Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 6
bæði hvað snertir hlutverk hans og möguleika og þær kröfur, sem gerðar eru til hans eða hann verður að gera til sjálfs sín. Af ofangreindu má sjá, að merking hugtaksins leikhús er í þessu sambandi mjög frábrugðin þeirri, sem venjulega er lögð í það, eins og koma mun betur í ljós, er starfssvið leikhúss- ins verða talin hér á eftir. Þeim má skipta í tvö aðalsvið: annars vegar listræna vinnu leik- flokksins sjálfs, sem ber ávöxt í leiksýningum bæði heima fyrir og á leikferðalögum, hins vegar ýmsa starfsemi út á við, sem ætluð er starfandi leikhúsfólki einkum á Norðurlönd- um. Við skulum þá fyrst líta á listræna vinnu leikflokksins sjálfs. Salarkynnin: autt, rétthyrnt herbergi án leik- sviðs og fastra áhorfendabekkja eins og í „venjulegu" leikhúsi. Áhorfendur sitja á stól- um, sem dreift er um herbergið, en niður- röðun þeirra hefur verið ákveðin smám saman á æfingum og ákvarðast af eðli viðkomandi sýningar. Sé auður gólfflöturinn undanskil- inn, hafa leikararnir aðeins borð, stóla og ein- földustu leikmuni til umráða. Þessi gerð leik- húss, þar sem mörk leiksviðs og áhorfenda- salar eru afmáð, engin sviðsbrún aðskilur lengur þessa tvo heima og niðurröðun áhorf- enda er komin undir sveigjanleika leikrænnar framvindu verksins, veldur því, að sérhver áhorfandi dregst inn í sýninguna og verður raunverulegur þátttakandi í henni, þar eð hann á aðild að umhverfismótun hinnar leik- rænu framvindu. Þegar áhorfandinn er settur í slíka aðstöðu, hverfur sérhver vottur hins sérstaka „andrúmslofts" sem venjulega um- lykur hann í leikhúsi. Ekki svo að skilja að það sé markmiðið í sjálfu sér, heldur er þetta árangur af viðleitni listamannanna og ósk þeirra um að gera leikhúsið aftur að vettvangi hins forboðna, þar sem fólk stendur andspæn- is öllu hinu skelfilega og furðulega, sem í dag- legu lífi er hulið undir þjóðfélagsvenjum og hefur þær að yfirskini, andspænis líflegustu og torviðráðanlegustu öflum sem í einstak- lingnum búa og geta reynzt honum svo örlaga- rík í samskiptum hans við aðra. Þótt salarkynnin séu hér nefnd fyrst, er það ekki vegna þess að þau séu mikilvægust, en þau eru hið fyrsta, sem ber fyrir augu leikhús- gestsins og sýna auk þess glögglega að hve miklu leyti hugtök leiklistarinnar hafa öðlazt hér nýja merkingu. Sem fyrr segir er það leikarinn, sem mestu máli skiptir, og það er vinna hans, sem er grundvöllur og réttlæting þessarar nýju merkingar og sýnir að hún er annað og meira en formleg hugmynd. Án þess að ætlunin sé að vekja nein háspekileg hugmyndatengsl, getum við sagt sem svo, að leikarinn fórni sér — og þetta gildir yfirleitt í allri leiklist — í þeim tilgangi að finna hjá 4 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.