Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 38
vera) og stoðar ekkert, þótt aldamótakynslóð- in kvarti og kveini undan því að búið skuli vera að taka frá henni þennan þægilega mæli- kvarða á það hvað sé ljóð og hvað ekki. Það er raunar furðulegt að menn skuli hafa notað þessa úreltu kenningu til að vega að atóm- skáldunum, þar sem fæst þeirra hafa varpað þessum einkennum gamla skáldskaparins al- veg fyrir borð. En úr því þau létu stundum þessi einkenni lönd og leið, höfðu þau gefið höggstað á sér, og það nægði þeim til dóms- áfellis. Við höfum oft heyrt og séð vitnað í „stuðlanna þrískiptu grein“ (úr kvæði eftir Jón Helga- son) og hefur sú hugsmíð fallizt í faðma við sumar kenningar Sigurðar Nordals og orðið mönnum haldgóð stoð, ef sýna þurfti með rök- um fram á spillingu atómskáldanna. Ekki þurfti annað en taka glefsu úr atómljóði, þar sem skáldinu hafði láðst að aga mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein. Spillingin hlaut þá að liggja í augum uppi. Eða var nokkur ástæða til þess, að grennslast eftir því hvort eitthvað gæti fundizt í ljóðinu inikilvægara en stuðl- anna þrískipta grein? Við höfum mátt horfa upp á það að bókmenntafræðingar okkar hafa komið úr íslenzka háskólanum gersamlega sinnulausir um það hvað er að gerast í bók- menntum þess tíma sem þeir sjálfir lifa á eða ófærir um að gera sér grein fyrir því. Til eru þeir þó, sem hafa viljað vera vakandi gagn- vart nýjum straumum í skáldskap og sumir þeirra reynzt skáldunum allra manna þarf- astir, t.d. með kynningu á skáldskap þeirra í skólum. En yfirleitt hafa þessir menn verið hikandi gagnvart formbreytingum, eins og þeir gætu ekki losað sig við ákveðnar kenning- ar úr hátíðlegum skólastofum æðstu mennta- stofnunar íslendinga. Það er annars flest sem getur gerst í bók- menntalífi íslendinga þegar maður getur hald- ið því fram blygðunarlaust að „margir“ hinna yngri Ijóðahöfunda hafi „tekið sér nafnið formbyltingarskáld og haldið því mjög á loft“. (Kr. E. A., sama grein). Slík íullyrðing styðzt við ímyndun en ekki veruleika. Ég á ekki við það að þetta orð hafi ekki verið notað. Ég veit að sumir hafa viljað forðast orðið atómskáld og þá gripið til þessa orðs. En það hefur verið sjaldgæft og einungis gert til að reyna að koma á framfæri nýju orði í staðinn fyrir orðið atómskáld, enda hljóta menn að viðurkenna að það orð sé ekki síður nothæft en hitt, Jjótt orðið atómskáld sé orðið fast í málinu og til- gangslaust héðan af að reyna að bola því burt. Að sjálfsögðu lá ekki sú hugsun bak við orðið formbyltingarskáld, að ekkert hefði breyzt í íslenzkri Ijóðagerð síðustu ára nema formið. Engir vita betur en skáldin sjálf, að bylting sú sem orðið hefur í íslenzkri ljóðlist er annað 3 6 BXRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.