Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 38

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 38
leika og af því aö þú ert nú einu sinni bara maður ertu sífellt aö veröa fyrir vonbrigðum og láta þetta hvekkja þig. Vonandi geturöu séö kómísku hliöina á þessum málum núna því annars er ég hrædd um aö þú getir illa lifaö.“ „En þaö er nauösynlegt aö eiga sér draum," segi ég, „þeir eru forsenda þess að maöur geri nokkurn tíma nokkuð, annars koðnar maður bara niður og deyr löngu áöur en maöur gefur upp andann." „Sjáöu samt til. Þú vildir. Þig lang- aöi. Þú þráöir. Þig dreymdi. Um að hafa hönd á öllu. Allt í greip þinni. Gera allt í einu. Framkvæma allar þínar hugmyndir í einni athöfn. Sko. Sjáöu til. Þú varst að tala. Við mig. Viö vorum tvö. í einu. Þú talaðir viö mömmu. Þína. Og mína. Ég var ekki meö. Þér. Með mömmu. Okkar. Þú svafst. Hjá okkur. Öllum. Mér. Og þeim. Svo kom. Þabbi. Þinn. Hann talaði. Gældi. Viö mig. Gegnum þig. Allt í einu. Þú réöst. Þú réöst ekki. Viö þetta. Ekki allt í einu. Smám saman. Þráðir. Þaö líka. Aö geta. Ekki.“ „Þaö breytir engu. Þaö er ekki málið. Nei. Þaö er sama hversu breitt bilið er á milli draumsins og þess sem maður getur. Aðalatriðið er þaö aö dreyma. Án þess getur maöur ekkert. Það væri nefnilega ekki draumur ef maður gæti það svo þú sérð aö það er nauðsynlegt að hafa bilið. Og jafn nauðsynlegt aö dreyma." „Meö drauminn í höndunum ertu getulaus" ætlaði hún að segja þegar þernan kom og tók diskana undan brauöinu, þurrkaöi lauslega af borðinu og hvarf. Hún var í þunnri fleginni peysu og stuttu pilsi meö hvíta litla svuntu framan á sem sást ekki þegar hún gekk frá mér og dillaði afturend- anum ofurlítið einsog óafvitandi og viljandi í senn. Salóme horfði á fólkið í kring, í hálfgeröu óviti, einsog í leiöslu sem ég gat ekki fylgt þótt ég reyndi hvað ég gat. Eitt andartak fannst mér ég standa á gati í sama mund og ég sá útundan mér í gegnum gluggann hvar fugl flaug upp af grasbalanum fyrir utan. Þegar betur var aö gáð sást aö hann gat ekki hafa flogið þaðan upp því þaö var ekkert gras heldur nokkrar skálar úr hlöönu grjóti, rykgráu, og í þeim var líklega mold og blóm þótt nú væri allt fullt af snjó. Mjallhvít breiöan ýrðist blóö- rauðu og það var engu líkara en blóö tæki að vætla upp úr snjónum hvar- vetna. Þaö gat þó eiginlega ekki verið því þegar ég leit á Salóme sá ég aö hún horföi hugfangin út um gluggann en þaö vissi ég einmitt fyrir víst aö hún haföi ekki yndi af neinum hryll- ingi. Einsog í draumi tók hún bleikan lafandi trefil sinn og sveiflaði honum yfir öxlina í sömu svipan og hún leit snöggt á mig. Dreymandi augnaráöiö virti mig ekki viðlits því hún sá í gegnum mig, einsog ég væri rúða í glugga sem sýndi einhverja mynd aö baki mér svo ég leit viö en sá ekkert, bara konu og mann á næsta borði aö fá sér kaffi og svo mynd á veggnum af útifundi einhverjum því þaö var fullt af fólki sem horföi allt í eina og sömu átt- ina á eitthvað fyrir utan rammann en þar var bara veggurinn og svo hinn sem kom hornrétt á, sá meö gluggan- um. „Ég veit ekki hvernig ég á aö segja þetta. Mér finnst þetta allt svo furöu- legt og framandi. Þaö er alltaf einsog maður sjái í gegnum plast. Einsog brauð. Maður þykist viss um aö þaö sé þarna en svo þegar maður opnar pokann þá er bara ekki neitt. Ekki einu sinni poki. Æ ég veit ekki. Mér finnst ég ná svo lítið til þín í gegnum draum- ana. Aö þaö sé einhver annar aö tala í gegnum þig. Samt ekkert í líkingu við miðilsfund. Nema aö sá sem talar þykist vera þú. Svo þegar ég reyni aö ná handfesti á þér í gegnum oröin skreppuröu undan einsog sápa. Þaö er einsog endalaus sturta aö tala viö þig. Köld sturta þarsem allt gengur á afturfótunum. Manni finnst maður sífellt þurfa að skipta um stað en svo þegar maður gerir þaö heimtarðu mjög frekjulega jafnvel aö maður hreyfi sig ekki og sé kyrr á fyrri stað. Ég skil þetta ekki. Ég reyni af fremsta megni aö skilja. Og stundum átta ég mig og finnst aö þú sért svona marg- brotinn og jafnvel mikill en þá brýt- uröu þaö og verður allt í einu mjög einstrengingslegur og talar af svo ákafri festu aö mér finnst ég hljóti að hafa misskilið þig en finnst um leið aö þaö sé líka rétt og þetta vera þú líka alveg einsog áöur þótt þú sért allt annað en þá en þá kemur aftur þessi slikja yfir þig með þessum ógurlegu draumum og þrám og ég veit ekkert hvernig ég á aö vera þegar þú tekur svona utan um mig og faðmar mig að þér og kyssir mig því mér finnst það ekki vera ég sem þú ert aö strjúka heldur einhver hugmynd eöa einhver allt önnur kona eöa ég veit ekki hvaö nema aö ég þrái þig stundum svo heitt á þessum stundum að ég er aö bráöna og springa af svo sárri þrá eftir þér og okkur og aö viö séum eitt en svo erum viö ekki neitt því þú ert víös fjarri í einhverjum draumi og líkaminn sem svarar mínum líkama og tungan sem ég vef tungu minni utan um og limurinn sem rís aö skauti mínu þaö er allt svo tómt einsog blaöra eða innan í blöðru eða alveg ekki neitt og ég stend þarna gjörsamlega miöur mín og veit ekkert hvaö ég á aö halda hvort ég sé svona algjörlega mis- heppnuð og verði aldrei hamingju- söm eða hvort það sé eitthvað aö þér eöa hvort viö erum bara ekkert ætluö hvort öðru en svo hugsa ég alltaf að þetta sé nú bara núna en ekki alltaf og næ einhvern veginn aö sefa þennan efa en aldrei alveg þannig aö ég get ekkert hugsað mig án þín fyrr en eftir á en þá kemur alltaf þessi nagandi óvissa hvort þaö væri þá ég sem hafnaði þér eöa hvort þú hefur hafnað mér og ég get ekki talað um þetta viö neinn ekki einu sinni þig og sit uppi með hugsanir mínar svo að þær ganga í eilífum hring því ég næ ekki einu sinni almennilegu sambandi viö sjálfa mig því ég veit með sjálfri mér einhversstaðar dýpst innra meö mér aö þessar hringhendu hugsanir eiga ekki viö rök aö styðjast og geta bara ekki verið réttar þó aö þær séu." Á meðan ég hlustaöi velti ég því fyrir mér á hvaö allt fólkiö á myndinni væri að horfa. En ég hugsaði líka um orö Salóme um leiö og ég sá þessa mynd fyrir mér. Eitt andartak sá ég hana í myndinni eöa í gegnum hana þannig að hún varö ein af þessum 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.