki eigi að vera neinar læknisfræðilegar ástæður fyrir því að þau geti ekki átt börn. Seinna sama dag ákveða þau að reyna (það fannst mér gott orð) að búa til barn. Þersónulega er ég meistari í að dreypa á einhverju en í þögn, sama hvers konar þögn, fer illa um mig. Ég held bollanum nokkra þumlunga frá andlitinu, teygi varirnar í áttina að brúninni og set á þær þokkafullan stút. Um leið læt ég augun rúlla inn í höfuðið. Sú var tíðin - ég minnist fyrsta skiptisins sérstaklega - að þessi uþþákoma færði bros yfir hinar lítt sveigjanlegu varir Sally Klee. Nú tekst mér illa upp og þegar augun horfa aftur út í heiminn sé ég ekkert bros, aðeins föla og hárlausa fingur Sally Klee sem tromma á gljáfægða borðplötu borðstofuborðsins. Hún hellir aftur í bollann sinn, stendur upp og yfirgefur stofuna, yfirgefur mig sem sit eftir og hlusta á fótatak hennar upp stigann. Þó ég sé áfram niðri fylgi ég henni hvert skref - einsog ég hef sagt er hnýsni mín óskammfeilin. Hún gengur upp stigann, inn í svefnherbergið og sest við borðið. Ég heyri þegar hún stingur blaðinu í ritvélina, beinhvítt, A-4, 61 gramm hver fermetri, sami pappírinn og hún notaði þegar hún án minnstu fyrir- hafnar samdi fyrstu skáldsöguna sína. Hún fullvissar sig um að ritvélin sé stillt á tvöfalt línubil. Aðeins bréf til vina, umboðsmannsins síns og útgefandans skrifar hún með einföldu línubili. Ákveðin slær hún á rauða lyk- ilinn sem sér til þess aö örlítið bein- hvítt tóm myndist áður en hún hefst handa við fyrstu setninguna. Hrikaleg þögn breiðir sig yfir húsið. Ég tek að engjast i stólnum og skerandi hljóð hrekkur óvart upp úr hálsinum. I tvö og hálft ár hefur Sally verið að glíma við, nei ekki orð, setningar og hug- myndir heldur form eða réttara sagt, kænskubrögð. Ætti hún til dæmis að rjúfa þögnina með smásögu, vinna út frá einni hugmynd af stakri fágun og hafa fullkomna stjórn á verkinu? En hvaða einu hugmynd, hvaða setn- ingu, hvaða orði? Fyrir nú utan það að góðar smásögur er með endemum erfitt að skrifa, jafnvel erfiðara en skáldsögur, og allt er troðfullt af sögum sem aðeins eru miðlungsgóð- ar. Átti hún kannski að skrifa aðra skáldsögu um Moria Sillito? Sally Klee lokar augunum, starir hvasst á kvenhetju sína og uppgötvar eina ferðina enn að allt sem hún veit um kvenhetju sína hefur hún þegar fest á blað. Nei, önnur skáldsagan verður að vera óháð þeirri fyrri. Hvað um skáldsögu sem gerðist (bráðabirgða- tillaga mín) i frumskógum Suður - Ameríku? Fáránlegt! Hvað þá? Frá auðri síðunni starir Moria Sillito á Sally Klee. Skrifaðu um mig, segir hún blátt áfram. En ég get það ekki, æþir Sally Klee upþhátt, ég veit ekk- ert meira um þig. Gerðu það, segir Moria. Láttu mig í friði, æpir Sally enn hærra en áður. Mig, mig, segir Moria. Nei, nei, æpir Sally, ég veit ekkert, ég hata þig. Láttu mig í friði. Ópin í Sally Klee ryðjast í gegnum drungalega þögnina svo ég rís skjálf- andi á fætur. Hvenær skyldi ég venj- ast þessum hryllilegu hljóðum sem valda því að loftið titrar og engist af spennu? Þegar ég rifja þessa atburði uþþ í meira næði minnist ég hinnar frægu tréristu Edwards Munchs. Nú þýt ég hins vegar um borðstofuna og get á engan hátt haldið aftur af æstum hrynunum. þær streyma frá mér á stundum örvæntingar og ótta og í eyrum Sally Klee rýra þær róman- tískan trúverðugleika minn. Og á næt- urnar, þegar Sally Klee æpir upp úr svefni, koma aumingjalegar hrynur mínar algjörlega í veg fyrir að ég geti huggað hana. Moria fær líka martraðir einsog kuldaleg hnitmiðun fyrstu lín- unnar í fyrstu skáldsögu Sally Klee er til vitnis um: „Þá nótt reis hin föla 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.