Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 3
POUL VAD: UM ÓÐIN-LEIKHÚSIÐ Hvernig myndast nýjungar í listsköpun? And- spænis öflugu og sannfærandi sköpunarstarfi finnst mönnum stundum, að slíkt sköpunar- starf sé ekki aðeins nauðsynlegt heldur einnig sjálfsagt. Það er engu líkara en því hafi einmitt verið ætlaður þessi staður og stund, og það kemur okkur ekki á óvart vegna þess að það sé framandi (þó hér sé um að ræða ný undir- stöðuatriði og aðferðir) heldur frekar vegna þess að það fullnægir þörf, sem okkur hafði ekki verið ljós áður. Þótt við getum ekki graf- izt fyrir um orsakirnar, vitum við, að nýjung- ar í listsköpun byggjast ætíð á lifandi og stund- um óvæntu viðhaldi hefðar. Listamenn láta hver öðrum í té fengna reynslu, árangur bar- áttu og drauma, og jressi gagnkvæmu áhrif eru óháð stund og stað. Engu að síður finnst hverjum listamanni, að hann verði að móta listgrein sína frá rótum á hverjum degi. Það er rétt að benda á, að listrænn leiðbein- andi Óðin-leikflokksins, ítalski leikstjórinn Eugenio Barba hefur orðið fyrir djúpum og varanlegum áhrifum af hinum fræga leik- flokki Jerzy Grotowskis Teatr Laboratori- um 13 Rzedów í Wroclaw í Póllandi, sem hann nam hjá um árabil og segist standa í mikilli jDakkarskuld við. Þetta er líka ágætt dæmi um, að listrænar hugmyndir eru ekki nein „einkaeign“, heldur þvert á móti æski- legt að Jieim sé komið á framfæri við aðra, sem þær geta einnig reynzt örvandi. Benda má á hin gagnkvæmu og frjósömu samskipti meist- ara og lærisveina í myndlist miðalda og end- urreisnartímans þessu til skýringar. Óðin-leikflokkurinn (sem heitir í höfuðið á shamanístíska guðinum Óðni — Wotan) var stofnaður í Osló í september 1964 að frum- kvæði Eugenio Barba, sem dvalizt hafði árum saman í Noregi, og nokkurra leikara með Anne Trine Grimnes, Alida Grönneviig og Torgeir Wethal í fararbroddi. Skömmu síðar bættist Agnete Ström í hópinn og hefur síðan verið framkvæmdastjóri hans. Eftir rúmlega eins árs undirbúning sýndi flokkurinn í fyrsta skipti opinberlega Ornitofilerne (Fuglavin- ina), og fór með það verkefni í leikför um Norðurlönd. Eftir þessar sýningar flokksins varð mörgum ljóst, að norrænni leiklist hafði bætzt frumleiki og óbilgjörn listræn viðleitni, sem stóð í öfugu hlutfalli við stærð leikflokks- ins og J)á hæversku, sem það var ítrekað með, að einungis bæri að líta á þessa fyrstu leiksýn- ingu sem tilraun og sýnishorn af eins árs vinnu. Leikflokkurinn ákvað nú að segja skilið við Osló og setjast að í einhverjum fámennum bæ, og fyrir milligöngu velunnara, sem leikflokk- urinn hafði eignazt í Danmerkurförinni flutti hann 1966 til Holstebro, lítils bæjar á Vestur- Jótlandi með um 20 þúsund íbúa, sem hefur BIRTINGUR 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.