Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 42
í sig einhverja kreddu, þá er eins og þau gleymi sér þegar þau fara að yrkja, og þannig hygg ég að megi sjá merki súrrealismans í ljóðum Aragons, þrátt fyrir kredduna. Orð Brechts um broddborgara og verkalýð koma auðvitað ekkert við íslenzkum skáldskap nú á dögum og fáránlegt að ætla að skipta íslend- ingum nútímans í broddborgara og verkalýð, nema menn vilji einblína á fortíðina og loka augunum fyrir nútímanum. Slíkir ættu þá að vera skyggnir á framtíðina. Æskilegra hefði verið að fá vandaða ritgerð um íslenzka Ijóðlist síðari ára heldur en þessa löngu ritsmíð um kreddulist, þar sem nokkr- ir höfundar þar á meðal undirritaður, geta að vísu þakkað fyrir lofsamleg ummæli um verk sín, en við erum engu nær um það hvað hefur raunverulega gerzt í íslenzkri ljóðagerð. Halldór Laxness getur um bókmenntahrær- ingar kringum 1925 í formála að Kvæðakveri sínu (heildarútgáfa Helgafells). Það er óveru- legt og segir okkur lítið, enda er höfundur- inn einvörðungu að gera grein fyrir þeim áhrifum sem hann varð sjálfur fyrir af þesum hræringum. En það eru þessar hræringar í bók- menntum sem íslenzkir bókmenntafræðingar þurfa að athuga grandgæfilega, jafnframt því að skyggnast bæði lengra aftur og nær okkar tíma, e£ þeir vilja finna í útlöndum einhverja samsvörun þess sem verið hefur að gerast í íslenzkri ljóðagerð síðustu ára, því þessar hrær- ingar voru ekki tízkufyrirbæri ein, þær hafa endurómað um allan heim og breytt bók- menntunum. Það eru skáld eins og Mallarmé, Valery, Breton, Zara, Aragon, Rilke, Eliot, Rimbaud, Lautréamont og fleiri sem bók- menntafræðingar okkar verða að rýna í, auk þess að kynna sér skrif erlendra manna sem reynt hafa að skyggna efnið. Árið 1963 gaf ég út litla bók, sem ég nefndi Ljóðaþýðingar úr frönsku. Þar gerði ég í formála grein fyrir nokkrum skáldum sem við þessa sögu koma og reyndi í fáum orðum að gefa mönnum hug- mynd um helzta mismun á symbólisma og súrrealisma, en þær stefnur hafa einmitt haft sín áhrif eftir ýmsum leiðum á nútímaljóð- list okkar eða að minnsta kosti unnt að finna líkingar með nútímaljóðlist okkar og þessum stefnum eða skáldskap sem runninn er frá þeim. Auðvitað geri ég þessum stefnum engin viðhlítandi skil í formála mínum, enda ætlaði ég orðum mínum ekki annað hlutverk en að vekja áhuga einhverra manna hérlendra mér hæfari að rannsaka þessa hluti í sambandi við breytta íslenzka ljóðagerð. Ekki skal ég tyggja hér upp þau ófullnægjandi orð, en vísa til þeirra, e£ vera mætti að það vekti áhuga ein- hvers, en nú virðist mönnum einmitt hafa glæðzt skilningur á því að efnið þurfi að rann- saka. 40 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.