Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 16
hann dáir mjög hefur hann verið útlagi. Hann lagði stund á myndlistarnám og var listmálari um sinn; en bækur fóru að koma út eftir hann 1947 og leikrit var sýnt eftir hann á tilrauna- sviði í Stokkhólmi 1950: Rotundan. Hann hefur líka fengizt við kvikmyndastjórn, og hefur gert stuttar avantgardemyndir. Þegar Peter Brook stjórnaði leikritinu Marat/ Sade í Lundúnum þótti það einhver magnað- asta sýning sem menn höfðu lengi séð. Þar mættust listamenn sem áttu saman. Peter Brook er einn af fremstu leikstjórum sem nú eru uppi, annálaður fyrir Shakespearesýningar sínar sem eru gerðar undir áhrifum frá hinum nýstárlegu viðhorfum Pólverjans Jan Kott sem skrifaði stórmerka bók: Shakespeare, samtíð- armaður okkar. í baksýn við báða þessa menn Brook og Weiss hillir undir hinn ógæfusama snillianda leikhússins Antonin Artaud sem lagði grundvöllinn að svonefndu théátre de la cruauté, grimmdarleikhúsinu sem er mjög komið aftur á dagskrá. Arthaud var ljóð- skáld og leikhúsmaður, afkastamikill rithöf- undur. Hvað átti hann við með théátre de la cruauté? Artaud gerir grein fyrir hvernig hann noti orðið cruauté eða grimmd í bréfum til vinar síns hins merka bókmenntamanns Jean Paulhan sem hann skrifar 1932 og segir: Þessi grimmd er hvorki sadismi né blóðsút- hellingar .. . ég rækta ekki skelfinguna kerfis- bundið. Það verður að skilja orðið „grimmd“ í víðtækri merkingu og ekki lostafullum hold- legum skilningi sem venjulega er í það lagður. Og þegar ég geri það heimta ég rétt til þess að rjúfa hinn vanabundna skilning málsins, sprengja í eitt skipti fyrir öll brynjuna, ná járnflibbanum af hálsi þess, í stuttu máli snúa aftur að orðmyndunarfræðilegum eða etímó- lógískum uppruna málsins (uppsprettu) sem alltaf kallar fram áþreifanlegan eiginleika í miðju abstraktra hugtaka . .. Artaud segir að þessi grimmd sé í skilningi hans fyrst og fremst skýr hugsun og miskunnarlaus sjálfsstjórn og ströng ákvörðun. Hann noti þetta orð í tengsl- um við lífsþorstann, alheimslegan kosmiskan strangleika og óhaggandi nauðsyn, í þeim þekkingarfræðilega skilningi, í gnostískum skilningi lifandi hvirfilbyls sem étur myrkrið í skilningi sársaukans en án óhjákvæmileg- leika hans myndi lífið ekki halda áfram; þráin stendur til hins góða, það fæðist eingöngu af athöfninni; hið illa er varanlegt. Hann talar um leikhúsið sem magíska athöfn, töfrafullt og linnulaust sköpunarstarf og viðleitni, og leikrit þar sem ekki væri þessi friðlausi sköp- unarvilji ásamt blindum lífsþorstanum sem á öllu getur sigrast sem komi fram í hverri hreyfingu og athöfn og í þeim anda sem streymir úr sögunni allri að baki leiksins, það væri óþarft leikrit, segir Artaud. Hér er ekk- 14 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.